Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

297. fundur 06. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Vinnuhópur um Staðardagskrá 21

1309077

Lögð fram fundargerð frá 7. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 28. janúar 2014.
Lögð fram fundargerð frá 7. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 28. janúar 2014.

2.Úrsögn úr nefnd

1402001

Framlagt bréf frá Maríu Júlíu Jónsdóttur þar sem hún tilkynnir um úrsögn úr umhverfis- skipulags- og tómstundanefnd.
Lagt fram bréf frá Maríu Júlíu Jónsdóttur þar sem hún tilkynnir um úrsögn sem varamaður úr umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd.

Samþykkt var að Erla Stefánsdóttir taki sæti varamanns í nefndinni í stað Maríu Júlíu.

3.Áskorun til sveitarstjórna á starfssvæði sínu um opinber útboð og innkaup

1401106

Lögð fram áskorun frá Stéttarfélagi Vesturlands um opinber útboð og innkaup.
Lögð fram áskorun frá Stéttarfélagi Vesturlands um opinber útboð og innkaup dags. 30.01."14.

4.Ályktun frá starfsmannafundi starfs- og endurmenntunardeild LBHÍ

1401096

Lögð fram ályktun frá starfsmannafundi starfs- og endurmenntunardeild LBHÍ þar sem fundurinn lýsir yfir áhyggjum af fyrirhugaðri sameiningu LBHÍ og HÍ.
Lögð fram ályktun frá starfsmannafundi starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem fundurinn lýsir yfir áhyggjum af fyrirhugaðri sameiningu Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands.

Byggðarráð tekur undir þær áhyggjur sem fram koma í ályktun starfsmannafundarins.
Starfshópur á vegum Borgarbyggðar hefur samið við KPMG og Vífil Karlsson um gerð sviðsmynda og er áætlað að þeirri vinnu ljúki síðari hluta febrúarmánaðar.

5.Þekkingar- og frumkvöðlasetur

1401076

Sveitarstjóri greindi frá fundum sem haldnir hafa verið um stofnun þekkingar- og frumkvölaseturs í Borgarnesi.
Sveitarstjóri greindi frá fundum sem haldnir hafa verið um stofnun þekkingar- og frumkvölaseturs í Borgarnesi.
Samþykkt að Borgarbyggð verði stofnaðili að verkefninu.

6.Ósk um kaup/leigu Brúaráss

1401029

Eftir fund byggðarráðs með meðeigendum Borgarbyggðar að Brúarási er lagt til að farið verði í viðræður við bréfritara um leigu á húsinu.
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við aðra eignaraðila félagsheimilisins Brúaráss.
Byggðarráð samþykkti að farið verði í viðræður við þá aðila sem hafa áhuga á að leigja Brúarás.

7.Umhverfið mitt

1310014

Lagt fram minnisblað um verkefnið umhverfið mitt.
Lagt fram minnisblað um verkefnið Umhverfið mitt. Þar komu fram m.a. eftirfarandi tillögur:
* Haldnir verði árlegir fundir sveitarstjórnar með samtökum sem sérstaklega starfa á ákveðnum svæðum sveitarfélagsins
* Athuga með kaup á One-portal íbúagátt sem opnar möguleika á gagnkvæmum samskiptum starfsmanna og íbúa.
* Athugað verði með kostnað við rafrænar íbúakosningar
* Kynningarfundir starfsmanna sveitarfélagsins um þjónustu þess verði haldnir sem víðast í sveitarfélaginu

Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

8.Atvinnumál

1402014

Á fundinn mætti Guðrún Gísladóttir frá Vinnumálastofnun til viðræðna um atvinnuleysi á Vesturlandi og úrræði sem standa atvinnuleitendum til boða.
Byggðarráð hvetur ríkisvaldið til að koma á fót átaksverkefnum fyrir atvinnuleitendur og nema líkt og undanfarin ár.

9.Umsögn um lagafrumvarp um stjórnsýslu ríkisins í héraði

1401064

Drög að umsögn verða lögð fram á fundinum á fimmtudagsmorgun
Lögð fram drög að umsögn byggðarráðs við frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá umsögninni.

10.Umsögn um frumvarp um lögregluembætti

1401065

Drög að umsögn verða lögð fram á fimmtudagsmorgun
Lögð fram drög að umsögn byggðarráðs við frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá umsögninni.

11.Malarfylling við Bílasöluna Geisla

1312016

Lagður fram samningur við Bílasöluna Geisla ehf um skil á lóðinni að Fitjum 2 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn með tveimur atkv. 1(GJ) sat hjá.

Fundi slitið - kl. 10:00.