Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

299. fundur 27. febrúar 2014 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Gönguleið milli Einkunna og Borgar á Mýrum

1303090

Lögð fram kostnaðaráætlun og bréf cagsett 24.02.2014 frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa samkvæmt samþykkt á fundi umsjónarnefndar Einkunna 18.02.2014 að fela starfsmanni að vinna kostnaðaráætlun varðandi lagningu stígsins og sækja í framhaldinu til byggðarráðs um fjármagn til verksins.
Lögð fram kostnaðaráætlun og bréf dagsett 24.02.2014 frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi lagningu göngustígs á milli Einkunna og Borgar á Mýrum sem rætt hefur verið í umsjónarnefnd Einkunna.
Kostnaður við framkvæmdina er um 132.000 kr og samþykkti byggðarráð að veita aukafjárveitingu til verksins.

2.Landspildur í landi Hamars og Kárastaða

1312042

Lagt fram minnisblað, dagsett 24. febrúar 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa. Auk þess eru lagðir fram pappírar frá nokkrum af þeim sem fengu bréf með ósk um að þau skiluðu inn gögnum um nýtingarrétt á þeim landspildum sem þau hafa til einkanota.
Lagt fram minnisblað, dagsett 24. febrúar 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa. Auk þess eru lögð fram gögn frá nokkrum af þeim sem fengu bréf með ósk um að þau skiluðu inn gögnum um nýtingarrétt á þeim landspildum sem þau hafa til einkanota.
Vísað til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

3.Innleiðing breytinga á sorphirðu 2014

1402052

Lagt fram minnisblað frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um breytingar á skipulagi sorphirðu í dreifbýli.
Lagt fram minnisblað frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um breytingar á skipulagi sorphirðu í dreifbýli.

4.Uppsögn á samningi um skólaakstur

1402022

Sveitarstjóri kynnti tillögu um hvernig staðið verði að breytingum á skólaakstri í kjölfar uppsagnar Sæmundar Sigmundssonar á skólaakstri á fjórum akstursleiðum í Borgarbyggð.
Sveitarstjóri kynnti tillögu um hvernig staðið verði að breytingum á skólaakstri í kjölfar uppsagnar Sæmundar Sigmundssonar á skólaakstri á fjórum akstursleiðum í Borgarbyggð.

5.Fundargerð starfsmannafundar safnahúss

1401027

Fundargerð 137. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 26.02."14
Lögð fram fundargerð 137. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 26.02."14.
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Safnahússins til viðræðna um starfsemina.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að setja af stað vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Borgarbyggðar.

6.Kröfur ríkisins um þjóðlendur

1312072

Á fundinn mætir Óðinn Sigþórsson og fer yfir stöðuna við vinnu Borgarbyggð og landaeigenda á svæðinu varðandi hagsmunagæslu fyrir Óbyggðanefnd.
Á fundinn mætti Óðinn Sigþórsson og fór yfir stöðuna við vinnu Borgarbyggðar og landeigenda varðandi hagsmunagæslu fyrir Óbyggðanefnd.

7.Nettengingar í dreifbýli

1402077

Á fundinn mætir Guðmundur Gunnarsson frá Raftel til viðræðna um nettengingar í dreifbýli.
Á fundinn mætti Guðmundur Gunnarsson frá Raftel til viðræðna um lagningu ljósnets og nettengingar í dreifbýli.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Mílu um nettengingar.

8.Nýbygging við Grunnskólann í Borgarnesi

1402060

Lögð fram tillaga að erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna nýbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi.
Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna nýbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti skipun vinnuhópsins og óskar eftir tilnefningum fulltrúa frá Grunnskólanum í Borgarnesi, foreldrafélagi skólans og fræðslunefnd.

9.Starfsáætlun atvinnu-markaðs- og menningarmál

1402078

Lögð fram drög að starfsáætlun í atvinnu- markaðs- og menningarmálum.
Lögð fram drög að starfsáætlun í atvinnu-, markaðs og menningarmálum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

10.Yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar árið 2013

1402079

Á fundinn kemur Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnir yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar árið 2013
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnti yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar á árinu 2013.

11.Umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts

1402073

Lögð fram umsókn frá félagsmálastjóra um niðurfellingu á fasteignaskatti hjá einstaklingi í Borgarbyggð
Lögð fram umsókn frá félagsmálastjóra um niðurfellingu á fasteignaskatti hjá einstaklingi í Borgarbyggð.
Samþykkt að verða við erindinu.

12.Beiðni um greiðslu PMTO meðferðarmenntunar

1402070

Lagr fram erindi frá starfsmanni þar sem óskað er eftir stuðningi vegna PMTO menntunar.
Lagt fram erindi frá starfsmanni þar sem óskað er eftir stuðningi vegna PMTO menntunar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við viðkomandi starfsmann.

13.Lántaka vegna hjúkrunarálmu

1310051

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi lántöku vegna hjúkrunarálmu við Brákarhlið.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi lántöku Borgarbyggðar vegna byggingar hjúkrunarálmu við Brákarhlíð.

Fundi slitið - kl. 11:00.