Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Landnámsmenn úr landnorðri
1408090
Bréf frá Urði bókafélagi - kynning á nýrri bók "Landnámsmenn úr landnorðri".
Kynningarbréf vegna nýrrar bókar "Landnámsmenn úr norðri" frá Urði bókafélagi lagt fram.
2.Almenningssamgöngur í Borgarbyggð
1408091
Bréf frá SSV um ósk um viðræður um almenningssamgöngur í Borgarbyggð.
Framlagt bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem óskað er viðræðna um almenningssamgöngur í Borgarbyggð. Byggðarráð leggur áherslu á að almenningssamgöngur verði skoðaðar með heildstæðum hætti og felur sveitarstjóra að funda með SSV fyrir næsta fund byggðaráðs.
3.Fjallskilaseðlar 2014
1408092
Lagðir fram fjallskilaseðlar.
Fjallskilaseðlar fjallskiladeilda í Borgarbyggð lagðir fram.
4.Gerð landbótaáætlana.
1407099
Bréf Landgræðslu ríkisins varðandi landbótaáætlanir
Landgræðsla ríkisins hefur kallað eftir landbótaáætlun fyrir Oddstaðaafrétt. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við formann fjallskilanefndar Oddstaðaafréttar fyrir næsta fund byggðarráðs.
5.Endurskoðun aðalskipulags
1408101
Skv. 35 gr. laga nr. 59/2014 skal sveitarstjórn meta hvort ástæða er til að endurskoða aðalskipulag.
Samkv. lögum þarf sveitarstjórn, strax að loknum sveitarstjórnarkosningum, að taka ákvörðun um það hvort ástæða er til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Byggðarráð staðfestir gildi núverandi aðalskipulags í samræmi við 35. gr. laga 59/2014. Byggðaráð leggur áherslu á að þegar ný landsskipulagsstefna liggur fyrir geti það kallað á endurskoðun.
6.Fjárhagsáætlun 2015 - undirbúningur
1408123
Fjármálafulltrúi leggur fram tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunargerðina og drög að tekjuáætlun ársins 2015
Einar Pálsson fjármálafulltrúi kom á fundinn og kynnti tímaáætlun fjárhagsáætlunar og jafnframt drög að tekjuáætlun ársins 2015.
7.Rekstur tjaldsvæða
1408006
Rætt um rekstur tjaldsvæða í Borgarbyggðar sem eru í Borgarnesi og á Varmalandi. Samningar um rekstur þeirra eru að renna út.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis - skipulags og framkvæmdasviðs mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála. Samningar um rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi og á Varmalandi renna út í haust. Byggðaráð samþykkir að bjóða reksturinn út til næstu fjögurra ára og felur umhverfis - skipulags og framkvæmdasviði að undirbúa útboðið.
8.Umferðaröryggi á skólaholti
1408121
Framlögð gögn er varða breytingar á umferðarskipulagi á skólaholti m.t.t. öryggis skólabarna
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis - skipulags- og framkvæmdasviðs lagði fram minnisblað sem tekið var saman í kjölfar almenns fundar um umferðaröryggismál á skólaholtinu þann 20. ágúst s.l. Byggðaráð felur umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefnd að vinna áfram að útfærslu á umferðaröryggismálum við Grunnskólann í Borgarnesi.
9.Skólaakstur frá Hraunsmúla
1408130
Minnisblað fræðslustjóra varðandi viðbótarkostnað vegna skólaaksturs frá Hraunsmúla.
Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri mætti á fundinn og fór yfir minnisblað varðandi kostnað við skólaakstur frá Hraunsmúla. Kostnaður Borgarbyggðar við aksturinn er um 850 þúsund krónur á árinu 2014, sem færist á lið 04-211-4114. Gera má ráð fyrir endurgreiðslu ca 2/3 hluta kostnaðar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nettókostnaður Borgarbyggðar ætti því að verða um 250 þúsund krónur á árinu 2014 og verður tekinn af liðnum 04-290 (annar grunnskólakostnaður).
10.Vettvangsferð óbyggðanefndar
1408126
Óbyggðanefnd, fulltrúar kröfuaðila ásamt fulltrúum gagnaaðila Borgarbyggðar og annarra landeigenda fóru í vettvangsferð dagana 25. 27. ágúst. um þau svæði sem þjóðlendurkröfur eru gerðar til í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Óbyggðanefnd, fulltrúar kröfuaðila ásamt fulltrúum gagnaðila Borgarbyggðar og annarra landeigenda fóru í vettvangsferð dagana 25. 27. ágúst. um þau svæði sem þjóðlendukröfur eru gerðar til í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði þeirra ferða.
Fundi slitið - kl. 10:00.