Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

349. fundur 30. júlí 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku íbúa

1507034

Framlagt bréf ?European Local Democracy Week? þar sem sveitarfélög eru hvött til að skipuleggja sérstakar aðgerðir í eina viku í október til að vekja athygli á lýðræðislegu hlutverki sveitarfélaga og mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku íbúa.
Framlagt bréf European Local Democracy Week þar sem sveitarfélög eru hvött til að skipuleggja sérstakar aðgerðir í eina viku í október til að vekja athygli á lýðræðislegu hlutverki sveitarfélaga og mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku íbúa.

2.Félagsskírteini Vitbrigða Vesturlands

1507029

Beiðni um afslætti vegna félagsskírteina Vitbrigða Vesturlands
Framlagt bréf Vitbrigða Vesturlands þar sem farið er fram á afslætti fyrir félagsmenn af tilgreindri þjónustu sveitarfélagsins. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

3.Hvammur - umsókn um stofnun lóðar, Hvammskirkjuland

1507024

Framlagt erindi um stofnun lóðar úr landi Hvamms í Norðurárdal - Hvammskirkjuland.
Framlagt erindi um stofnun lóðar úr landi Hvamms í Norðurárdal - Hvammskirkjuland.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð í samræmi við erindið.

4.Ósk um niðurfellingu fasteignaskatts

1507027

Framlögð beiðni félagsmálastjóra um niðurfellingu fasteignagjalda til handa íbúa í Borgarbyggð.
Framlögð beiðni félagsmálastjóra um niðurfellingu fasteignagjalda til handa íbúa í Borgarbyggð. Samþykkt að verða við erindinu.

5.Umsókn Snorrastofu vegna sýningar og hátíðar 2015

1507031

Framlögð umsókn Snorrastofu vegna sýningar 2015
Framlögð umsókn Snorrastofu vegna sýningar 2015. Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 250.000. - og er hann tekinn af liðnum 05-711 - almenn hátíðahöld.

6.Umsókn um landsvæði

1502085

Framlagt bréf Mótorsportfjelags Borgarfjarðar um landsvæði í eigu Borgarbyggðar og Bjargs.
Framlagt bréf Mótorsportfjelags Borgarfjarðar um landsvæði í eigu Borgarbyggðar og Bjargs. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis og skipulagssviðs til frekari umfjöllunar.

7.Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2014

1507042

Framlagt bréf EFS vegna ársreiknings 2014
Framlagt bréf Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga vegna ársreiknings 2014. Þar kemur fram að skuldaviðmið sveitarsveitarfélagsins er 125% og þannig innan við 150% skuldaviðmið skuldareglu sveitarstjórnarlaga. Hins vegar stenst sveitarfélagið ekki jafnvægisreglu 1. tl. 64. greinar sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

8.Starfshópur um ávinning af sameiningu háskóla

1503010

Sveitarstjóri segir frá stöðu mála hvað varðar starfshópsins.
Sveitarstjóri segir frá stöðu mála hvað varðar stöðu vinnu starfshópsins. Vinnan er á lokastigi og er skýrsla væntanleg.

9.Starfsmannamál

1505033

Sveitarstjóri gerir grein fyrir umsóknum um stöðu sviðsstjóra fjölskildusviðs.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Þrettán umsóknir bárust fyrir lok umsóknarfrests en þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Byggðarráð þakkar umsækjendum umsóknirnar og samþykkir að ráða Önnu Magneu Hreinsdóttur í starfið.

10.Borgarneshöfn

1507043

Fulltrúar Faxaflóahafna koma á fundinn og fara yfir stöðu framkvæmda við Borgarneshöfn
Fulltrúar Faxaflóahafna, Gísli Gíslason og Guðmundur Eiríksson, komu á fundinn og fóru yfir stöðu framkvæmda við Borgarneshöfn í haust m.a. áætlaða dýpkun til að koma fyrir flotbryggju.

11.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 129

1507005F

Fundargerð 129. fundar Fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram.

12.Faxaflóahafnir sf. - Arðgreiðslur 2015

1506073

Framlagt bréf Faxaflóahafna sf varðandi arðgreiðslur ársins 2015
Framlagt bréf Faxaflóahafna sf varðandi arðgreiðslur ársins 2015. Þar kemur fram að arður til Borgarbyggðar nemur kr. 7.154.588.-

13.Hafnafundur 2015

1507033

Framlagt fundarboð á Hafnafund 2015
Framlagt fundarboð á Hafnafund 2015.

Fundi slitið - kl. 10:00.