Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Samanburður við fjárhagsáætlun
1503065
Lögð fram frávikagreining fyrir jan - maí 2015
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kom á fundinn og fór yfir stöðu fjármála fyrir fyrstu fimm mánuði ársins. Í heildina er staðan nokkuð í samræmi við áætlun þótt nokkrir liðir séu yfir áætlun sem skoða þarf betur.
2.Kveldúlfsgata, viðhald 2015
1503003
Tilboð í framkvæmdir við gangstéttir á Kveldúsfsgötu lögð fram.
Guðrún S. Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis - og skipulagssviðs kom á fundinn og fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á Kveldúlfsgötu og þau tilboð sem bárust í verkið. Tvö tilboð bárust í framkvæmdina. Hlutur Borgarbyggðar í verkinu er 23,4 millj. Kostnaður er umfram áætlun og verður mætt í viðauka við fjárhagsáætlun.
3.Þjónustusamningur v/nemenda úr Borgarbyggð sem stunda nám í Laugargerðisskóla.
1002026
Samningur við Eyja - og Miklaholtshrepp vegna nemenda Laugargerðisskóla lagður fram.
Samningur við Eyja - og Miklaholtshrepp vegna þjónustu við nemendur úr Borgarbyggð í Laugargerðisskóla lagður fram. Byggðaráð staðfestir samninginn.
4.Skallagrímsgata 7a - leigusamningur við UMSB
1506055
Samningu Borgarbyggðar og UMSM v. Skallagrímsgötu 7a lagður fram.
Samningur milli UMSB og Borgarbyggðar um leigu á Skallagrímsgötu 7a lagður fram. Byggðaráð staðfestir samninginn.
5.Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa
1502093
Framlögð gögn frá vinnuhópi um málefni nýbúa.
Hjördís H. Hjartardóttir félagsmálastjóri kom á fundinn og fór yfir, og kynnti, tillögur vinnuhóps um málefni nýbúa í Borgarbyggð. Hópurinn hefur unnið að stefnumótun í málefnum nýbúa og endurskoðun erindisbréfs fyrir nýbúaráð. Byggðarráð þakkar félagsmálastjóra og nýbúaráði vinnuna og framlögð gögn. Samþykkt að fela fjármálasviði ásamt félagsmálastjóra að kostnaðargreina tillögurnar.
6.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
1506065
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. reglum
Framlögð umsókn Björgunarsveitarinnar Brák um styrk til greiðslu fasteignagjalda í samræmi við reglur Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkir erindið.
7.Stóra-Fjall - umsókn um stofnun lóðar, Stekkjarhóll
1506021
Umsókn Unnar Einarsdóttur um stofnun lóðar í landi Stóra-Fjalls lögð fram ásamt gögnum.
Umsókn Unnar Einarsdóttur um stofnun lóðar í landi Stóra-Fjalls lögð fram ásamt gögnum. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
8.Munaðarnes - stofnun lóðar, Hamar
1506042
Umsókn um stofnun lóðar í landi Munaðarness.
Umsókn um stofnun lóðar í landi Munaðarness. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
9.Bjarnastaðir - stofnun lóðar
1505077
Framkögð umsókn Sigurðar Gunnarssonar og Arndísar Guðmundsdóttur um stofnun lóðar í landi Bjarnastaða.
Framlögð umsókn Sigurðar Gunnarssonar og Arndísar Guðmundsdóttur um stofnun lóðar í landi Bjarnastaða. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
10.Starfsmannamál
1505033
Rætt um ráðningu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og tímabundinn samning við Gunnar Gíslason um verkefnastjórn.
Sveitarstjóri leggur til að fjölskyldu - og fjármálasviði verði skipt upp í tvö svið og ráðinn verði sviðsstjóri fjölskyldusviðs, undir það svið heyra fræðslumál, félagsþjónusta og íþrótta - og æskulýðsmál. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir nýjum sviðsstjóra. Kostnaðarauka verði mætt í viðauka við fjárhagsáætlun.
Samþykkt að ganga til samninga við StarfsGæði um tímabundna þjónustu á sviði fræðslumála þar til nýr sviðsstjóri hefur verið ráðinn. Kostnaðarauka verði mætt í viðauka við fjárhagsáætlun.
Ráðning forstöðumanns Búsetuþjónustu í Borgarbyggð: Samþykkt að ráða Guðbjörgu Guðmundsdóttir í starfið.
Ráðning skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi, borist hafa fjórar umsóknir um stöðuna. Samþykkt að framlengja umsóknarfrest um stöðuna.
Samþykkt að ganga til samninga við StarfsGæði um tímabundna þjónustu á sviði fræðslumála þar til nýr sviðsstjóri hefur verið ráðinn. Kostnaðarauka verði mætt í viðauka við fjárhagsáætlun.
Ráðning forstöðumanns Búsetuþjónustu í Borgarbyggð: Samþykkt að ráða Guðbjörgu Guðmundsdóttir í starfið.
Ráðning skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi, borist hafa fjórar umsóknir um stöðuna. Samþykkt að framlengja umsóknarfrest um stöðuna.
Fundi slitið - kl. 10:00.