Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Beiðni eigenda Arnarkletts 20,22 og 24 um lagfæringar
1410151
Lagt fram bréf eigenda við Arnarklett 20,22 og 24 með ósk um lagfæringar á gangstétt, innkeyrslu og lýsingu.
2.Beiðni um tengingu við vatnsveitu Varmalands
1410125
Sveitarstjóri segir frá fundi sem haldinn var með þeim aðilum sem óskað hafa eftir tengingu við veituna.
Sveitarstjóri sagði frá fundi sem haldinn var með þeim aðilum sem óskað hafa eftir tengingu við Vatnsveitu Varmalands.
Byggðarráð samþykkti að heimila að Stafholtsveggir tengist veitunni og að haldið verði opnum þeim möguleika að fleiri komi inn á þá lögn.
Byggðarráð samþykkti að heimila að Stafholtsveggir tengist veitunni og að haldið verði opnum þeim möguleika að fleiri komi inn á þá lögn.
3.Rauðanes II - Stofnun lóðar, Bakki
1410098
Lögð fram beiðni Guðjóns Viggóssonar um stofnun lóðar að Rauðanesi II í Borgarbyggð.
Lögð fram beiðni Guðjóns Viggóssonar um stofnun 4.700 ferm lóðar að Rauðanesi II í Borgarbyggð. Lóðin ber heitið Bakki og er fyrir frístundahús.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
4.Reglur um útleigu húsnæðis í Brákarey
1410159
Drög að reglum um útleigu húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey.
Lögð fram drög að reglum um útleigu húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey.
Rætt um hvaða aðilar skulu hafa forgang á leigu húsnæðisins.
Samþykkt að taka reglurnar aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
Rætt um hvaða aðilar skulu hafa forgang á leigu húsnæðisins.
Samþykkt að taka reglurnar aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
5.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2014
1410138
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um ágóðahlut ársins
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um ágóðahlut ársins. Hlutur Borgarbyggðar er kr. 795.500
6.Sleppistæði á skólaholti í Borgarnesi
1411017
Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í gerð sleppistæða á skólaholti í Borgarnesi
Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í gerð sleppistæða á skólaholti í Borgarnesi. Eitt tilboð barst sem var frá Borgarverki ehf að upphæð kr. 5.495.300.
Samþykkt að taka tilboðinu.
Samþykkt að taka tilboðinu.
7.Tækjakaup í áhaldahús
1410145
Rætt um kaup á tæki fyrir áhaldahús í framhaldi af umræðum á síðasta fundi byggðarráðs
Rætt um kaup á tæki fyrir áhaldahús í framhaldi af umræðum á síðasta fundi byggðarráðs. Fyrir liggur tilboð um kaup á Avant 635 og var samþykkt að taka tilboðinu.
8.Bréf slökkviliðsstjóra varðandi eldvarnareftirlit
1410075
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við nágrannasveitarfélög varðandi eldvarnareftirlit.
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við nágrannasveitarfélög varðandi samstarf um eldvarnareftirlit.
Á þeim fundi var ákveðið að taka þessar viðræður aftur upp næsta vor.
Á þeim fundi var ákveðið að taka þessar viðræður aftur upp næsta vor.
9.Ystutungugirðing
1409039
Lögð fram afgreiðsla fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals (BSN)á fundi nefndarinnar þann 29. október 2014.
Byggðarráð vísaði erindi frá skógarverði Vesturlands til umfjöllunar afréttarnefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár. Nefndin tók erindið fyrir á fundi sínum 29. október.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að láta sem fyrst í samvinnu við Skógrækt ríkisins, framkvæma úttekt á ástandi þess hluta Ystutungugirðingar sem gegnir hlutverki afréttargirðingar og leggja fram tillögu til úrbóta.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að láta sem fyrst í samvinnu við Skógrækt ríkisins, framkvæma úttekt á ástandi þess hluta Ystutungugirðingar sem gegnir hlutverki afréttargirðingar og leggja fram tillögu til úrbóta.
10.Beiðni um styrk - saga tónlistar - ismus.is
1410137
Beiðni ismus.is um styrk til að hljóðrita viðtöl við eldri borgara í Borgarbyggð.
Lögð fram beiðni ismus.is um styrk til að hljóðrita viðtöl við eldri borgara í Borgarbyggð.
Byggðarráði þykir verkefnið áhugavert og var samþykkt að vísa því til Menningarsjóðs Borgarbyggðar.
Byggðarráði þykir verkefnið áhugavert og var samþykkt að vísa því til Menningarsjóðs Borgarbyggðar.
11.Umferð á Seleyri
1410030
Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Inga Waage varðandi lokun umferðar um veg ofan Seleyrar.
Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Inga Waage varðandi lokun umferðar um veg ofan Seleyrar.
Byggðarráð tekur undir það sjónarmið að landsvæðið sé vinsælt útivistarsvæði og gott aðgengi að því sé mikilvægt. Skv samningi milli Vegagerðarinnar og landeigenda frá 1991 er umræddur vegur í eigu landeigenda.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi um málið.
