Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

357. fundur 22. október 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Útkomuspá 2015 og milliuppgjör

1510062

Útkomuspá ársins 2015 og 8 mánaða uppgjör lagt fram.
Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri og Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri komu á fundinn og kynntu uppgjör 8 fyrstu mánaða ársins og útkomuspá ársins. Að teknu tilliti til áhrifa af hækkun lífeyrisskuldbindinga, eignasölu og launaleiðréttinga vegna starfsmats er rekstrarniðurstaða áætluð jákvæð sem nemur 57 millj. kr. í árslok.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - undirbúningur

1508079

Staðan og umræða um gjaldskrármál.
Aldís Arna Tryggvadóttir og Eiríkur Ólafsson fóru yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Vinnan er að komast á lokastig og stefnt er að því að leggja áætlunina fram á næsta fundi byggðarráðs til fyrri umræðu.

3.Leikskólinn á Hraunborg - húsnæðismál

1510055

Framlagt bréf frá Foreldrafélagi Hraunborgar
Framlagt bréf frá Foreldrafélagi Hraunborgar varðandi aðbúnað barna í leikskólanum. Samþykkt að fela umhverfis - og skipulagssviði að vinna tillögur að nauðsynlegum úrbótum.

4.Bréf frá skólaráði leikskólans Hnoðrabóls

1510060

Bréf frá Foreldraráði Leikskólans Hnoðrabóls lagt fram.
Bréf frá Foreldraráði Leikskólans Hnoðrabóls lagt fram. Sveitarstjóri greindi frá því að verið væri að skoða leið til að bæta aðstæður til skemmri tíma. jafnframt er áfram unnið að framtíðarlausn í húnsæðismálum Hnoðrabóls og stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir í árslok.

5.Afnot af Hjálmakletti, beiðni

1510064

Framlögð beiðni Sr. Þorbjörns Hlyns Árnasonar vegna afnota af Hjálmakletti fyrir sýningu á vegum prófastdæmisins.
Framlögð beiðni Sr. Þorbjörns Hlyns Árnasonar um gjaldfrjáls afnot af Hjálmakletti fyrir sýningu á vegum prófastdæmisins. Byggðarráð samþykkir beiðnina.

6.Ályktun frá Landsbyggðin lifi

1510059

Framlögð ályktun frá Landsbyggðin lifi.
Framlögð ályktun frá Landsbyggðin lifi.

7.Málefni flóttafólks

1509004

Framlagt bréf Velferðarráðuneytis varðandi móttöku flottamanna.
Framlagt bréf Velferðarráðuneytis varðandi móttöku flottamanna. Anna Magnea Hreinsdóttir sækir fund varðandi málefnið fyrir hönd Borgarbyggðar.

8.Kvistás - umsókn um ljósastaura.

1510065

Lögð fram umsókn um ljósastaura við Kvistás.
Lögð fram umsókn um ljósastaura við Kvistás. Vísað til Umhverfis - og skipulagssviðs og fjárhagsáætlunar 2016.

9.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2016.

1510047

Framlögð beiðni Stígamóta um fjárstyrk 2016.
Framlögð beiðni Stígamóta um fjárstyrk 2016. Vísað til Velferðarnefndar og fjárhagsáætlunar 2016.

10.Fundur nr. 137 - Faxaflóahafnir sf.

1510056

Fundargerð 137., fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. lögð fram.
Fundargerð 137., fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. lögð fram.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 225. mál til umsagnar

1510050

Frá nefndasviði Alþingis - 225. mál til umsagnar, framlagt
Frá nefndasviði Alþingis - 225. mál til umsagnar, framlagt

Fundi slitið - kl. 10:00.