Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

333. fundur 05. febrúar 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Finnbogi Leifsson varamaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Áform um dagsektir og krafa um að urðun verði hætt

1502016

Krafa Umhverfisstofnunar um að tafarlaust verði hætt urðun að Bjarnhólum
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 30.01."15 þar sem krafist er að Borgarbyggð hætti nú þegar að urða að Bjarnhólum við Borgarnes.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að svara erindinu og gefa þær upplýsingar sem um er beðið.

Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan að þessi liður var ræddur.

2.Tilkynning um meðferð óbyggðanefndar á svæði 9

1501180

Tilkynning frá Óbyggðanefnd um meferð á svæði 9
Lagt fram bréf Óbyggðanefndar dags. 26.01.´15 þar sem tilkynnt er að hafin er meðferð á svæði 9 en á því er Snæfellsnessýsla, Dalasýsla, fyrrum Bæjar- og Broddaneshreppar og fyrrum Kolbeinsstaðahreppur.

3.Leigusamningur um Brúarás

1401029

Rætt um samning um leigu á Brúarási
Rætt um samning um leigu á félagsheimilinu Brúarási.

Ingi Tryggvason hrl sat fundinn meðan að þessi liður var ræddur.

4.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

1501189

Beiðni Sigvalda Arasonar um lækkun fasteignaskatts
Lagt fram bréf Sigvalda Arasonar og Halldísar Gunnarsdóttur dags. 30.01.´15 þar sem farið er fram á lækkun fasteignaskatts af eigninni að Böðvarsgötu 15 þar sem hluti hússins er ónothæft og var byggt til að stöðva leka frá flötu þaki.
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni.

5.Viðtalsaðstaða fyrir ráðgjafa

1501145

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi beiðni Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu fyrir ráðgjafa
Rætt um erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu fyrir ráðgjafa fyrir fólk í atvinnuleit.
Samþykkt að heimila að ráðgjafi bjóði upp á viðtöl í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 á árinu 2015. Fyrirkomulagið verður endurskoðað fyrir árslok.

6.Safnahús - fundargerð 151. fundar

1501181

Lögð fram fundargerð starfsmannafundar Safnahússins frá 27. janúar
Lögð fram fundargerð starfsmannafundar Safnahússins frá 27. janúar 2015.
Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri sat fundinn en hún er að taka við sem fundarritari.

Fundi slitið - kl. 10:00.