Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

367. fundur 04. febrúar 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Beiðni um styrk v. þróunarstarfs

1601070

Framlögð beiðni um styrk í formi húsnæðis til frumkvöðlastarfs.
Framlögð beiðni um styrk í formi húsnæðis til frumkvöðlastarfs. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og er sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

2.Safnahús Borgarfjarðar - starfsáætlun 2016

1602014

Til fundar mætir Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar og kynnir starfsemi Safnahúss ´1016.
Til fundar mætti Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar og kynnti byggðarráði starfsemi Safnahúss og framtíðarsýn. Byggðarráð þakkar Guðrúnu góða kynningu.

3.132. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands

1602008

Framlögð fundargerð 132. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Framlögð fundargerð 132. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

4.Breyting á byggingarreglugerð - til umsagnar

1601077

Framlagt bréf Umhverfis - og auðlindaráuneytis varðandi fyrirhugaða breytingu á byggingarreglugerð.
Framlagt bréf Umhverfis - og auðlindaráðuneytis varðandi fyrirhugaða breytingu á byggingarreglugerð.

5.Fundargerð 1. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis

1602010

Framlögð fundargerð 1. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis Akrwaneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar
Framlögð fundargerð 1. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

6.Fundargerð 225. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

1602003

Fundargerð 225. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram.
Fundargerð 225. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram.

7.Fundur nr. 140 - fundargerð

1601075

Fundargerð 140. fundar stjórnar Faxaflóahafna lögð fram.
Fundargerð 140. fundar stjórnar Faxaflóahafna lögð fram.

8.Grundartangi Þróunarfélag ehf.

1503016

Framlögð skjöl vegna stofnunar Þróunarfélags Grundartanga
Framlagt erindi starfshóps vegna stofnunar Þróunarfélags Grundartanga. Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun þróunarfélagsins. Fjárhæðin samt. 750 þús. tekin af liðnum ófyrirséð 21-810

9.Dalsmynni, kæra til stjórnar fjallskilaumdæmis v. fjallskila 2015

1512027

Framlögð gögn vegna kæru eig. Dalsmynnis til stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Framlögð gögn vegna kæru eig. Dalsmynnis til stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.

10.Jöfnunarsjóður - tekjur v. bankaskatts

1602009

Framlagt bréf Sókn lögmannsstofu til Jöfnunarsjóðs.
Framlagt bréf Sókn lögmannsstofu til Jöfnunarsjóðs. Sveitarstjóri sagði frá fundi með fulltrúum Jöfnunarsjóðs varðandi úthlutun s.k. bankaskatts. Sveitarstjóra falið að leita samstarfs við önnur sveitarfélög um næstu skref varðandi innheimtu framlaga fyrir árin 2014 og 2015.

11.Ósk um samþykki fyrir sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri

1601031

Framlögð fyrirspurn frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis vegna afgreiðslu á erindi um stofnun sjálfstæðs skóla.
Framlögð fyrirspurn frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis vegna afgreiðslu á erindi um stofnun sjálfstæðs skóla. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna drög að svari fyrir næsta fund byggðarráðs.

12.Til umsagnar 404. mál frá nefndasviði Alþingis

1601071

Framlagt til umsagnar 404. mál frá nefndasviði Alþingis, frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna).
Framlagt til umsagnar 404. mál frá nefndasviði Alþingis, frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna).

13.Beiðni um niðurfellingu rotþróar - og sorphirðugjalda 2016

1602012

Framlögð beiðni Blomstra ehf um niðurfellingu rotþróar - og sorphirðugjalda.
Framlögð beiðni Blomstra ehf um niðurfellingu rotþróar - og sorphirðugjalda. Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis - og skipulagssviðs kom á fundinn og fór yfir málið. Byggðarráð samþykkir að hafna erindi Blomstra ehf.

14.Endurskoðun samstarfssamnings - beiðni

1602013

Framlögð beiðni Golfklúbbsins Glanna og Hreðavatns ehf um endurskoðun á samstarfssamningi
Framlögð beiðni Golfklúbbsins Glanna og Hreðavatns ehf um endurskoðun á samstarfssamningi frá 2011. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis - skipulagssviðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.