Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

376. fundur 18. maí 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 23 maí 2016

1605049

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár ásamt fylgigögnum.
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár ásamt fylgigögnum. Byggðarráð samþykkir að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundnum.

Fylgiskjal: Fundarboð

2.Ársfundur Landbúnaðarsarfns 2016

1605048

Framlagður ársreikningur Landbúnaðarsafns Íslands ses ásamt ársskýrslu.
Framlagður ársreikningur Landbúnaðarsafns Íslands ses ásamt ársskýrslu. Byggðarráð samþykkir að bjóða forstöðumanni á næsta fund byggðarráðs til að kynna starfsemi safnsins.

3.Beiðni um rekstrarstyrk

1605027

Framlagt bréf frá Hringiðu þar sem farið er fram á stuðning vegna reksturs netkerfis á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Framlagt bréf frá Hringiðu þar sem farið er fram á stuðning vegna reksturs netkerfis á sunnanverðu Snæfellsnesi. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna. Ennfremur að kalla eftir upplýsingum um niðurstöður könnunar SSV um netsamband í dreifbýli.

4.Frá nefndasviði Alþingis - 673. mál til umsagnar

1605025

Framlagt frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, til umsagnar, frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál.
Framlagt frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, til umsagnar, frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál.

5.Fundargerd 384. fundur hafnasamband

1605016

Framlögð fundargerð 384. fundar Hafnasambands Íslands
Framlögð fundargerð 384. fundar Hafnasambands Íslands.

6.Fundargerð 838. fundar stjórnar sambandsins

1605023

Fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.
Fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.

7.Grundartangi Þróunarfélag ehf.

1503016

Framlagðar leiðréttar samþykktir fyrir Þróunarfélag Grundartanga ásamt hluthafasamkomulagi.
Framlagðar leiðréttar samþykktir fyrir Þróunarfélag Grundartanga ásamt hluthafasamkomulagi. Byggðarráð gerir eki athugasemdir við framkomnar breytingar.
Byggðarráð samþykkir að Geirlaug Jóhannsdóttir verði fulltrúi í stjórn félagsins og Jónína Erna Arnardóttir til vara.

Fylgiskjöl: Samþykktir og hluthafasamkomulag.

8.Heimasíða Borgarbyggðar

1604060

Ný heimasíða tekin í notkun. Síðan er unnin af fyrirtækinu Tækniborg ehf ásamt starfsmönnum Borgarbyggðar. Öllum þeim sem komið hafa að vinnslu hennar eru færðar þakkir. Kristján Gíslason mun annast ritstjórn hennar.

9.Plastpokalaus Borgarbyggð.

1605008

Máli vísað til byggðarráðs á 141. fundi sveitarstjórnar.
Máli vísað til byggðarráðs á 141. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkir að stofna þriggja manna hóp sem taka skal saman helstu upplýsingar um innleiðingu plastpokaalauss sveitarfélags. Sveitarstjóra falið að gera tillögu að erindisbréfi fyrir hópinn.

10.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

1605047

Framlögð samþykkt um meðhöndlun úrgangs ásamt minnisblaði
Framlögð samþykkt um meðhöndlun úrgangs ásamt minnisblaði. Byggðarráð samþykkir samþykktina.

11.Snorraverkefnið 2016 - umsókn um styrk

1511020

Framlagt erindi frá The Snorri Program um styrk árið 2016.
Framlagt erindi frá The Snorri Program um styrk árið 2016. Byggðarráð samþykkir erindið.

12.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Máli vísað til byggðarráðs á 141. fundi sveitarstjórnar.
Máli vísað til byggðarráðs á 141. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkir að halda málþing í haust um áskoranir í ferðaþjónustu í Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkir ennfremur að fela sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um stefnu um ferðaþjónustu í Borgarbyggð sem stofnaður verður um áframhaldandi vinnu við stefnuna.

13.Til umsagnar 670. mál frá nefndasviði Alþingis

1605024

Framlagt frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál.
Framlagt frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál.

14.Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála

1605055

Lagt fram minnisblað um styrki til íþrótta- og æskulýðsmála.
Lagt fram minnisblað um styrki til íþrótta- og æskulýðsmála. Fjármálastjóri kynnti efni minnisblaðsins. Byggðarráað óskar eftir frekari sundurliðun á afnotum af íþróttamannvirkjum og yfirlit yfir afslætti af fasteignagjöldum.

15.Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi

1503031

Franmlögð fundargerð frá fundi 17.5.2016
Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá fundi 17.5.2016. Pálmi Sævarsson, Anna Magnea Hreinsdóttir og Guðrún Hilmisdóttir sátu fundinn undir þessum lið og kynntu þær hugmyndir sem fram eru komnar. BYggingarnefndin mun ganga frá tillögu sinni til byggðrráðs og sveitarstjórnar í næstu viku. Byggðarráð leggur áherslu á það að farið verði í nauðsynlegar lagnaframkvæmdir innanhúss í sumar.

16.Tilboð í sal að Borgarbraut 65a

1605064

Lagt fram tilboð í Verkborgar ehf sal að Borgarbraut 65a
Lagt fram tilboð í Verkborgar ehf sal að Borgarbraut 65a. Byggðarráð samþykkir að hafna framkomnu tilboði.

17.Tillaga um breytingu á hámarkshraða

1605065

Framlagt erindi frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi þar sem hann leggur til lækkun hámarskhraða á Borgarbraut úr 50 km/klst í 30 km/klst.
Framlagt erindi frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi þar sem hann leggur til lækkun hámarskhraða í Hrafnakletti úr 50 km/klst í 30 km/klst. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi kl. 10:15.

Fundi slitið - kl. 10:00.