Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

337. fundur 19. mars 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Ásthildur Magnúsdóttir embættismaður
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun

1503065

Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kemur á fundinn og fer yfir rekstrarstöðu fyrstu 2ja mánaða ársins.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kom á fundinn og fór yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu tvo mánuði ársins. Heilt á litið er reksturinn í samræmi við áætlun tímabilsins.

2.Erindi til eigenda Orkuveitu Reykjavíkur varðandi breytingu á gjalddögum láns

1503039

Framlögð beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um samþykki fyrir breytingum á gjalddögum láns.
Lögð fram beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um samþykki fyrir breytingum á gjalddögum láns.
Borgarbyggð samþykkir beiðnina.
Eiríkur Ólafsson sat fundinn á meðan þessi liður var ræddur.

3.Ábyrgðargjald til OR

1503066

Hjálögð er tillaga til borgarráðs um ábyrgðargjald OR til eigenda ásamt mati Summu ehf á hæfilegu ábyrgðargjaldi sem unnið er skv ESA reglum og á að lýsa þeirri ívilnun sem felst í ábyrgð sveitarfélaganna á umræddum lánum OR. Taflan í tillögunni sýnir ábyrgðargjald til borgarinnar en ábyrgðargjaldið skiptist eftir eignarhlutum.
Lögð fram tillaga um ábyrgðargjald Orkuveitu Reykjavíkur til eigenda ásamt mati Summu ehf. á hæfilegu ábyrgðargjaldi sem unnið er skv. ESA reglum og á að lýsa þeirri ívilnun sem felst í ábyrgð sveitarfélaganna á umræddum lánum OR.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Eiríkur Ólafsson sat fundinn á meðan þessi liður var ræddur.

4.Stjórnsýslukæra Sæmundar Sigmundssonar vegna skólaaksturs

1503050

Gögnin hafa verið send til Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar og óskað eftir því að hann komi á fundinn klukkan 9 til að fylgja málinu eftir.
Lögð fram tilkynning frá Innanríkisráðuneytinu um stjórnsýslukæru Sæmundar Sigmundssonar á hendur Borgarbyggð. Kæran lýtur að meintu ólögmætu sérákvæði í reglum sem sveitarstjórn Borgarbyggðar setti 13. júní 2013 um skólaakstur í Borgarbyggð og samþykkt byggðarráðs Borgarbyggðar á útboðsgögnum vegna aksturs í skóla og tómstundastarf frá 22. maí 2014. Einnig ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá 26. júní 2014 að semja við lægstbjóðendur um fjórar ökuleiðir á forsendum fyrrnefndra skilmála í útboði frá 23. maí 2014.
Á fund byggðarráðs kom Ingi Tryggvason lögfræðingur og fór yfir málið. Byggðarráð felur Inga að svara ráðuneytinu.

5.Samningur við Vesturlandsstofu hf.

1503018

Framlögð drög að endurnýjuðum samningi. Framlag Borgarbyggðar á árinu 2014 var 2,7 milljónir. Gert er ráð fyrir sömu upphæð í áætlun 2015.
Framlögð drög að endurnýjuðum samningi Borgarbyggðar og Vesturlandsstofu hf.
Framlag Borgarbyggðar á árinu 2014 var 2,7 milljónir. Gert er ráð fyrir sömu upphæð í áætlun 2015.
Borgarbyggð samþykkir samninginn.

6.Beiðni um upprunastaðfestingu gagna vegna svæðis 8 vestur.

1503057

Framlagt bréf Óbyggðanefndar um staðfestingu á uppruna gagna sem lögð hafa verið fram vegna svæðis 8 vestur, ásamt gögnum sem um ræðir.
Þegar hefur verið hafist handa við að afla gagna í samstarfi við Héraðsskjalasafnið.
Framlagt til kynningar bréf Óbyggðanefndar um staðfestingu á uppruna gagna sem lögð hafa verið fram vegna svæðis 8 vestur, ásamt gögnum sem um ræðir.
Þegar hefur verið hafist handa við að afla gagna í samstarfi við Héraðsskjalasafnið.

7.Laugarholt - stofnun lóðar, Laugarholt II

1503038

Umsókn um stofnun lóðar úr landi Laugarholts lögð fram.
Lögð fram umsókn um stofnun lóðarinnar Laugarholt II í landi Laugarholts.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

8.Síðumúli 2 - Umsókn um stofnun lóðar.

1503070

Lögð fram umsókn um stofnun lóðarinnar Síðumúli 2 í landi Síðumúla.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

9.Bréf til byggðaráðs - gömul hús

1503062

Framlagt bréf Safnahúss Borgarfjarðar varðandi varðveislu gamalla húsa.
Framlagt bréf Safnahúss Borgarfjarðar varðandi varðveislu gamalla húsa.
Byggðarráð þakkar bréfið og vísar því til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar til umræðu. Byggðarráð tekur undir hvatningarorð forstöðumanns Safnahúss um mikilvægi varðveislu gamalla húsa í sveitarfélaginu.

