Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

301. fundur 20. mars 2014 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Leigusamningur um beitiland í landi Kárastaða - beiðni um endurskoðun

1403016

Lagður fram leigusamningur um beitiland í landi Kárastaða - beiðni um endurskoðun
Lagt fram bréf lögfræðings Sauðfjáreigendafélags Borgarness dags. 04.03."13 þar sem farið er fram á endurskoðun á leigusamning um beitiland í landi Kárastaða.
Byggðarráð fellst ekki á að samningurinn verði endurskoðaður og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

2.Rekstur Lyngbrekku

1402081

Sveitarstjórn samþykkti að vísa málinu til umfjöllunar í byggðarráði
Sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs að ræða um breytingar á rekstrarformi Lyngbrekku sem fram komu á fundi húsnefndar í nóvember s.l.
Samþykkt að boða á fund byggðarráðs fulltrúa þeirra aðila sem sýnt hafa áhuga á að taka að sér rekstur Lyngbrekku.

3.Borgarneskirkja

1403049

Á fundinn mæta sóknarprestur og formaður sóknarnefndar til viðræðna um viðhald á Borgarneskirkju og fleiri verkefni.
Á fundinn mættu Þorbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur, Þorsteinn Eyþórsson formaður sóknarnefndar og Jón J. Haraldsson til viðræðna um viðhald á Borgarneskirkju og fleiri verkefni sem tengjast kirkjunni.

4.Landnámssetur

1403056

Á fundinn mæta Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir til viðræðna um rekstur Landnámsseturs
Á fundinn mætti Kjartan Ragnarsson til viðræðna um rekstur Landnámsseturs í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna að endurnýjun samnings við Landnám Íslands sem er rekstraraðili Landnámssetursins.

5.Erindi vegna leikvallar

1311041

Sveitarstjóri sagði frá fundi sem haldin var með bréfritara þar sem verkefnið var kynnt og staðsetning skoðuð.
Rætt um bréf frá Sólrúnu Höllu Bjarnadóttur varðandi gerð útileikvallar á Hvanneyri.
Sveitarstjóri sagði frá fundi sem hann átti með bréfritara þar sem verkefnið var kynnt og staðsetning skoðuð.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 300.000 og verður fjárhæðin tekin af framkvæmdum og viðhaldsliðum á fjárhagsáætlun.

6.Stofnfundargerð og samþykktir fyrir Hugheima - frumkvöðla - og nýsköpunarsetur

1403031

Lagðar fram stofnfundargerð og samþykktir fyrir Hugheima frumkvöðla og nýsköpunarsetur.
Lögð fram stofnfundargerð og samþykktir fyrir Hugheima, frumkvöðla- og nýsköpunarsetur sem haldinn var 10. mars s.l.

7.Aðalfundur SSV 28. mars 2014

1403053

Framlagt fundarboð á aðalfund SSV sem fer fram í Borgarnesi 28 mars n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi sem haldinn verður 28. mars n.k. í Hótel Borgarnes.

8.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands - Fundarboð

1403043

Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 28 mars n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður 28. mars n.k. í Hótel Borgarnes.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Borgarbyggðar á fundinum.

9.Menningarráð Vesturlands - aðalfundarboð

1403060

Fundarboð á aðalfund Menningarráðs Vesturlands ásamt ársreikningi 2013 og bréfi um stöðu úthlutunarmála.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Menningarráðs Vesturlands sem haldinn verður 28. mars n.k. á Hótel Borgarnes.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Borgarbyggðar á fundinum.

10.Umsókn um styrk v. nemendaferðar

1403051

Lagt fram erindi frá Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna námsferðar nemenda.
Lagt fram erindi frá Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna námsferðar nemenda.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Umsókn um ljósastaur - Þursstaðir

1403052

Lagt fram erindi frá Helga Helgasyni og Guðrúnu Þórðardóttur vegna ljósastaura við Þursstaði.
Lagt fram erindi frá Helga Helgasyni og Guðrúnu Þórðardóttur vegna uppsetningar ljósastaura við Þursstaði.
Samþykkt að verða við erindinu.

12.Veiðfélag Norðurár - félagsfundur

1403038

Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Norðurár 22. mars n.k.
Lagt fram fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Norðurár sem haldinn verður 22. mars n.k.
Samþykkt að Kristján F. Axelsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

13.Staðardagskrá 21 í Borgarbyggð

1403024

Lögð fram drög að nýrri skýrslu um Staðardagskrá 21 í Borgarbyggð og drög að verkefnalista tengdum skýrslunni. Auk þess lagt fram minnisblað, dagsett 18. mars 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lögð fram drög að nýrri skýrslu um Staðardagskrá 21 í Borgarbyggð og drög að verkefnalista tengdum skýrslunni. Auk þess lagt fram minnisblað, dagsett 18. mars 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Byggðarráð þakkar vinnuhópi fyrir vel unnin störf og var drögunum vísað til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins.

14.Vinnuhópur um Staðardagskrá 21

1309077

Lögð fram fundargerð frá 7. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 28. janúar 2014.
Lögð fram fundargerð frá 7. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 28. janúar 2014.

15.Ritun sögu Borgarness

1403057

Framlagt minnisblað frá forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar vegna sögu Borgarness.
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar vegna ritunar á Sögu Borgarness.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að ráða starfsmenn til aðstoðar við verkefnið í samvinnu við Vinnumálastofnun.

16.Fundargerð starfsmannafundar safnahúss

1401027

Fundargerð 138. starfsmannafundar Safnahússins
Lögð fram fundargerð 138. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar.

17.Kauptilboð í Hvítárbakka

1403037

Framlagt tilboð frá Ólafi Gunnarssyni í fasteign Borgarbyggðar að Hvítárbakka.
Lagt fram kauptilboð Ólafs Gunnarssonar í fasteignina að Hvítárbakka 7.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.

18.Viðhald gatna og gangstétta 2014

1403059

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um áherslur í viðhaldi gatna og gangstétta í Borgarbyggð árið 2014
Á fundinn mættu Jökull Helgason og Kristján F. Kristjánsson af umhverfis- og skipulagssviði og sátu fundinn meðan liðir 18 - 20 voru ræddir.
Lögð var fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um áherslur í viðhaldi gatna og gangstétta í Borgarbyggð árið 2014.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

19.Viðhald fasteigna 2014

1403063

Lögð fram tillaga að skiptingu viðhaldsverkefna fasteigna á árinu 2014.
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að skiptingu fjármagns á milli viðhaldsverkefna fasteigna á árinu 2014.
Byggðarráð samþykkti tillöguna með lítilsháttar breytingum.

20.Framkvæmdir 2014

1403009

Lögð fram tillaga að breytingu á framkvæmdaáætlun við Brákarsund í Borgarnesi.
Lögð fram tillaga að breytingu á framkvæmdaáætlun við Brákarsund í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

Fundi slitið - kl. 11:00.