Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Ádráttur á lánalínu Orkveitu Reykjavíkur
1412035
Bréf OR varðandi fyrirhugaðan ádrátt á lánalínur
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15.12.2014 varðandi ádrátt á lánalínur í desember til að kaupa gjaldeyrir til að uppfylla undanþágu sem Seðlabanki Íslands veitti fyrir árið 2014.
2.Beiðni Flugklúbbsins Kára um styrk
1412046
Beiðni Flugklúbbsins Kára um styrk til greiðslu á fasteignagjöldum sem eru í vanskilum
Lagt fram bréf Flugklúbbsins Kára dags. 17.12.2014 þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til greiðslu skuldar á fasteignagjöldum. Stefnt er að því klúbburinn gangi í gegnum endurskipulagningu og viðreisn á næsta ári og er áætlað að opna flugvöllinn á næsta ári fyrir almennu einkaflugi og jafnvel kennslu- og útsýnisflugi.
Samþykkt að veita Flugklúbbnum styrk til að greiða gjaldfallna fasteignaskuld við Borgarbyggð og fella niður vanskilavexti. Fjárhæðin færist á ýmsa styrki og framlög í málafl 21.
Samþykkt að veita Flugklúbbnum styrk til að greiða gjaldfallna fasteignaskuld við Borgarbyggð og fella niður vanskilavexti. Fjárhæðin færist á ýmsa styrki og framlög í málafl 21.
3.Hvítárbakki 2
1102013
Á fundinn mætir Ingi Tryggvason hrl og fer yfir stöðu mála
Á fundinn mætti Ingi Tryggvason hrl til viðræðna um stöðu innheimtumáls á Barnaverndarstofu vegna ógoldinnar leigu fyrir húsnæðið að Hvítárbakka 2.
4.Heimild til yfirdráttar
1412057
Lögð fram tillaga um heimild til yfirdráttar á bankareikningi í Arionbanka
Þar sem tekjustreymi sveitarfélagsins tekur ekki mið af greiðsluflæði var samþykkt að heimila yfirdrátt á bankareikningi fyrir allt að 240 millj króna.
5.Kvennasaga - sýning
1412039
Beiðni Snorrastofu um styrk vegna sýningar vegna kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára.
Lögð fram beiðni Snorrastofu um styrk vegna sýningar sem haldin er í tengslum við kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára.
Vísað til menningarsjóðs Borgarbyggðar.
Vísað til menningarsjóðs Borgarbyggðar.
6.Landsmót UMFÍ 2017 - umsóknir sambandsaðila
1412036
Bréf UMFÍ varðandi umsókn um Landsmót UMFÍ 2017
Lagt fram bréf Ungmennafélags Íslands dags. 10. desember 2014 þar sem auglýst er eftir aðilum til að sækja um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ 2017.
7.Umsókn um stækkun lóðar
1412030
Umsókn Arinbjörns Haukssonar um stækkun lóðar
Lögð fram umsókn Arinbjörns Haukssonar um stækkun lóðarinnar að Helgugötu 10.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
8.Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands
1412038
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 19. nóv. 2014
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 19. nóvember 2014.
9.Fundargerð 823.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
1412056
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2014
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2014.
10.127. stjórnarfundur Faxaflóahafna sf
1412047
Lögð fram fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf frá 12.desember 2014
Lögð fram fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf frá 12. desember 2014.
11.Fundargerð Hafnasambands Íslands
1411012
Lögð fram fundargerð 370. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 11. desember sl.
Lögð fram fundargerð 370. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem var haldinn 11. desember 2014.
Fundi slitið - kl. 12:00.