10.Staða framkvæmda OR

1503064

Fulltrúar frá Orkuveitunni koma á fundinn klukkan 10 til viðræðna, sbr bókun frá 335. fundi, m.a. á að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir í fráveitumálum í Borgarbyggð og breytingar sem gerðar voru við hitaveitu við sundlaugina í Borgarnesi.
Sigurður Skarphéðinsson og Guðmundur Brynjúlfsson fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur komu á fundinn og kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir í fráveitumálum í Borgarbyggð á árinu 2016. Einnig var farið yfir breytingar sem gerðar voru á hitaveitu við sundlaugina í Borgarnesi. Verkfræðingur OR vinnur að lausn mála sem tengjast hitastigi sundlaugarinnar.
Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna sat fundinn á meðan rætt var um sundlaugina í Borgarnesi.
Byggðarráð þakkar kynninguna.

11.Umsókn vegna túns í landi Kárastaða

1405085

Sveitarstjórn vísaði málinu til byggðarráðs. Byggðarráð hafði óskað eftir umsögn USL-nefndar um erindið.
Lulu Munk kemur á fundinn og fylgir málinu eftir.
Rætt um umsókn UMSB um tún í landi Kárastaða, sem byggðarráð vísaði til umsagnar umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Á fundinn kom Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnti umsögn nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að unnið verði að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna málsins. Kostnaður verði tekinn af fjármagni sem samþykkt var í fjárhagsáætlun 2015 vegna uppbyggingar á Kárastöðum í tengslum við Unglingalandsmót 2016.

12.Umsókn um styrk vegna boðsskemmtunar

1503027

Lögð fram umsókn UMF Egils Skallagrímssonar um styrk vegna boðsskemmtunar í Lyngbrekku.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 krónur. Kostnaður verður færður á lið 05-819.

13.Umsókn um styrk vegna vinabæjarmóts 2015

1503020

Umsókn frá Borgarfjarðardeild Norræna félagsins um styrk vegna vinabæjarmóts 2015 lögð fram.
Lögð fram umsókn Borgarfjarðardeildar Norræna félagsins um styrk vegna vinabæjarmóts í Færeyjum sumarið 2015.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.

14.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundarboð

1503059

Aðalfundarboð Sorphirðu Vesturlands hf. lagt fram ásamt fylgigögnum.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Sorphirðu Vesturlands hf. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri miðvikudaginn 25. mars næstkomandi.
Kolfinna Jóhannesdóttir verður fulltrúi Borgarbygðar á aðalfundinum.

15.Nemendagarðar MB ehf - aðalfundarboð

1503061

Lagt fram fundarboð á aðalfund Nemendagarða MB ehf. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti föstudaginn 27. mars nk.
Kolfinna Jóhannesdóttir verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

16.Aðalfundur Háskólans á Bifröst 10. apríl

1503034

Boð á aðalfund Háskólans á Bifröst lagt fram.
Borgarbyggð þarf að tilnefna aðalmann til þriggja ára (í stað RFK) og varamann til eins árs (í stað MJJ).
Lagt fram fundarboð á aðalfund Háskólans á Bifröst. Fundurinn verður haldinn á Bifröst föstudaginn 10. apríl nk.
Óskað er eftir tilnefningum í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst.
Borgarbyggð tilnefnir Helga Hauk Hauksson sem aðalmann til þriggja ára og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur sem varamann til eins árs.

17.Boðun XXIX. landsþings sambandsins

1503021

Boð á XXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og skrá yfir landsþingsfulltrúa lögð fram.
Aðalfulltrúar Borgarbyggðar eru Bjarki, Guðveig og Geirlaug. Til vara eru Jónína, Helgi Haukur og Ragnar Frank.
Lagt fram boð á XXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og skrá yfir landsþingsfulltrúa. Þingið verður haldið í Salnum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl nk.
Aðalfulltrúar Borgarbyggðar eru Björn Bjarki Þorsteinsson, Guðveig Eyglóardóttir og Geirlaug Jóhannsdóttir. Til vara eru Jónína Erna Arnardóttir, Helgi Haukur Hauksson og Ragnar Frank Kristjánsson.

18.101. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1503060

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna, 101. mál.
Lagt fram.

19.Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa

1502093

Fundargerð 2. fundar vinnuhóps um stefnumótun í málefnum nýbúa lögð fram.

20.Fundargerð 826. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

1503024

Fundargerð 826. fundar stjórnar sambandsins lögð fram.
Fundargerð 826. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.

21.Fundargerð Veiðifélags Gljúfurár 3.2.2015

1503067

Fundargerð fundar í Veiðifélagi Gljúfurár dags. 3.2.2015 lögð fram.

22.130. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

1503069

Fundargerð 130. fundar stjórnar Faxaflóahafna lögð fram.
Undir lið "4 Drög að samþykktum fyrir Grundartanga Þróunarfélag ehf." leggur stjórn Faxaflóahafna til að sveitarfélögin tilnefni fulltrúa í starfshóp sem vinni tillögur að samþykktum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við aðila málsins.

23.Umhverfi og útiminjar í Reykholti - skýrsla

1503035

Skýrsla Snorrastofu um verkefnið "Umhverfi og útiminjar í Reykholti Borgarfirði" lögð fram ásamt fjárhagsuppgjöri 2013 - 2014.
Skýrsla Snorrastofu um verkefnið "Umhverfi og útiminjar í Reykholti Borgarfirði" lögð fram ásamt fjárhagsuppgjöri 2013 - 2014.
Byggðarráð þakkar framlagða skýrslu.

Fundi slitið - kl. 10:00.