Byggðarráð tekur undir það sjónarmið að landsvæðið sé vinsælt útivistarsvæði og gott aðgengi að því sé mikilvægt. Skv samningi milli Vegagerðarinnar og landeigenda frá 1991 er umræddur vegur í eigu landeigenda.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi um málið.
12.Beiðni um styrk til reksturs skátahússins
1410160
Beiðni Svannasveitarinnar Fjólur um styrk til reksturs skátahússins við Þorsteinsgötu.
Lögð fram beiðni Svannasveitarinnar Fjólur um styrk til reksturs skátahússins við Þorsteinsgötu.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.
13.Eignarhlutur í Landámssetri Íslands ehf - ósk um kaup
1410034
Sveitarstjóri segir frá viðræðum við Kjartan og Sigríði um kaup þeirra á eignarhlut Borgarbyggðar
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við Kjartan Ragnarsson og Sigríði M Guðmundsdóttir um kaup þeirra á eignarhlut Borgarbyggðar í Landnámssetri.
Samkomulag um að kaupverðið er 3,5 millj og var sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi.
Rétt er að taka fram að ekki er verið að selja húseignir sveitarfélagsins.
Samkomulag um að kaupverðið er 3,5 millj og var sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi.
Rétt er að taka fram að ekki er verið að selja húseignir sveitarfélagsins.
14.Erindi frá eldriborgararáði
1410169
Lögð fram erindi frá fundi eldriborgararáðs sem haldinn var 31.10."14.
Lagt fram bréf Hjördísar Hjartardóttur félagsmálastjóra f.h. eldriborgararáðs með óskum sem fram komu á fundi ráðsins 31. október s.l. Spurst er fyrir um greiðslu fyrir setu í ráðinu, farið fram á breytingu á erindisbréfi ráðsins og óskað eftir breytingu á þjónustu t.d. hvað varðar garðslátt fyrir eldri borgara og gjald í sundlaugar.
Byggðarráð samþykkti að áfram verði ekki greitt fyrir setu í hagsmunaráðum á vegum sveitarfélagsins en greitt verður fyrir akstur á fundi í samræmi við akstursdagbók eins og verið hefur. Ekki var samþykkt beiðni um breytingu á erindisbréfi ráðsins.
Beiðni um breytingu á þjónustu var vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Byggðarráð samþykkti að áfram verði ekki greitt fyrir setu í hagsmunaráðum á vegum sveitarfélagsins en greitt verður fyrir akstur á fundi í samræmi við akstursdagbók eins og verið hefur. Ekki var samþykkt beiðni um breytingu á erindisbréfi ráðsins.
Beiðni um breytingu á þjónustu var vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2015.
15.Fjárhagsáætlun 2015
1410142
Vinna við fjárhagsáætlun 2015.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og sat fundinn meðan liðir 15. og 16. voru ræddir.
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins eins og þær eru á árinu 2014.
Fjárhagsáætlun verður rædd frekar á næsta fundi byggðarráðs.
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins eins og þær eru á árinu 2014.
Fjárhagsáætlun verður rædd frekar á næsta fundi byggðarráðs.
16.Útkomuspá 2014
1410143
Lögð fram útkomuspá fyrir árið 2014.
Lögð var fram útkomuspá fyrir árið 2014. Fram kemur að útlit er fyrir að rekstrarhalli verði á rekstri sveitarsjóðs á árinu.
Svohljóðandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir tapi af rekstri sveitarfélagsins. Þegar A og B hluti eru teknir saman þá nemur tapið 19 milljónum. Sé litið til jafnvægisreglu sveitarfélaga virðist sem samanlögð rekstrarniðurstaða ársins 2013 og útkomuspár fyrir árið 2014 vera neikvæð um 60,8 milljónir. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skulu samanlögð útgjöld til rekstrar vegna A og B hluta í reikningsskilum ekki vera hærri á hverju þriggja ára tímabili en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum. Það liggur fyrir að veruleg frávik hafa verið í rekstri frá fjárhagsáætlunum bæði árin. Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu sveitarfélagsins. Það er ljóst að að óbreyttu mun sveitarfélagið ekki standa undir auknum kostnaði m.a. vegna mikilla launahækkana. Byggðarráð telur brýnt að hafin verði vinna við aðgerðaáætlun með það að markmiði að endurskipuleggja rekstur sveitarfélagsins og hagræða. Það er forsenda þess að verja megi grunnþjónustuna og það faglega starf sem unnið er í stofnunum sveitarfélagsins til næstu ára."
Svohljóðandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir tapi af rekstri sveitarfélagsins. Þegar A og B hluti eru teknir saman þá nemur tapið 19 milljónum. Sé litið til jafnvægisreglu sveitarfélaga virðist sem samanlögð rekstrarniðurstaða ársins 2013 og útkomuspár fyrir árið 2014 vera neikvæð um 60,8 milljónir. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skulu samanlögð útgjöld til rekstrar vegna A og B hluta í reikningsskilum ekki vera hærri á hverju þriggja ára tímabili en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum. Það liggur fyrir að veruleg frávik hafa verið í rekstri frá fjárhagsáætlunum bæði árin. Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu sveitarfélagsins. Það er ljóst að að óbreyttu mun sveitarfélagið ekki standa undir auknum kostnaði m.a. vegna mikilla launahækkana. Byggðarráð telur brýnt að hafin verði vinna við aðgerðaáætlun með það að markmiði að endurskipuleggja rekstur sveitarfélagsins og hagræða. Það er forsenda þess að verja megi grunnþjónustuna og það faglega starf sem unnið er í stofnunum sveitarfélagsins til næstu ára."
