Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

338. fundur 26. mars 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Ásthildur Magnúsdóttir
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Brúarás - leigusamningur

1503085

Samningur við Náttúruböð við Hvítá um leigu á Félagsheimilinu Brúarási lagður fram.
Einnig lögð fram skrifleg athugasemd við samninginn frá Snorra Jóhannessyni.
Samningur við Náttúruböð við Hvítá um leigu á Félagsheimilinu Brúarási lagður fram.
Þar sem ekki náðist samþykki allra eigenda eru ekki forsendur fyrir byggðarráð til þess að afgreiða samninginn.

2.Yfirlýsing v. starfsemi á svæði við Ölduhrygg

1406042

Lögð fram beiðni um framlengingu á skotleyfi við Ölduhrygg
Lögð fram beiðni Þórðar Sigurðssonar fyrir hönd Skotfélags Vesturlands um framlengingu á skotleyfi vegna skotprófa og námskeiðs við Ölduhrygg út árið 2015.

Byggðarráð samþykkir beiðnina.

3.Styrkvegir

1403105

Lögð fram tillaga forstöðumanns umhverfis- og skipulagssviðs að umsókn um fjárveitingu úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar.
Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar þurfa umsóknir um styrkvegafé fyrir árið 2015 að berast í síðasta lagi 15. apríl 2015. (Var áður 1. apríl ár hvert).
Lögð fram tillaga forstöðumanns umhverfis- og skipulagssviðs að umsókn um fjárveitingu úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar.

Umsóknir um styrkvegafé fyrir árið 2015 þurfa að berast í síðasta lagi 15. apríl 2015.

Byggðarráð samþykkir tillögurnar.

4.Fjallskilagjöld - Sólheimatunga

1503073

Lagt fram bréf frá ADVEL lögmönnum vegna fjallskilagjalda á Sólheimatungu.
Lagt fram bréf frá ADVEL lögmönnum vegna fjallskilagjalda á Sólheimatungu.

Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins.

5.130. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

1503069

Undir lið "4 Drög að samþykktum fyrir Grundartanga Þróunarfélag ehf." í fundargerð 130. fundar stjórnar Faxaflóahafna leggur stjórn Faxaflóahafna til að sveitarfélögin tilnefni fulltrúa í starfshóp sem vinni tillögur að samþykktum sveitarfélagsins.
Undir lið "4 Drög að samþykktum fyrir Grundartanga Þróunarfélag ehf." í fundargerð 130. fundar stjórnar Faxaflóahafna leggur stjórn Faxaflóahafna til að sveitarfélögin tilnefni fulltrúa í starfshóp sem vinni tillögur að samþykktum sveitarfélagsins.

Borgarbyggð tilnefnir Helga Hauk Hauksson sem fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópinn.

6.Beiðni um fjárstuðning árið 2015

1503074

Styrktarumsókn Saman hópsins-félags um forvarnir lögð fram.
Lögð fram styrktarumsókn Saman hópsins - félags um forvarnir.

Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 30.000 krónur. Kostnaður færist á lið 21-810.

7.Ársreikningur OR 2014

1503089

Fulltrúar frá OR koma á fundinn og kynna ársreikning OR 2014.
Á fundinn komu Bjarni Bjarnason forstjóri OR og Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóri fjármála og kynntu ársreikning Orkuveitunnar fyrir árið 2014.

Byggðarráð þakkar kynninguna.

8.Beiðni um styrk vegna barnavörumarkaðar

1503092

Lögð fram beiðni frá Kristínu Jónsdóttur um styrk í formi niðurgreiðslu á húsaleigu í Hjálmakletti, vegna barnavörumarkaðar sem hún hyggst halda þar laugardaginn 2. maí nk.
Lögð fram beiðni frá Kristínu Jónsdóttur um styrk í formi niðurgreiðslu á húsaleigu í Hjálmakletti, vegna barnavörumarkaðar sem hún hyggst halda þar laugardaginn 2. maí nk.

Byggðarráð sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk.

9.Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa

1502093

Fundargerð 3. fundar vinnuhóps um stefnumótun í málefnum nýbúa lögð fram.
Fundargerð 3. fundar vinnuhóps um stefnumótun í málefnum nýbúa lögð fram.

10.Fundargerð 373. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1503077

Fundargerð 373. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram.
Fundargerð 373. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram.

11.Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014

1503084

Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014 lagður fram.
Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014 lagður fram.

12.Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2014

1503083

Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2014 lögð fram.
Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2014 lögð fram.

13.Aðalfundarboð 2015 - Spölur

1503011

Ársskýrsla Spalar ehf fyrir árið 2014 lögð fram ásamt skýrslu stjórnar.
Ársskýrsla Spalar ehf fyrir árið 2014 lögð fram ásamt skýrslu stjórnar.

14.Aðalfundarboð - Veiðifélag Norðurár

1503090

Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður mánudaginn 30. mars 2015 að Hraunsnefi.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður mánudaginn 30. mars 2015 að Hraunsnefi.

Kristján Axelsson verður fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundinum.

Fundi slitið - kl. 10:00.