Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

290. fundur 28. nóvember 2013 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Bréf frá fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps

1311121

Lagt fram bréf, dagsett 17.11.2013, frá fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps.
Lagt fram bréf frá fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps dags. 17.11."13 varðandi framlag úr sveitarsjóði til rekstrar á Mýrdalsrétt og safngirðingar við hana.
Vísað til umsagnar fjallskilanefndar Borgarbyggðar.

2.Flóð í kjallaraíbúð

1311126

Framlagt bréf frá eigendum hússins að Fálkakletti 8 í Borgarnesi vegna vatnsflóðs í kjallaríbúð.
Lagt fram bréf frá eigendum húss við Fálkaklett í Borgarnesi vegna vatnsflóðs í kjallaríbúð.
Samþykkt að óska sem fyrst eftir fundi með Orkuveitu Reykjavíkur um þetta mál og önnur sambærileg mál sem upp hafa komið.

3.Samþykktir og sameignarsamningur OR

1311130

Framlagðar tillögur að samþykktum fyrir undirfyrtæki Orkuveitu Reyjavíkur, drög að sameinginarsamningi og umsögn um lagafrumvarp um OR.
Lagðar fram tillögur að samþykktum fyrir undirfyrtæki Orkuveitu Reyjavíkur, drög að sameignarsamningi og umsögn um lagafrumvarp um OR.

Byggðarráð Borgarbyggðar veitir sveitarstjóra umboð til að staðfesta ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. nóvember um stofnun dótturfélaga. Jafnframt samþykkir byggðarráð, fyrir sitt leyti, framlagða tillögu að sameiginlegri umsögn eigenda Orkuveitu Reykjavíkur um þingskjal 218, frv. til laga um Orkuveitu Reykjavíkur.

Varðandi sameignarsamning ítrekar byggðarráð fyrri samþykkt um að sama gjaldskrá gildi í öllum sveitarfélögum sem eru eigendur Orkuveitunnar.

4.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2014 (fyrri umræða)

1311069

Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2014-2017
Á fundinn mættu Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.

Kynntar voru tillögur að breytingu á tillögu að fjárhagsáætlun sem sveitarstjórn hefur tekið til fyrri umræðu.
Kynnt var tillaga að stofnun áhaldahúss og þeim verkefnum sem starfsmenn þess gætu sinnt. Samþykkt að vinna áfram að útfærslu tillögunnar.

Rætt um tillögu að framkvæmdaáætlun áranna 2014 - 2017 og gerðar á henni breytingar.
Lagðar fram tillögur að gjaldskrám.

5.Unglingalandsmót UMFÍ 2016

1309108

Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann og formaður byggðarráðs áttu með UMSB vegna Unglingalandsmóts 2016.
Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann og formaður byggðarráðs áttu með UMSB vegna Unglingalandsmóts 2016.

Samþykkt að fela Bjarka Þorsteinssyni og Jökli Helgasyni að sitja í vinnuhóp f.h. Borgarbyggðar sem hefur það hlutverk að meta framkvæmd unglingalandsmótsins sem haldið var 2010.

6.Tillaga um viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi

1311080

Framlagt minnisblað frá fjármálafulltrúa um áhrif þess á fjárhag Borgarbyggðar að byggja við Grunnskólann í Borgarnesi.
Rætt um tillögu að viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi.
Lagt fram minnisblað frá fjármálafulltrúa um áhrif þess á fjárhag Borgarbyggðar að byggja við Grunnskólann í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir tillögu að áætlun um tímaplan framkvæmdarinnar og setja upp sviðsmynd sem sýnir breytingar á fjárhag í takt við hana.

7.Áskorun frá Stéttarfélagi Vesturlands

1311094

Framlögð áskorun frá Stéttarfélagi Vesturlands um að standa saman gegn verðbólgu en með stöðugleika og auknum kaupmætti.
Lögð fram áskorun frá Stéttarfélagi Vesturlands að standa saman gegn verðbólgu með stöðugleika og auknum kaupmætti.
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

8.Saga Borgarness

1306068

Kynnt drög að samningi við Egil Ólafsson um ritun sögu Borgarness.
Sveitarstjóri kynnti drög að samningi við Egil Ólafsson um ritun sögu Borgarness.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera samning við Egil á grundvelli draganna.

9.Krókur í Norðurárdal

1206012

Framlagt erindi frá Inga Tryggvasyni hrl vegna Króks í Norðurárdal.
Lagt fram erindi frá Inga Tryggvasyni hrl vegna málaferla varðandi Krók í Norðurárdal en gagnaðili hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar.
Samþykkt að fela Inga að fara áfram með málið f.h. Borgarbyggðar.

10.Fundargerð starfsmannafundar Safnahúss

1311115

Fundargerð 131. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 19. nóvember 2013
Lögð fram fundargerð 131. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 19. nóvember 2013.

11.Sauðamessa

1310013

Rætt um framlag til Sauðamessu 2013.
Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 200.000,-

12.Erindi um stuðning árið 2013

1303016

Rætt um stuðning við Golfklúbbinn Glanna á árinu 2013.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að gera samkomulag um styrk til golfklúbbsins þar sem ekki gekk að útvega honum starfsmann eins og áður hafði verið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.