Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

302. fundur 27. mars 2014 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Grundartangi

1403098

Á fundinn mætir Gísli Gíslason til viðræðna um uppbyggingu Faxaflóahafna á Grundartanga.
Á fundinn mætti Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna til viðræðna um uppbyggingu á Grundartanga.
Byggðarráð fagnar þeirri uppbyggingu sem orðið hefur og fyrirhuguð er á Grundartangasvæðinu enda er Grundartangi orðið afar mikilvægt atvinnusvæði fyrir allt Vesturland.

2.Forvarnarmál

1403097

Á fundinn mætir Inga Vildís Bjarnadóttir og kynnir helstu verkefni sem sveitarfélagið vinnur að varðandi forvarnir ungmenna.
Á fundinn mætti Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi og kynnti helstu verkefni sem Borgarbyggð vinnur að varðandi forvarnarmál.

3.Aðalfundarboð

1403093

Lagt fram fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstöð Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 28 mars n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstöð Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 28. mars n.k.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

4.Umsókn vegna Hreppslaugar

1403090

Lagt fram erindi frá UMF. Íslendingi þar sem óskað er eftir stuðningi við rekstur Hreppslaugar.
Lagt fram erindi frá umf. Íslendingi dags. 23.03."14 þar sem óskað er eftir stuðning við rekstur Hreppslaugar.
Byggðarráð samþykkti að athuga með stuðning við verkefnið með svipuðum hætti og á síðasta ári.

5.Aðalfundur 2014 - fundarboð

1403081

Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár sem haldinn verður 12. apríl n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár sem haldinn verður 12. apríl n.k.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen og Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.

6.Framvinda Plans Orkuveitu Reykjavíkur

1403095

Lögð fram stöðuskýrsla aðgerðaráætlunar Orkuveitu Reykjavíkur á árslok 2013
Lögð fram stöðuskýrsla um Planið, aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur, eins og hún var í árslok 2013.

7.Saga upplýsingatækni á Íslandi

1403080

lagt fram erindi frá Skýrslutæknifélaginu þar sem óskað er eftir styrk vegna vinnu við Sögu upplýsingatækni á Íslandi.
Lagt fram erindi frá Skýrslutæknifélaginu dags. 20.03."14 þar sem óskað er eftir styrk vegna vinnu við skrásetningu á Sögu upplýsingatækni á Íslandi.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

8.Faxaflóahafnir sf - stjórnarfundur nr. 118

1403058

Lögð fram fundargerð frá 118 fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Lögð fram fundargerð frá 118. fundi stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 14. mars s.l. ásamt ársreikningi 2013 og greinargerð hafnarstjóra.

9.Breyting á fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. 2014

1403074

Kynntar breytingar á fjáhagsáætlun Faxaflóahafna sem samþykktar voru á fundi stjórnar 14 mars s.l.
Kynntar breytingar á fjárhagsáætlun Faxaflóahafna fyrir árið 2014 sem samþykktar voru á fundi stjórnar 14. mars s.l.

10.198. fundur stjórnar OR

1403085

Lögð fram fundargerð frá 198 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
Lögð fram fundargerð frá 198. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 17.01.2014.

11.199. fundur stjórnar OR

1403086

Lögð fram fundargerð frá 199 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
Lögð fram fundargerð frá 199. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 26.02.2014.

12.Skotæfingasvæði við Ölduhrygg

1307028

Á fundinn mætir Jökull Helgason og kynnir tillögur að uppbyggingu á skotsvæði í landi Hamars við Bjarnhóla.
Kynntar voru tillögur að uppbyggingu á skotsvæði í landi Hamars við Bjarnhóla.
Byggðarráð samþykkti að hefja vinnu við deiliskipulagstillögu að svæðinu.

13.Styrkvegir

1403105

Lögð fram tillaga að umsókn um fjárveitingu úr Strykvegasjóði Vegagerðarinnar
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að umsókn um fjárveitingu úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

14.Kjörstjórn

1403109

Lögð fram tillaga um að Bjarni Þór Traustason verði varamaður í kjörstjórn og komi í stað Sveins G. Hálfdánarsonar.
Samþykkt að Bjarni Þór Traustason verði varamaður í kjörstjórn Borgarbyggðar í stað Sveins G. Hálfdánarsonar við sveitarstjórnarkosningar n.k. vor

15.Háskólar í Borgarbyggð

1312085

Rætt var um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands og svohljóðandi bókun samþykkt samhljóða:
"Byggðaráð Borgarbyggðar ítrekar þá afstöðu sína að það sé farsælast fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að vera áfram sjálfstæður skóli. Í kjölfar þess að mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti fyrir skömmu að ekki kæmi til sameiningar LBHÍ og HÍ hafa ráðherra og yfirstjórn skólans farið mikinn á opinberum vettvangi og sakað sveitarstjórn Borgarbyggðar, ásamt öðrum þeim sem hafa varað við þessari sameiningu, um þröngsýni og afturhaldssemi svo einhver dæmi séu nefnd.

Í umræðu um sameiningu skólanna, reyndar á seinni stigum, kom fram að ráðherra væri tilbúinn til að leggja verulegt fjármagn til uppbyggingar á Hvanneyri og Reykjum. Það er ánægjulegt að ráðherra meti að til sé fjármagn til uppbyggingar á háskólum og því trúum við ekki öðru en að ráðherra leggi Landbúnaðarháskólanum til aukið fjármagn til reksturs, samanber þær upphæðir sem nefndar hafa verið. Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með að ráðherra hyggist gera skólanum að greiða inn á uppsafnaðann hala sem til er kominn sökum of lágra framlaga til skólans undanfarin ár eins og stjórnendur skólans hafa ítrekað bent stjórnvöldum á undanfarin ár. Stjórnvöld hafa ekki staðið við fögur fyrirheit um að losa skólann undan skuldahala sem fylgt hefur skólanum allt frá stofnun hans árið 2005. Í raun má segja að það sé aðdáunarvert hvernig rektor og starfsmönnum skólans hefur tekist að halda á spöðunum þessi erfiðu ár. Þrátt fyrir fjársvelti hafa gæðaúttektir sýnt að faglegt starf skólans hefur verið gott, þökk sé fyrst og fremst hæfu starfsfólki.

Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir sig reiðubúið til að vinna af krafti að uppbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands með öllum þeim aðilum sem láta sig vöxt og viðgang skólans varða og bindur vonir við að nýskipað háskólaráð leiti eftir samstarfi og samvinnu við nærsamfélagið í þeirri baráttu sem framundan er til að tryggja aukið fjármagn til reksturs sjálfstæðs Landbúnaðarháskóla á Hvanneyri."

Fundi slitið - kl. 11:00.