Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Ársreikningur 2015
1604010
Lögð fram drög að ársreikningi 2015
Lögð fram drög að ársreikningi 2015. Oddur Gunnar Jónsson frá KPMG sat fundinn undir þessum lið og kynnti drögin. Byggðarráð samþykkti að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 14. apríl.
2.Aðalfundur Nemendagarða MB
1604005
Fundarboð á aðalfund Nemendagarða MB ehf sem haldinn verður 12. apríl n.k.
Fundarboð á aðalfund Nemendagarða MB ehf sem haldinn verður 12. apríl n.k. Byggðarráð samþykkti að Björn Bjarki Þorsteinsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum. Ennfremur að Gunnlaugur Júlíusson verði fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn Nemendagarða MB.
Fylgiskjal: Fundarboð.
Fylgiskjal: Fundarboð.
3.Plan-B, listahátíð
1603088
Beiðni verkefnisstjórnar listahátíðarinnar Plan-B um styrk. Óska eftir að fá að útskýra erindið á fundi byggðarráðs
Beiðni verkefnisstjórnar listahátíðarinnar Plan-B um styrk framlagt. Sigursteinn Sigurðsson f.h. verkefnisstjórnar kom á fundinn og kynnti erindið. Byggðarráð fagnar frumkvæðinu og samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna erindið fyrir stjórnendum þeirra eigna sem um ræðir. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið hvað varðar afnot af húsnæði sveitarfélagsins fyrir listsýningar eftir því sem við verður komið.
Fylgiskjal: Plan-B.
Fylgiskjal: Plan-B.
4.Fjölgun þjónustuíbúða
1601068
Rætt hefur verið við forsvarsmenn Brákarhlíðar um kaup á íbúð í Ánahlíð
Björn Bjarki Þorsteinsson vék af fundi en Jónína Erna Arnardóttir sat fundinn undir þessum lið. Eiríkur Ólafsson sagði frá þeim viðræðum sem farið hafa fram varðandi kaup á þjónustuíbúð i Ánahlíð. Byggðarráð samþykkti að festa kaup á íbúðinni enda er það í samræmi við stefnu Borgarbyggðar í húsnæðismálum. Umsamið kaupverð er 18,8 millj. og er fjármagnað með eignasölu og vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
Fylgiskjal: Húsnæðissstefna Borgarbyggðar frá í febrúar.
Fylgiskjal: Húsnæðissstefna Borgarbyggðar frá í febrúar.
5.Fyrirspurn varðandi Syðri-Hraundal
1604018
Fyrirspurn varðandi Syðri-Hraundal
Framlögð fyrirspurn varðandi lögbýli í Syðri-Hraundal. Samþykkt að vísa erindinu til Umhverfis - skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Fylgiskjal: Erindi eigenda Syðri-Hraundals
Fylgiskjal: Erindi eigenda Syðri-Hraundals
6.Rekstrarstyrkur vegna starfsemi Golfklúbbs Borgarness
1603098
Bréf Golfklúbbs Borgarness um rekstrarstyrk lagt fram.
Bréf Golfklúbbs Borgarness um rekstrarstyrk lagt fram. Byggðarráð samþykkti að bjóða fulltrúa golfklúbbsins að koma á næsta fund byggðarráðs.
7.Úttekt Evrópumiðstöðvar á menntun án aðgreiningar
1603074
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi úttekt á menntun án aðgreiningar
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi úttekt á menntun án aðgreiningar lagt fram. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en það er til umfjöllunar í fræðslunefnd.
Fylgiskjal: Erindi Mennta - og menningarmálaráðuneytis.
Fylgiskjal: Erindi Mennta - og menningarmálaráðuneytis.
8.Upplýsingamál
1603003
Drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum Borgarbyggðar
Drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum Borgarbyggðar lögð fram. Afgreiðslu vísað til næsta fundar byggðarráðs.
Fylgiskjal: Drög að reglum um birtingu gagna.
Fylgiskjal: Drög að reglum um birtingu gagna.
9.Beiðni varðandi forkaupsrétt
1604020
Beiðni eigenda Borgarbrautar 9-13 að Borgarbyggð falli frá forkaupsrétti á eigninni við sölu
Beiðni eigenda Borgarbrautar 9-13 um að Borgarbyggð falli frá forkaupsrétti á eigninni við sölu. Byggðarráð samþykkti að neyta ekki forkaupsréttar við þau eigendaskipti sem fyrirhuguð eru en forkaupsréttur verði áfram áhvílandi á eigninni.
10.Samráðshópur um skólahald á Hvanneyri
1603013
Fundargerð frá 3. fundi samráðshópsins
Fundargerð frá 3. fundi samráðshóps um skólahald á Hvanneyri framlögð.
Fylgiskjal: Fundargerð 3. fundar.
Fylgiskjal: Fundargerð 3. fundar.
11.Vinnuhópur um nýtingu Hjálmakletts
1603087
Fundargerð vinnuhóps um nýtingu Hjálmakletts ásamt vinnuskjölum
Fundargerð vinnuhóps um nýtingu Hjálmakletts ásamt vinnuskjölum lögð fram.
Fylgiskjöl:
Fundargerð 1. fundar
Hjálmaklettur, tæki og tól.
Fylgiskjöl:
Fundargerð 1. fundar
Hjálmaklettur, tæki og tól.
12.Fundargerd_382_hafnasamband Ísland
1603018
Fundargerð 382. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 382. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram.
Verkefni:
Fundargerð 382. fundar.
Verkefni:
Fundargerð 382. fundar.
13.Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 383
1604017
Fundargerð 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram.
Fylgiskjal:
Fundargerð 383. fundar.
Fylgiskjal:
Fundargerð 383. fundar.
14.Umhverfisátak 2016
1604034
Hrafnhildur Tryggvadóttir kom á fundinn og kynnti hreinsunarátak sem fyrirhugað er í lok apríl í tengslum við skólana í héraðinu. Byggðarráð fagnar framtakinu og hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að taka virkan þátt í átakinu.
Fundi slitið - kl. 10:00.