Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

320. fundur 02. október 2014 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

1409203

Lögð fram dagskrá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 9. - 10. okt n.k. í Reykjavík
Lögð fram dagskrá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 9. - 10. okt n.k. í Reykjavík.

2.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2014

1409180

Fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014 lagt fram.
Lagt fram fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 8. okt n.k. í Reykjavík.
Samþykkt að skrifstofustjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

3.Beiðni um aðilaskipti á samningi

1409204

Lögð fram beiðni Jóns Péturssonar um að fá að flytja samning um skólaakstur til einkahlutafélags sem er að öllu leyti í hans eigu.
Lögð fram beiðni Jóns Péturssonar um að fá að flytja samning um skólaakstur til einkahlutafélags sem er að öllu leyti í hans eigu.
Byggðarráð samþykkti breytinguna.

4.Grundartangi

1403098

Rætt um uppbyggingu og eflingu atvinnulífs á Grundartanga
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu hagsmunaaðila Grundartangasvæðisins um vilja til samstarfs á sviði umhverfismála, mótun framtíðarsýnar og fleiri þátta til að efla atvinnulíf á svæðinu.
Byggðarráð samþykkti að Borgarbyggð taki þátt í verkefninu.

5.Króksland í Norðurárdal

1407013

Á fundinn kemur Ingi Tryggvason hrl til viðræðna um Króksland í Norðurárdal
Á fundinn mætti Ingi Tryggvason hrl til viðræðna um girðingu um Króksland í Norðurárdal.
Eigendur Króks gera kröfum um að Borgarbyggð láti girða landið sem næst merkjum en Borgarbyggð verði heimilt að færa afréttargirðinguna norðan Krókslands á það girðingastæði sem boðið hefur verið. Sú leið verði girt með beinni girðingu frá Norðurá þar til hún kemur saman við merkjagirðingu efst í Hellisgilsdrögum. Borgarbyggð hefur bent á að girðing á þeim stað sem landeigandi bendir á sé mjög kostnaðarsöm og hefur bent á heppilegra girðingastæði.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við formann Afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar um framhald málsins.

6.Samningur um stofnun vaxtaklasa

1407038

Á fundinn mæta fulltrúar úr starfshópi um vaxtarklasa.
Á fundinn mættu Hallur Jónasson og Jón Bjarni Steinarsson úr starfshópi um vaxtarklasa í Borgarbyggð og kynntu samantekt á þeirri vinnu sem fram hefur farið. Einnig sátu fundinn Vilhjálmur Egilsson og Helgi Haukur Hauksson meðan þessi liður var ræddur.

Ragnar Frank vék af fundinum.

7.Golfklúbbur Borgarness - minnisblað

1405064

Rætt um málefni Golfklúbbs Borgarness
Á fundinn mættu Ingvi Árnason og Margrét K. Guðnadóttir frá Golfklúbbi Borgarness til að ræða fjármál klúbbsins.
Byggðarráð telur að ekki séu forsendur til að auka styrki til klúbbsins að svo stöddu og var samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um framtíðaráform stjórnar klúbbsins.

8.Háskólastarf í Borgarbyggð

1409219

Rætt um stöðu háskóla í Borgarbyggð
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir um að Borgarbyggð standi fyrir ráðstefnu um tækifæri háskóla og háskólastofnana í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna að undirbúningi og gera tillögur um samstarfsaðila.

9.Fundur með þingmönnum

1409220

Lagt fram fundarboð fundar með þingmönnum Norð-vesturkjördæmis sem haldinn verður 3. október n.k.
Lagt fram fundarboð á fund með þingmönnum Norð-vesturkjördæmis sem haldinn verður 3. október n.k.
Farið yfir þau atriði sem rædd verða við þingmennina.

10.Hitastig vatns í Álfabrekku 4

1406108

Tekin fyrir ný gögn frá Karli Sigurhjartarsyni og Orkuveitu Reykjavíkur varðandi hitastig vatns í Álfabrekku 4
Lögð fram ný gögn frá Karli Sigurhjartarsyni og Orkuveitu Reykjavíkur varðandi hitastig vatns í Álfabrekku 4 í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi málið.

11.Mæðrastyrksnefnd Akraness/Vesturlands: Ósk um styrk, fyrirspurn um þjónustu

1409183

Bréf Mæðrastyrksnefndar Akraness varðandi þjónustu og/eða styrkbeiðni
Lagt fram bréf Mæðrastyrksnefndar Akraness dags. 16.09."14 þar sem spurst er fyrir hvort áhugi sé á að nefndin þjónusti íbúa í Borgarbyggð. Einnig er verið að athuga með fjárhagslegan styrk frá Borgarbyggð til nefndarinnar.
Vísað til umfjöllunar í velferðarnefnd.

12.Sauðamessa 2014

1408061

Rætt um stuðning Borgarbyggðar við Sauðamessu 2014
Rætt um stuðning Borgarbyggðar við Sauðamessu 2014.
Samþykkt að styðja hátíðina um kr. 200.000 auk þess sem leyft verður að nota Hjálmaklett endurgjaldslaust eftir hádegi á föstudegi og fram til kl. 18,00 á laugardag.
Kostnaður verður tekinn af liðnum hátíðahöld á fjárhagsáætlun.

13.Siðareglur Borgarbyggðar

1409221

Rætt um endurskoðun siðareglna Borgarbyggðar
Rætt um siðareglur Borgarbyggðar en sveitarstjórn skal taka þær til endurskoðunar í upphafi kjörtímabils.
Vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.

14.Umhirða á athafnasvæðum í Borgarbyggð

1409171

Umræða um umhirðu á athafnasvæðum í Borgarbyggð.
Rætt um umhirðu og umgengni á athafnasvæðum í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd að koma með tillögur og aðgerðaráætlun um umhverfisátak og leiðir til að sameina krafta sveitarfélagins, fyrirtækja og íbúa til bættrar umgengni.

15.Útilistaverk í Brákarey

1409174

Rætt um hugmyndir um útilistarverk í Brákarey. Höfundar verksins eru Áslaug Harðardóttir, Ólöf Davíðsdóttir og Sverrir Björnsson.
Samþykkt að óska eftir kynningafundi fyrir sveitarstjórn og umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

16.Safnahús - fundargerð 144. fundar

1409216

Fundargerð 144. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram.
Lögð fram fundargerð 144. starfsmannafundar Safnahússins sem haldinn var 23. sept s.l.
Lagt fram minnisblað forstöðumanns Safnahúss varðandi fjárhagsáætlun 2015 og var því vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

17.Stjórn Faxaflóahafna sf. - 124.fundur

1409184

Fundargerð 124. stjórnarfundar Faxaflóahafna
Lögð fram fundargerð 124. stjórnarfundar Faxaflóahafna sem haldinn var 22. september s.l.

Fundi slitið - kl. 12:00.