Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

306. fundur 23. apríl 2014 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

1404105

Framlögð ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði
Lögð fram ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Ísafirði 9. - 11. apríl 2014.

2.Fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt.

1303059

Lögð fram 16. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt, dagsett 15. apríl 2014.
Lögð fram fundargerð 16. fundar nefndar um nýja fjallskilasamþykkt sem haldinn var 15. apríl 2014.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á fjallskilasamþykktinni.

3.Samþykktir og sameignarsamningur OR

1311130

Rætt um eigendastefnu og sameingarsamning OR
Rætt um eigendastefnu og sameignarsamning um Orkuveitu Reykjavíkur.
Svohljóðandi bókun var samþykkt:
Byggðarráð samþykkir eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur og sameignarsamning eigenda. Eigendur OR eru sammála um að taka upp viðræður um fráveitusamninga Borgarbyggðar og skyld atriði. Viðræður hefjist í ágúst 2014 og stefnt er á að sameiginlegri niðurstöðu verði skilað fyrir árslok sama ár. Borgarbyggð hefur lagt áherslu á að viðræðurnar snúist um leiðir til að lækka gjaldskrár eða að mögulegar breytingar á gjaldskrá fráveitu taki ekki gildi fyrr en að framkvæmdum við fráveitu er að fullu lokið.

4.Styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - Hraunfossar

1404123

Lagt frá bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um styrkveitingu úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna verkefnis við Hraunfossa.
Lagt fram bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 15.04."14 þar sem tilkynnt er um styrkveitingu úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna verkefnis við Hraunfossa.
Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.

5.Styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

1404121

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt eru um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna göngubrúar við Suðurneskletta í Borgarnesi.
Lagt fram bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 15.04."14 þar sem tilkynnt eru um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna göngubrúar við Suðurneskletta í Borgarnesi.
Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.

6.Tilboð "Göngubrú við Suðurneskletta, Borgarnesi - Stál- og timburvirki"

1404022

Rætt um tilboð í gerð göngubrúar við Suðurneskletta í Borgarnesi
Rætt um tilboð í gerð göngubrúar við Suðurneskletta í Borgarnesi.
Í ljósi þess að fengist hafa styrkir í verkefnið var samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðenda í verkið.

7.Menningarstefnan og viljayfirlýsingar/samningar.

1404119

Á fundinn mætir Guðrún Jónsdóttir og kynnir tillögu að endurskoðaðri menningarstefnu. Jafnframt mun hún kynna samstarfssamninga við Akraneskaupstað og Mosfellsbæ um meninngarmál, en þessir samningar hafa verið í gildi um nokkurt skeið.
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttir og kynnti tillögu að endurskoðaðri menningarstefnu.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
Einnig kynnti Guðrún samstarfssamninga við Akraneskaupstað og Mosfellsbæ um meninngarmál, en þessir samningar hafa verið í gildi um nokkurt skeið.
Samþykkt að þessi samningar verði kynntir fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins.

Guðrún sagði frá sýningu sem opnuð verður í Safnahúsinu á sumardaginn fyrsta í minningu Guðmundar Böðvarssonar frá Kirkjubóli. Sýningin er samstarfsverkefni Safnahússins og nemenda grunnskóla og tónlistarskóla í Borgarbyggð.

8.Aðalfundur Brákarhlíðar

1404118

Lagt fram fundarboð á aðalfund Brákarhlíðar sem fer fram miðvikudaginn 30 apríl n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Brákarhlíðar sem fram fer miðvikudaginn 30. apríl n.k.

9.119. stjórnarfundur Faxaflóahafna sf.

1404107

Lögð fram fundargerð frá 119 fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Lögð fram fundargerð frá 119. fundi stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 11. apríl s.l.

Bjarki vék af fundi og tók Ragnar við stjórn fundarins.

10.Rekstur - jan og feb 2014

1404120

Á fundinn mætir Einar Pálsson fjármálafulltrúi og kynnir stöðuna á rekstri Borgarbyggðar fyrstu mánuði ársins 2014.
Á fundinn mætti Einar Pálsson fjármálafulltrúi og kynnti stöðuna á rekstri Borgarbyggðar fyrstu tvo mánuði ársins 2014.

Samþykkt að óska eftir minnisblaði varðandi rafmagnskaup sveitarfélagsins og úttekt á sparnaði við að slökkva á götulýsingu yfir sumartíma.

Fundi slitið - kl. 11:00.