Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

345. fundur 04. júní 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Skýrslur starfshópa um rekstur og skipulag fræðslumála og eigna

1505059

Umsagnir skólaráða grunnskólanna í Borgarbyggð lagðar fram.
Umsagnir skólaráða beggja skólanna í Borgarbyggð lagðar fram.

2.Stjórnsýslukæra - Isavia v. vatnsgjald

1506006

Erindi frá Innanríkisráðuneyti vegna stjórnsýslukæru Isavia á hendur Borgarbyggð lagt fram.
Erindi frá Innanríkisráðuneyti þar sem beðið er um sjónarmið Borgarbyggðar varðandi stjórnsýslukæru Isavia á hendur Borgarbyggð o. fl. sveitarfélögum þar sem kærð er álagning vatnsskatts á eign félagsins. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gefa umsögn um erindið.

3.Álagning fjallskila á landverð

1410082

Álit lögfræðistofunnar Fulltingis vegna álagningar á landverð lögð fram.
Greinargerð lögfræðistofunnar Fulltingis varðandi álagningu fjallskila á landverð lögð fram.
Byggðarráð lítur svo á að samþykki Prestssetrasjóðs frá 1998 varðandi uppsögn á afnotarétti jarðarinnar Sólheimatungu í Ystu-Tungu af afrétti í Bjarnadal sé ógild. Jörðin Sólheimatunga var ekki beinn aðili að leigusamningi um upprekstrarland á Bjarnadal, það var sveitarfélagið (Stafholtstungnahreppur) sem var samningsaðili við Prestssetrasjóð (þá Kirkjujarðasjóð) um landið til upprekstrarnýtingar fyrir jarðir í Ystu-Tungu. Þannig varð réttur Sólheimatungu til, eftir að sveitarfélagið gerði samninginn. Því er það einungis sveitarfélagið sem gæti mögulega aflétt afnotaréttinum. Það hefur ekki verið gert. Álagning fjallskilagjalds á landverð jarðarinnar Sólheimatungu er lögmæt að mati byggðarráðs þar sem jörðin hefur afréttarnot.

4.Áskorun til bæjar - og sveitarstjórna á Vesturlandi

1505086

Áskorun frá Skólastjórafélagi Íslands vegna kjaramála lögð fram.
Áskorun frá Skólastjórafélagi Íslands um kjaramál skólastjóra til sveitarfélaga lögð fram.

5.Frá 128. fundi sveitarstjórnar - stofnun starfshóps um atvinnumál.

1505074

Vífill Karlsson kemur á fundinn.
Vífill Karlsson kemur á fundinn til viðræðna um atvinnumál og hugsanlega þróun þeirra á næstu árum. Sveitarstjóra falið, í samstarfi við Atvinnuráðgjöf SSV, að vinna áfram að undirbúningi málsins.

6.Samanburður við fjárhagsáætlun

1503065

Samanburður fjárhagsáætlunar 2015 og stöðu í lok apríl lögð fram.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kom á fundinn og fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar m.v. rauntölur fyrstu fjóra mánuði ársins. Í heild er staðan nálægt fjárhagsáætlun þótt einstaka liðir víki nokkuð frá henni.

7.Fundargerd_375_hafnasamband

1506001

Fundargerð 375. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram.
Fundargerð 375. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram.

8.Fundur nr. 132 - stjórn Faxaflóahafna sf.

1505037

Fundargerð 132. fundar stjórnar Faxaflóahafna st. lögð fram.
Fundargerð 132. fundar stjórnar Faxaflóahafna lögð fram.

9.Ljósleiðari GR

1506010

Fulltrúar Gagnaveitu Reykjavíkur koma á fundinn
Kjartan Jónsson og Erling Guðmundsson frá Gagnaveitu Reykjavíkur mættu á fundinn og sögðu frá starfsemi fyrirtækisins og þeim tækifærum sem eru í Borgarbyggð varðandi ljósleiðaravæðingu. Samþykkt að vinna áfram að málinu.

10.Kynningarfundur um niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga 2014

1504027

Svör Faxaflóahafna við bréfi Umhverfisvaktar iðnaðarsvæðis á Grundartanga lagt fram.
Svör Faxaflóahafna við bréfi Umhverfisvaktar iðnaðarsvæðis á Grundartanga lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.