Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

283. fundur 26. september 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Samningur slökkviliðs og Mannvirkjastofnunar

1309075

Framlagður samningur á milli Mannvirkjastofnunar og Slökkviliðs Borgarbyggðar um stuðning við uppbyggingu á æfingaaðstöðu fyrir slökkviliðið.
Lagður fram samningur á milli Mannvirkjastofnunar og Slökkviliðs Borgarbyggðar um stuðning við uppbyggingu á æfingaaðstöðu fyrir slökkviliðið.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

2.Samningur um símamál

1309101

Minnisblað skrifstofustjóra um viðræður við Símann um nýtt símakerfi fyrir stofnanir sveitarfélagsins.
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra um viðræður við Símann um nýtt símakerfi fyrir stofnanir sveitarfélagsins.
Samþykkt að gera samning við Símann um kerfið.

3.Umsókn um styrk - Klettaborg

1309097

Umsókn starfsmanna Klettaborgar um styrk með vísan í reglur um styrki til náms- og kynnisferða starfsfólks
Lögð fram umsókn starfsmanna Klettaborgar um styrk með vísan í reglur um styrki til náms- og kynnisferða starfsfólks vegna ferðar starfsmanna til Brighton.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 10.000 pr starfsmann.

4.Saga Borgarness

1306068

Á móti mætir Jónína Erna Arnardóttir formaður Borgarfjarðarstofu til viðræðna um ritun Sögu Borgarness.
Á fundinn mætti mætti Jónína Erna Arnardóttir formaður Borgarfjarðarstofu til viðræðna um ritun Sögu Borgarness.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að funda með ritnefnd um Sögu Borgarness og fara yfir stöðu mála.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

1309100

Tillaga að viðaukaáætlun við fjárhagsáætlun 2013. Í tillögunni eru teknar saman þær breytingar sem samþykktar hafa verið í byggðarráði eða sveitarstjórn og einnig er farið yfir hækkanir á greiðslum frá Jöfnunarsjóði og breytingar á launum.
Lögð fram tillaga að viðaukaáætlun við fjárhagsáætlun 2013 en í henni eru þær breytingar sem ákveðið var að gera á öðrum ársfjórðungi ársins.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

6.Verslun í Borgarnesi

1309103

Á fundinn mætir Oddný Bragadóttir kaupmaður í Borgarnesi til viðræðna um stöðu verslunar í sveitarfélaginu.
Á fundinn mætti Oddný Þórunn Bragadóttir kaupmaður í Borgarnesi til viðræðna um stöðu verslunar í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kalla kaupmenn saman til fundar til að finna leiðir til að auka verslun í héraðinu.

7.Framlenging á kröfulýsingarfresti

1308070

Rætt um þjóðlendumál.
Lagt fram bréf óbyggðanefndar þar sem tilkynnt er að nefndin hefur orðið við beiðni fjármála- og efnahagsráðherra um framlengdan frest til 15. október n.k. til að lýsa þjóðlendukröfum á svæði 8.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við lögfræðing til að fara með málið af hálfu Borgarbyggðar.

8.Veiðifélag Norðurár - félagsfundur

1309091

Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Norðurár ásamt fundargerð frá aðalfundi félagsins 31. maí s.l.
Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Norðurár sem haldinn verður 26. september ásamt fundargerð frá aðalfundi félagsins 31. maí s.l.
Kristján Axelsson verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

9.Veiðifélag Langár - félagsfundur

1309088

Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Langár 27. sept n.k.
Lagt fram fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Langár sem haldinn verður í Langárbyrgi 27. september n.k.
Einar Ole Pedersen og Sigurjón Jóhannsson verða fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.

10.Fundargerð vinnuhóps um Staðardagskrá 21

1309077

Lögð fram fundargerð frá 2. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 17. september 2013.
Lögð fram fundargerð frá 2. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 17. september 2013.

11.Faxaflóahafnir - stjórnarfundur nr 112

1309089

Fundargerð stjórnarfundar Faxaflóahafna
Lögð fram fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 13. september s.l.
Sveitarstjóri kynnti að fyrirhugað sé að flýta framkvæmdum við smábátahöfn í Borgarnesi.

12.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1309082

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. ágúst
Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. ágúst s.l.

13.Ársfundur Jöfnunarsjóðs

1309090

Fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2. október n.k.
Lagt fram fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 2. október n.k. í Reykjavík.
Sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

14.Skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál

1308055

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir skýrsluna.

15.Göngustígar í Borgarnesi

1309106

Á fundinn mætir Jökull Helgason og kynnir tillögu að hönnun göngustígs við Suðurneskletta í Borgarnesi
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnti tillögu að hönnun göngustígs við Suðurneskletta í Borgarnesi.
Samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að gera verðkönnun á verkinu.
Jökull kynnti aðrar hugmyndir sem unnið er að við gerð göngustíga í Borgarnesi

16.Verðkönnun - gerð malarplans

1309098

Niðurstaða verðkönnunar á fyllingu í lóðina Sólbakka 29 en þar á gera malarplan.
Jökull kynnti niðurstöðu verðkönnunar á fyllingu í lóðina að Sólbakka 29 en þar á að gera malarplan.
Samþykkt að fela Jökli að ganga til samninga við Velverk ehf sem var með lægsta verðið í verkið.

17.Bílaplan á horni Bjarnarbrautar og Brákarbrautar

1309038

Jökull kynnti viðræður við Borgarverk ehf sem er að vinna að gerð bílaplans á horni Bjarnarbrautar og Brákarbrautar.
Samþykkt að fela Jökli að ganga til samninga við Borgarverk ehf um verkið.

Fundi slitið - kl. 08:00.