Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

326. fundur 27. nóvember 2014 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Brunahanar í Húsafelli

1410144

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til byggðarráðs.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og sat fundinn meðan liður nr. 1 - 4 voru ræddir.
Rætt um uppsetningu brunahana í Húsafelli en sveitarstjórn vísaði erindinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Lagðar fram tillögur að reglum um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins við uppsetningu brunahana í sumarhús- og íbúðarhverfum á landi í einkaeigu.
Byggðarráð samþykkti að hafna beiðni um að taka þátt í kostnaði við uppsetningu brunahana í Húsafelli.

2.Ósk barna í Bjargslandi um leiksvæði

1410147

Sveitarstjórn samþykkti að vísa málinu til byggðarráðs
Lögð fram tillaga að leiksvæði í Bjargslandi en sveitarstjórn vísaði erindinu til umfjöllunar í byggðarráði. Deiliskipulag gerir ráð fyrir að leiksvæði verði við Arnarklett.
Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2015.

3.Gjaldskrá gatnagerðargjalda

1411088

Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda
Lögð fram tillaga að gjaldskrá um gatnagerðar-, byggingaleyfis-, skipulags- og önnur þjónustugjöld umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar.
Samþykkt að vísa tillögunni til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

4.Útboð á rekstri tjaldsvæða

1411092

Rætt um útboð á rekstri tjaldsvæða í eigu sveitarfélagsins
Lögð fram útboðsgögn á rekstri tjaldsvæða í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að bjóða út reksturinn.

5.Bréf tónlistarnema vegna kjaradeilu tónlistarkennara

1411063

Lagt fram bréf tónlistarnema vegna deilu um laun tónlistarkennara
Lagt fram bréf nema við Tónlistarskóla Borgarfjarðar vegna kjaradeildu tónlistarkennara og sveitarfélaganna.

6.Viðtalstími sveitarstjórnar 4.11.2014

1411023

Lögð fram tillaga um viðtalstíma sveitarstjórnar
Lögð fram tillaga um tímasetningar á viðtalstímum sveitarstjórnar frá áramótum fram á vor.
Byggðarráð samþykkti að fundir verðir haldnir annan hvern mánuð fram til vors.

7.Endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar

1410114

Rætt um endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar
Sveitarstjóri kynnti tillögur Garðars Jónssonar hjá R3 Ráðgjöf um endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar þar sem gert er ráð fyrir aukinni hagræðingu og skilvirkni. Tillaga er gerð um breytingar á störfum með umbótum á ábyrgð og verkaskiptingu starfsmanna. Gert er ráð fyrir að sviðsstjórum verði fækkað úr fjórum í tvo.
Byggðaráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að framfylgja henni.

Samþykkt að vísa afgreiðslu byggðarráðs til sveitarstjórnar.

Magnús lagði fram svohljóðandi bókun:
"Um leið og ég tek undir nauðsyn þess að farið verði í breytingar til þess að styrkja stjórnsýsluna og auka hagræði þá er rétt að benda á þörfina fyrir aukið vægi mannauðsstjórnunar í nýju skipulagi. Markviss mannauðsstjórnun í sveitarfélagi af þeirri stærðargráðu sem Borgarbyggð er gæti haft víðtæk jákvæð áhrif á bæði rekstur og starfsfólk sveitarfélagsins og stofnanir þess.
Það er því mikilvægt að leitað verði allra leiða til þess að styrkja enn frekar stjórnsýsluna með auknu vægi mannauðsstjórnunar í þessu nýja skipulagi."

Eiríkur vék af fundi meðan að þessi liður var ræddur.

8.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

1411033

Lögð fram svör Heilbrigðiseftirlits Vesturlands við spurningum um fjárhagsáætlun
Lögð fram svör framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands við spurningum um fjárhagsáætlun ársins 2015.
Byggðarráð samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti.

9.Veikindaforföll í fræðslumálum

1409081

Lagðar fram tillögur fræðslustjóra skólastjóra Grsk Borgarfjarðar til mæta kostnaði við langtimaveikindi
Lagðar fram tillögur fræðslustjóra og skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar til mæta kostnaði við langtímaveikindi.

10.Fjárhagsáætlun 2015

1410142

Rætt um fjárhagsáætlun 2015
Rætt um fjárhagsáætlun 2015.

11.Frumvarp um afnám lágmarksútsvars

1411059

Erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem frumvarp til laga um afnám ákvæðis umlágmarsútsvar í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er til umsagnar.
Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem sveitarfélaginu er boðið að gefa umsögn um frumvarp til laga um afnám ákvæðis um lágmarksútsvar í lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

12.Golfklúbburinn Glanni - styrkbeiðni

1411064

Bréf Golfklúbbsins Glanna um styrk við rekstur golfvallarins á næsta ári.
Lagt fram bréf Golfklúbbsins Glanna um styrk vegna reksturs golfvallarins á Bifröst á næsta ári.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

13.Starfshópur um menningarmál

1411084

Erindi SSV um starfshóp um menningarmál
Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um starfshóp um menningarmál.
Í hópnum eru þrír fulltrúar og einn af þeim sameiginlega frá Borgarbyggð, Skorradalshreppi og Dalabyggð.
Samþykkt að tilnefna Helenu Guttormsdóttur í starfshópinn og Eggert Antonsson til vara.

14.Umsókn um lóðir

1411094

Lögð fram umsókn S.Ó. húsbygginga um tvær lóðir fyrir fjölbýlishús
Lögð fram umsókn S.Ó. húsbygginga ehf um fjölbýlishúsalóðirnar Arnarklett 28 og Birkiklett 2 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðunum.

15.Safnahús - fundargerð 148. fundar

1411058

Fundargerð 148. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 18. nóvember
Lögð fram fundargerð 148. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 18. nóvember s.l.

16.126. stjórnarfundur Faxaflóahafna sf

1411062

Lögð fram fundargerð 126. stjórnarfundar Faxaflóahafna sf frá 14.nóvember
Lögð fram fundargerð 126. stjórnarfundar Faxaflóahafna sem haldinn var 14. nóvember s.l.

17.Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur

1411114

Lagt fram fundarboð á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 28. nóvember n.k.
Einnig var rætt um tillögu að arðgreiðslustefnu Orkuveitu Reykjavíkur.

18.Skólagjöld í tónlistarskóla

1411113

Rætt um lækkun á skólagjöldum í Tónlistarskóla Borgarfjarðar vegna verkfalls tónlistarkennara.
Samþykkt að lækka skólagjöld haustannar í samræmi við kennslutíma.

Fundi slitið - kl. 12:00.