Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Flutningur á gámum
1412019
Kostnaðaráætlun vegna flutnings á gámum að Skallagrímsgötu 7
2.Málefni Fjöliðjunnar
1412023
Rætt um húsnæðismál Fjöliðjunnar
Rætt um húsnæðismál Fjöliðjunnar í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leysa tímabundið húsnæðismál fyrir þann hluta Fjöliðjunnar sem fellur undir hæfinguna.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leysa tímabundið húsnæðismál fyrir þann hluta Fjöliðjunnar sem fellur undir hæfinguna.
3.Ósk um framlag til tækjakaupa
1409009
Beiðni Fjölbrautaskóla Vesturlands um framlag til tækjakaupa.
Lögð fram beiðni Fjölbrautaskóla Vesturlands um framlag til tækjakaupa á árinu 2015.
Byggðarráð samþykkti að hafna beiðninni að þessu sinni.
Byggðarráð samþykkti að hafna beiðninni að þessu sinni.
4.Málefni Safnahúss
1412022
Á fundinn kemur Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Safnahúss Borgarfjarðar til að ræða málefni safnanna.
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Safnahúss Borgarfjarðar og kynnti fyrirhugaða sýningu sem sett verður upp í Safnahúsinu í tilefni af 100 ára kjörgengisafmæli kvenna.
Einnig sagði Guðrún frá starfsemi Safnahússins.
Einnig sagði Guðrún frá starfsemi Safnahússins.
5.Króksland í Norðurárdal - girðingar
1407013
Á fundinn mæta Ingi Tryggvason lögfr. og Kristján F. Axelsson formaður upprekstarfélags Þverárréttar
Á fundinn mættu Kristján F. Axelsson formaður Upprekstrarfélags Þverárréttar og Ingi Tryggvason lögfræðingur til viðræðna um girðingarstæði í kringum Króksland í Norðurárdal.
Landeigandi hefur lagt til að skipaður verði hópur í samræmi við girðingalög til að skera úr um ágreining um girðingarstæði. Skal einn fulltrúi vera skipaður af búnaðarsamtökum, einn af sveitarfélaginu og einn af sýslumanni.
Byggðarráð fellst á að farin verði þessi leið.
Landeigandi hefur lagt til að skipaður verði hópur í samræmi við girðingalög til að skera úr um ágreining um girðingarstæði. Skal einn fulltrúi vera skipaður af búnaðarsamtökum, einn af sveitarfélaginu og einn af sýslumanni.
Byggðarráð fellst á að farin verði þessi leið.
6.Samanburður við fjárhagsáætlun
1412021
Fjármálafulltrúi fer yfir stöðu í samanburði við áætlun eftir 10 fyrstu mánuði ársins
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnti frávik frá fjárhagsáætlun eftir 10 fyrstu mánuði ársins.
7.Fjárhagsáætlun 2015
1410142
Rætt um fjárhagsáætlun 2015
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2015 ásamt tillögu að áætlun fyrir árin 2016 - 2018.
Sveitarstjóri kynnti breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni frá fyrri umræðu.
Lagðar voru fram tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2015.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Magnús lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að nú þegar verði hafin vinna við undirbúning á sölu eignahluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfunum og Orkuveitu Reykjavíkur. Lagt er til að fengin verði óháður matsaðili til þess að meta virði eignanna og kanna áhuga hugsanlegra kaupenda. Sérstaklega skal það metið hvort virði þessara eigna sé líklegt til þess að hækka/lækka á næstu 3 árum. Með hliðsjón af þessu mati verði svo tekin ákvörðun um tímasetningu á sölunni og ef ásættanlegt verð fæst gengið í að selja þessar eignir. Samhliða þessu verði gerðir útreikningar á því hvaða áhrif það hefði á fjárhag Borgabyggðar ef söluandvirðið yrði notað til þess greiða inn á höfuðstól lána. Ákvörðun um sölu eignanna yrði háð því að söluandvirðið sé notað til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. Gert verði ráð fyrir kostnaði vegna matsins í fjárhagsáætlun 2015."
Byggðarráð samþykkti að hefja undirbúning að gerð áætlunar um sölu eigna sveitarfélagsins, fasteignum og eignarhlutum í fyrirtækjum, á kjörtímabilinu. Ofangreindri tillögu var vísað til þeirrar vinnu.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að undirbúa kynningarfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins á fjárhagsáætlun 2015, stjórnkerfisbreytingum og helstu verkefnum framundan.
Sveitarstjóri kynnti breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni frá fyrri umræðu.
Lagðar voru fram tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2015.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Magnús lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að nú þegar verði hafin vinna við undirbúning á sölu eignahluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfunum og Orkuveitu Reykjavíkur. Lagt er til að fengin verði óháður matsaðili til þess að meta virði eignanna og kanna áhuga hugsanlegra kaupenda. Sérstaklega skal það metið hvort virði þessara eigna sé líklegt til þess að hækka/lækka á næstu 3 árum. Með hliðsjón af þessu mati verði svo tekin ákvörðun um tímasetningu á sölunni og ef ásættanlegt verð fæst gengið í að selja þessar eignir. Samhliða þessu verði gerðir útreikningar á því hvaða áhrif það hefði á fjárhag Borgabyggðar ef söluandvirðið yrði notað til þess greiða inn á höfuðstól lána. Ákvörðun um sölu eignanna yrði háð því að söluandvirðið sé notað til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. Gert verði ráð fyrir kostnaði vegna matsins í fjárhagsáætlun 2015."
Byggðarráð samþykkti að hefja undirbúning að gerð áætlunar um sölu eigna sveitarfélagsins, fasteignum og eignarhlutum í fyrirtækjum, á kjörtímabilinu. Ofangreindri tillögu var vísað til þeirrar vinnu.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að undirbúa kynningarfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins á fjárhagsáætlun 2015, stjórnkerfisbreytingum og helstu verkefnum framundan.
8.Beiðni Grímshúsfélagsins um framlag
1412029
Lögð fram beiðni Grímshúsfélagsins um aukningu á framlagi til félagsins á árinu 2017.
Byggðarráð samþykkti að auka ekki fjárframlög til verkefnisins umfram það sem þegar er komið inn í tillögu að fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkti að auka ekki fjárframlög til verkefnisins umfram það sem þegar er komið inn í tillögu að fjárhagsáætlun.
Samþykkt að næsti fundur sveitarstjórnar verði mánudaginn 15. desember kl. 17,30
Fundi slitið - kl. 10:00.
Byggðarráð samþykkti áætlunina og var verkefnastjóra framkvæmdasviðs falið að sjá um verkefnið.