Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

358. fundur 29. október 2015 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun

1503065

Framlagt minnisblað v. frávika frá fjárhagsáætlun 2015.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir stöðuna fyrstu 9 mánuði ársins samanborið við fjárhagsáætlun. Í heildina er staðan jákvæð þótt einstaka liðir fari yfir áætlun. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með stöðuna og þakkar forstöðumönnum fyrir gott samstarf í tengslum við fjárhagsáætlun ársins.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - undirbúningur

1508079

Fjárhagsáætlun ( drög) fyrir árið 2016 lögð fram
Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri og Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kynntu yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun 2016. Fjárhagsáætlun 2016 lögð fram til frekari vinnslu og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að því að allir málaflokkar nái að skila inn fjárhagsáætlun í samræmi við úthlutaðan ramma.

3.Atvinnu - og kynningarmál.

1508078

Minnisblað vegna vinnu við heimasíðu lagt fram.
Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri og Gestur Grjetar Andrésson tölvuumsjónarmaður kynntu hugmyndir um nýja heimasíðu, hlutverk hennar og tilgang. Byggðarráð þakkar þeim kynninguna.

4.Húsmæðraskólinn á Varmalandi - söluferli

1510040

Framlögð tilboð í Húsmæðraskólann á Varmalandi.
Framlögð tilboð í Húsmæðraskólann á Varmalandi. Alls bárust fimm tilboð í eignina Samþykkt að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Iceland incoming ferðir ehf. en tilboð þeirra hljóðaði upp á 210 millj. og fer afhending eignarinnar fram um áramót.

5.Skólastjórn í Andabæ.

1508002

Framlögð tillaga fræðslunefndar Borgarbyggðar um að ráða Sigurð Sigurjónsson skólastjóra Andabæjar.
Framlögð tillaga fræðslunefndar Borgarbyggðar um að ráða Sigurð Sigurjónsson skólastjóra Andabæjar. Byggðarráð staðfestir tillögu fræðslunefndar Borgarbyggðar um skólastjóra Andabæjar og er hann boðinn velkominn til starfa.

6.Skólamál

1505090

Framlögð áskorun starfsmanna Andabæjar og GBF á Hvanneyri varðandi skólamál.
Framlögð áskorun starfsmanna Andabæjar og GBF á Hvanneyri varðandi skólamál. Fulltrúar meirihluta í byggðarráði árétta ákvörðun frá fundi sveitarstjórnar 11. júní sl. Ekki verður farið í frekari vinnu við mat á öðrum leiðum.

7.Ályktanir frá foreldrafélagi GBF

1510077

Tvær ályktanir frá Foreldrafélagi Grunnskóla Borgarfjarðar lagðar fram.
Tvær ályktanir frá aðalfundi Foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar dags. 7. sept. lagðar fram. Varðandi ályktun þar sem óskað er eftir því að fulltrúi frá foreldrafélagi Grunnskóla Borgarfjarðar taki þátt í mótun skólastefnu Borgarbyggðar þá er henni vísað til fræðslunefndar.

Varðandi ályktun þar sem lagt er til að lokun Hvanneyrardeildar verði tekin til endurskoðunar þá áréttar meirihluti byggðarráðs ákvörðun sveitarstjórnar frá 11. júní s.l. um að loka Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar og bjóða upp á samrekinn leik - og grunnskóla upp í 2. bekk í núverandi húsnæði leikskólans Andabæjar stendur óbreytt.

8.Snjómokstur í dreifbýli í Borgarbyggð - viðmiðunarreglur

1510082

Framlögð drög að reglum um snjómokstur í dreifbýli í Borgarbyggð.
Framlögð drög að reglum um snjómokstur í dreifbýli í Borgarbyggð. Samþykkt að vinna áfram að snjómokstursreglum á grunni fyrirliggjandi draga.

9.Tilboð um kaup á fasteignum

1510080

Framlagt bréf Íbúðalánasjóðs um viðræður um kaup sveitarfélaga á íbúðum í eigu sjóðsins.
Framlagt bréf Íbúðalánasjóðs um viðræður um kaup sveitarfélaga á íbúðum í eigu sjóðsins. Byggðarráð gerir ekki ráð fyrir kaupum á eignum ÍLS.

10.Þjónustusamningar við Skorradalshrepp 2015

1509056

Allir þjónustusamningar við Skorradalshrepp framlagðir.
Lögð fram drög að samningum við Skorradalshrepp um kaup á þjónustu af Borgarbyggð á sviði grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, félagsþjónustu, brunamála og safnamála. Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að þessari samningagerð verði lokið fyrir 15. nóv. enda er enginn samningur um grunnskóla til staðar nú sbr. álit Sambands ísl. sveitarfélaga.

11.Vinabæjamót í Borgarbyggð 2017

1510071

Framlagður tölvupóstur frá Norræna félaginu varðandi vinabæjarmót 2017 í Borgarbyggð.
Framlagður tölvupóstur frá Norræna félaginu varðandi vinabæjarmót 2017 í Borgarbyggð. Samþykkt að fá fulltrúa Norræna félagsins í Borgarbyggð á næsta fund byggðarráðs.

12.Hofsstaðir - stofnun lóðar, sumarhús.

1510061

Framlögð umsókn um stofnun sumarhúsalóðar í landi Hofsstaða í Stafholtstungum.
Framlögð umsókn um stofnun sumarhúsalóðar í landi Hofsstaða í Stafholtstungum. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

13.Stapasel - stofnun lóðar, umsókn

1510066

Framlögð umsókn um stofnun lóðar úr landi Stapasels.
Framlögð umsókn um stofnun lóðar úr landi Stapasels. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

14.Endurbygging Grímshúss - umsókn um styrk.

1510079

Framlögð umsókn Grímshússfélagsins um styrk til framkvæmda við Grímshús.
Framlögð umsókn Grímshússfélagsins um styrk til framkvæmda við Grímshús. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

15.Málþing um geðrækt barna og unglinga - umsókn um styrk

1510075

Framlögð umsókn Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi um styrk til að halda málþing um geðrækt barna og unglinga.
Framlögð umsókn Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi um styrk til að halda málþing um geðrækt barna og unglinga. Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50 þús. og verður upphæðin færð á fræðslusvið.

16.Umsókn um styrk árið 2015

1510083

Framlögð umsókn Skógræktarfélags Borgarfjarðar um styrk 2015.
Framlögð umsókn Skógræktarfélags Borgarfjarðar um styrk 2015. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

17.Vegabætur á Grenjadal - umsókn um framlag.

1510078

Framlögð beiðni Veiðifélags Langár um framlag til vegagerðar.
Framlögð beiðni Veiðifélags Langár um framlag til vegagerðar. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis - og skipulagssviðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.