17.Golfklúbbur Borgarness - minnisblað
1405064
Lagður fram tölvupóstur frá formanni Golfklúbbs Borgarness varðandi fjármál klúbbsins
Lagður fram tölvupóstur formanns Golfklúbbs Borgarness um framtíðaráform klúbbsins í fjármálum.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða áfram við forsvarsmenn klúbbsins.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða áfram við forsvarsmenn klúbbsins.
18.Húsnæðismál UMSB
1410059
Rætt um húsnæðismál UMSB og lögð fram fundargerð frá fundi fulltrúa UMSB og Borgarbyggðar
Rætt um húsnæðismál Ungmennasambands Borgarfjarðar og lögð fram fundargerð frá fundi fulltrúa UMSB og Borgarbyggðar sem haldinn var 3. nóvember s.l.
Samþykkt að láta meta kostnaði við að færa gáma sem eru við Skallagrímsvöll að Skallagrímsgötu 7a og koma þar upp tímabundinni aðstöðu fyrir tómstundaskóla og skrifstofu UMSB.
Samþykkt að láta meta kostnaði við að færa gáma sem eru við Skallagrímsvöll að Skallagrímsgötu 7a og koma þar upp tímabundinni aðstöðu fyrir tómstundaskóla og skrifstofu UMSB.
19.Kosning fulltrúa í almannavarnarnefnd
1411016
Rætt um kosningu fulltrúa Borgarbyggðar í almannavarnarnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Rætt um kosningu fulltrúa Borgarbyggðar í almannavarnarnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Samþykkt að tilnefna Jón Arnar Sigurþórsson og Jónínu Ernu Arnardóttur sem fulltrúa í nefndina og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur og Kolbein Magnússon til vara.
Samþykkt að tilnefna Jón Arnar Sigurþórsson og Jónínu Ernu Arnardóttur sem fulltrúa í nefndina og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur og Kolbein Magnússon til vara.
20.Sýning um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna
1410165
Beiðni Kvenréttindafélags Íslands um samstarf vegna sýningar í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna
Lögð fram beiðni Kvenréttindafélags Íslands um samstarf vegna sýningar í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Fyrirhuguð er farandsýning um kvenréttindabaráttu síðustu 100 ár og hefst sýningin í Borgarnesi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til Hjálmaklett sem sýningarstað. Sveitarstjóra var falið að ræða við forstöðumann Safnahúss Borgarfjarðar um viðburð í tengslum við sýninguna.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til Hjálmaklett sem sýningarstað. Sveitarstjóra var falið að ræða við forstöðumann Safnahúss Borgarfjarðar um viðburð í tengslum við sýninguna.
21.Félagsfundur í Veiðifélagi Álftár
1410168
Sunnudaginn 9. nóv verður félagsfundur í Veiðifélagi Álftár haldinn í veiðihúsi félagsins.
Fundarboð barst símleiðis.
Fundarboð barst símleiðis.
Lagt fram fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Álftárs sem haldinn verður í veiðihúsi félagsins sunnudaginn 9. nóvember n.k.
Samþykkt að fela Einari Ole Pedersen að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að fela Einari Ole Pedersen að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
22.207. og 208. fundir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
1410161
Lagðar fram stjórnarfundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur nr. 207 og 208
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 207 og 208 sem haldnir voru 29. september og 13. október s.l.
23.Opnunartími Varmalandslaugar
1410140
Fyrirspurn frá Hauki Þ. Haukssyni um opnunartími sundlaugarinnar á Varmalandi
Lögð fram fyrirspurn frá Hauki Þ. Haukssyni um lengingu opnunartíma sundlaugarinnar á Varmalandi.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.
24.Viðtalstími sveitarstjórnar
1411023
Minnisblað frá viðtalstíma sveitarstjórnar sem var 04. nóvember
Lagt fram minnisblað frá viðtalstíma sveitarstjórnar sem haldinn var 04. nóvember s.l.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra að undirbúa umfjöllun um þau erindi sem koma fram í minnisblaðinu.
Byggðarráð lýsir ánægju með hve margir gáfu sér tíma til að koma og ræða við sveitarstjórnarfólk.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra að undirbúa umfjöllun um þau erindi sem koma fram í minnisblaðinu.
Byggðarráð lýsir ánægju með hve margir gáfu sér tíma til að koma og ræða við sveitarstjórnarfólk.
Samþykkt var að fresta næsta fundi sveitarstjórnar um viku og verður hann því 20. nóvember n.k.
Næsti byggðarráðsfundur verður því 13. nóvember n.k.
Næsti byggðarráðsfundur verður því 13. nóvember n.k.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefnd.