Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

343. fundur 15. maí 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Ársskýrsla 2014 og skýrsla stjórnar

1505028

Ársskýrsla Heimbrigðiseftirlits Vesturlands ásamt skýrslu stjórnar og fleiri gögnum lögð fram.
Ársskýrsla og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2014 ásamt skýrslu stjórnar lögð fram.
Framlag Borgarbyggðar til Heilbrigðiseftirlitsins árið 2015 er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

2.Brunavarnir í félagsheimilum

1504007

Lagt fram erindi Kvenfélags Þverárhlíðar um brunavarnarkerfi í Samkomuhúsinu í Þverárhlíð. Fram kemur að til að kvenfélaginu sé heimilt að leigja húsið út fyrir gistingu þurfi að setja upp brunavarnarkerfi og er áætlaður kostnaður við kerfið og uppsetningu þess um 500 þúsund krónur. Kvenfélagið segist tilbúið að fjármagna það en óskar eftir staðfestingu byggðarráðs á því að Borgarbyggð muni endurgreiða kostnaðinn þó það verði ekki á þessu ári. Vitnað er í leigusamning Borgarbyggðar og Kvenfélags Þvérárhlíðar um samkomuhúsið þar sem kveðið er á um að Borgarbyggð beri kostnað af meiriháttar viðhaldi og breytingum á húsinu á leigutímanum sem er til ársloka 2017.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2016.

3.Brúarás - leigusamningur

1503085

Lagður fram húsaleigusamningur um Félagsheimilið Brúarás með áorðnum breytingum. Fyrir liggur samþykki allra meðeigenda.
Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4.Kveldúlfsgata 28

1505034

Lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni fasteigna varðandi sölu á íbúð 0201 í Kveldúlfsgötu 28 í Borgarnesi. Íbúðin var tekin í skiptum þegar sveitarfélagið seldi einbýlishúsið að Þorsteinsgötu 4.
Byggðarráð felur umsjónarmanni fasteigna að setja íbúðina á sölu.

5.Rauðsgilsrétt - erindi

1504116

Lagt fram erindi frá Birni Oddssyni og Hraundísi Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir því að vegna breytinga á búskap og nýrrar framleiðslu á jörðinni Rauðsgili verði Rauðsgilsrétt lögð niður og hún fjarlægð af jörðinni.
Byggðarráð óskar eftir umsögn fjallskilanefndar Borgarbyggðar um erindið.

6.Starfsmannamál

1505033

Sveitarstjóri kynnti stöðuna í starfsmannamálum á fjölskyldu- og fjármálasviði.
Samþykkt að auglýsa eftir sálfræðingi í fullt starf og forstöðumanni í búsetu í fullt starf.

7.Yfirdráttarheimild

1505036

Þar sem möguleiki er á að greiðslur til sveitarfélaga tefjist m.a. vegna verkfalla, samþykkir byggðarráð að heimila fjármálastjóra að hækka yfirdráttarheimild á bankareikningi tímabundið í allt að 240 milljónir ef þörf krefur.

8.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts

1505031

Lagt fram yfirlit um umsóknir um styrki frá félögum og félagasamtökum til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2015. Átta félög sendu inn umsókn í samræmi við reglur Borgarbyggðar um styrki til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Auglýstur umsóknarfrestur rann út 1. maí s.l. Samtals er sótt um styrki að upphæð kr. 1.833.352,-
Félögin sem stóttu um eru:

Ungmennafélag Reykdæla


kr.
580.866


Ungmennasamband Borgarfjarðar


130.040

Hestamannafélagið Skuggi



209.055

Kvenfélagið Björk




77.744

Hestamannafélagið Snæfellingur


198.269

Þroskahjálp á Vesturlandi



165.425

Ungmennafélagið Dagrenning


394.209

Ungmennafélagið Eldborg



77.744
Byggðarráð samþykkir að veita ofangreinda styrki.

9.Umsögn um landsskipulagsstefnu

1505039

Lögð fram til kynningar lokadrög Sambands íslenskra sveitarfélaga að umsögn um þingsályktunartillögu um landsskipulagsstefnu. Umsagnarfrestur rann út 7. maí sl. Sambandið gerir ekki alvarlegar athugasemdir við tillöguna, enda hefur mikið samráð verið haft um gerð hennar.

10.355. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1505024

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 355. mál.
Lagt fram.

11.156. fundur í Safnahúsi

1505040

Fundargerð 156. fundar í Safnahúsi lögð fram til kynningar. Einnig var lögð fram ársskýrsla 2014 og kynning á sýningunni "Gleym þeim ei" sem Safnahúsið setti upp í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna 2015. Þar er sögð saga 15 kvenna og er þetta stærsta verkefni Safnahússins á árinu.
Byggðarráð þakkar Safnahúsinu og Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir gott samstarf sín á milli og óskar þeim til hamingju með glæsilega opnun og vel heppnaða sýningu.

12.157. fundur í Safnahúsi

1505035

Fundargerð 157. fundar í Safnahúsi lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.