Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Endurvinnslukortið
1501062
Lagt fram erindi Náttúru ehf. varðandi endurvinnslukort.
2.Skákdagur Íslands 26.janúar 2015
1501103
Erindi frá Skáksambandi Íslands og Skákakademíunni um skákdag 26. janúar
Lagt fram erindi frá Skáksambandi Íslands og Skákakademíunni um skákdag 26. janúar n.k.
3.Óskað stuðnings við söfnun fyrir hjartahnoðtæki
1501099
Bréf Rotaryklúbbs Borgarness varðandi söfnun fyrir hjartahnoðtæki
Lagt fram bréf Rotaryklúbbs Borgarness varðandi söfnun fyrir hjartahnoðtæki.
Samþykkt að Borgarbyggð styrki verkefnið um kr. 100.000,-
Samþykkt að Borgarbyggð styrki verkefnið um kr. 100.000,-
4.Áfangaskýrsla byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi
1412004
Rætt um skýrslu byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi
Rætt um áfangaskýrslu byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi.
Byggðarráð þakkar fyrir skýrsluna og tekur undir tillögur um að við endurskipulagningu á núverandi húsnæði og við nýframkvæmd verði sérstaklega hugað að mötuneyti (fjölnotasal), tómstundaskóla, vinnuaðstöðu kennara og bættri stofuskipan vegna aldursskiptingar nemenda auk aðstöðu fyrir list- og verkgreinar. Einnig verði gert ráð fyrir tónlistarskóla og félagsmiðstöð fyrir unglinga í viðbyggingarmöguleikum í framtíðinni.
Byggðarráð leggur til að leitað verði eftir hugmyndum að útfærslum hjá a.m.k. þremur hönnuðum.
Byggðarráð samþykkir að setja Gunnlaugsgötu 17 á sölu með kvöðum um endurbætur.
Byggðarráð þakkar fyrir skýrsluna og tekur undir tillögur um að við endurskipulagningu á núverandi húsnæði og við nýframkvæmd verði sérstaklega hugað að mötuneyti (fjölnotasal), tómstundaskóla, vinnuaðstöðu kennara og bættri stofuskipan vegna aldursskiptingar nemenda auk aðstöðu fyrir list- og verkgreinar. Einnig verði gert ráð fyrir tónlistarskóla og félagsmiðstöð fyrir unglinga í viðbyggingarmöguleikum í framtíðinni.
Byggðarráð leggur til að leitað verði eftir hugmyndum að útfærslum hjá a.m.k. þremur hönnuðum.
Byggðarráð samþykkir að setja Gunnlaugsgötu 17 á sölu með kvöðum um endurbætur.
5.Stefnumótun í þjónustu við einstaklinga með fötlun
1501048
Kynnt skýrsla vinnuhópsins
Á fundinn mættu Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Hannes Heiðarsson, Haukur Valsson og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem sátu í vinnuhópi og kynntu stefnumótun í þjónustu við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð.
Ragnar vék af fundi.
Ragnar vék af fundi.
6.Upplýsingamál
1501049
Magnús Smári leggur fram tillögu um stofnun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að undirbúa eflingu upplýsingamála og íbúalýðræðis í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að hefja vinnu við mótun stefnu á sviði upplýsinga- og kynningarmála sveitarfélagsins. Stefnt er að því stefnan liggi fyrir í lok ársins.
7.Húsaleigusamningur um húsnæði í Brákarey
1501139
Lögð fram drög að húsaleigusamingi við Rafta
Lögð fram drög að húsaleigusamningi við Rafta, bifhjólafélag Borgarfjarðar, um leigu á húsnæði í Brákarey.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
8.Stefnumótun í hafnamálum við Faxaflóa
1501076
Bréf Faxaflóahafna um stefnumótun í hafnamálum við Faxaflóa
Lagt fram bréf stjórnar Faxaflóahafna dags. 09.01.´15 varðandi stefnumótun í hafnamálum við Faxaflóa.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
9.128. stjórnarfundur Faxaflóahafna
1501100
Lögð fram fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf frá 9.janúar 2015
Lögð fram fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 9. janúar 2015.
10.Lundur 3 b - lóð, breytt notkun
1501141
Beiðni Sigurðar Halldórssonar um breytingu á notkun lands úr íbúðarhúsalóð í frístundabyggð.
Lögð fram beiðni Sigurðar Halldórssonar um breytingu á notkun lands á jörðinni Lundi IIIb úr íbúðarhúsalóð í frístundabyggð.
Byggðarráð samþykkti að heimila breytingu á notkuninni.
Byggðarráð samþykkti að heimila breytingu á notkuninni.
11.Umsókn um lóð
1501054
Rætt um umsókn sem borist hefur um lóðirnar að Borgarbraut 57 og 59.
Samþykkt að úthluta lóðunum ekki að svo stöddu þar sem eftir er að auglýsa lóðirnar skv. vinnureglum Borgarbyggðar um úthlutun lóða.
Samþykkt að fela forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að auglýsa allar lausar lóðir í eigu sveitarfélagsins.
Samþykkt að úthluta lóðunum ekki að svo stöddu þar sem eftir er að auglýsa lóðirnar skv. vinnureglum Borgarbyggðar um úthlutun lóða.
Samþykkt að fela forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að auglýsa allar lausar lóðir í eigu sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.