Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

300. fundur 06. mars 2014 kl. 09:30 - 12:00 í Ásgarði á Hvanneyri
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Auglýsing eftir umsóknum um Landsmót 50+ 2016

1402090

Auglýsing um umsókn um undirbúing og framkvæmd Landsmóts UMFÍ árið 2016.
Lagt fram bréf Ungmennafélags Íslands 28.02."14 þar sem auglýst er eftir aðilum til að taka að sér að halda landsmót UMFÍ +50 á árinu 2016.

2.Auglýsing eftir umsóknum um Unglingalandsmót UMFÍ 2017

1402091

Auglýsing um umsóknir um unglingalandsmót UMFÍ 2017
Lagt fram bréf Ungmennafélags Íslands dags. 28.02."14 þar sem auglýst er eftir aðilum til að taka að sér að halda 20. unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður árið 2017.
Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur tekið að sér að halda unglingalandsmót árið 2016.

3.Framkvæmdir 2014

1403009

Rætt um framkvæmdir 2014
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins á árinu 2014.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að semja um framkvæmd við veg að Hamri og bjóða út aðrar framkvæmdir.

4.Umsókn um skráningu lóðar - Rauðanes 2A

1403002

Umsókn um stofnun lóðar
Lögð fram umsókn Guðjóns Viggóssonar um að stofnuð verði lóð fyrir gripahús í landi Rauðaness.
Lóðin verður 0,33 ha og fær heitið Rauðanes 2a.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.

5.Fjallskilasjóðir

1403005

Minnisblað varðandi fjallskilasjóði og meðferð þeirra við uppgjör ársreiknings 2013.
Lagt fram minnisblað varðandi fjallskilasjóði.

Svohljóðandi tillaga var samþykkt:
"Við gerð ársreiknings hvers árs skal bætt við uppgjöri á einstakar fjallskiladeildir sbr. greiningu er liggur fyrir fundinum.
Vegna fjárfestinga viðkomandi fjallskiladeilda frá ársbyrjun 2012 til ársloka 2013 og til jöfnunar viðskiptareikninga þeirra í árslok 2013 skal bæta við innri skuldabréfum í uppgjör ársins 2013. Skal lánstími vera í samræmi við áætlaðan endingartíma fjárfestinga miðað við eignaskrá sveitarfélagsins og bera samsvarandi vexti og lánskjör sveitarfélagsins við Lánasjóð sveitarfélaga.
Gert skal sérstakt samkomulag við Fjallskiladeild Hraunhrepps um ráðstöfun bankainnistæðu sem verið hefur færð á meðal handbærs fjár.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2015 til 2018 er óskað eftir tillögum einstakra fjallskiladeilda með hvaða hætti jafna beri viðskiptastöður þeirra við aðalsjóð."

Starfsmönnum falið að kynna tillöguna fyrir fjallskilanefnd.

6.Starfsáætlun atvinnu-markaðs- og menningarmál

1402078

Rætt um starfsáætlun í atvinnu-markaðs og menningarmálum.
Rætt um starfsáætlun í atvinnu-, markaðs og menningarmálum og var hún samþykkt.

Á fundi með forstöðumönnum voru umræður um upplýsingamál og heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkti að setja af stað undirbúningsvinnu við að endurgera heimasíðuna.

7.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf

1402089

Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 27. mars 2014
Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer 27. mars n.k.
Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

8.Aðalfundarboð

1402092

Fundarboð á aðalfundu Veiðifélags Álftár 8. mars n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Álftár sem fram fer 8. mars n.k.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

9.Samþykktir og sameignarsamningur OR

1311130

Rætt um eigendastefnu OR og sameignarsamning.
Rætt um minnisblað rýnihóps Orkuveitu Reykjavíkur sem gert var vegna bókunar byggðarráðs Borgarbyggðar um að sama gjaldskrá fráveitu sé í gildi hjá öllu eigendum OR.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra Akraness til að ræða gjaldskrár OR og aðrar veitur sem OR rekur.

10.Aðalfundarboð

1403019

Fundarboð á aðalfund veiðifélagsins Hvítár
Lagt fram fundarboð á aðalfund veiðifélagsins Hvítár sem haldinn verður 10. mars n.k.
Samþykkt að Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

Fundi slitið - kl. 12:00.