Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2016
1604088
Lagður fram samanburður við fjárhagsáætlun um rekstur janúar - apríl 2016.
2.Styrkir til greiðslu fasteignaskatta
1605122
Lagt fram yfirlit um styrki til greiðslu fasteignaskatta 2016 í samræmi við reglur Borgarbyggðar
Lagt fram yfirlit um styrki til greiðslu fasteignaskatta 2016 í samræmi við reglur Borgarbyggðar. Eiríkur Ólafsson sat fundinn undir þessum lið.
Fylgiskjal: Yfirlit um styrki.
Fylgiskjal: Yfirlit um styrki.
3.Veiðifélag Norðurár - aðalfundur 2016
1605115
Framlagt aðalfundarboð á fund Veiðifélags Norðurár.
Framlagt aðalfundarboð á fund Veiðifélags Norðurár. Byggðarráð samþykkir að Kristján Axelsson í Bakkakoti verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Fylgiskjal: Fundarboð
Fylgiskjal: Fundarboð
4.Bréf v. athugasemda við stjórnsýslu
1604083
Framlagt bréf Þorsteins Mána varðandi drátt á afgreiðslu erindis.
Framlagt bréf Þorsteins Mána Árnasonar varðandi drátt á afgreiðslu erindis. Lulu Munk Andersen skipulags - og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð harmar þann drátt sem orðið hefur, sökum mikilla anna, á formlegu svari og felur sveitartjóra að vinna að svari og ennfremur að ræða við bréfritara. Ennfremur óskar byggðarráð eftir yfirliti yfir erindi sem bréfritari hefur sent til sveitarfélagsins og afgreiðslu þeirra.
Fylgiskjal: Bréf Þorsteins Mána
Fylgiskjal: Bréf Þorsteins Mána
5.Fundargerd_385_Hafnasamband Íslands
1605108
Framlögð fundargerð 385. fundar Hafnasambands Íslands.
Framlögð fundargerð 385. fundar Hafnasambands Íslands.
6.Fundur nr. 146 - stjórn Faxaflóahafna
1605109
Fundargerð 146. fundar stjórnar Faxaflóahafnar sf. lögð fram.
Fundargerð 146. fundar stjórnar Faxaflóahafnar sf. lögð fram.
7.Plastpokalaus Borgarbyggð.
1605008
Lagt fram erindisbréf vinnuhóps ásamt því að skipað verður hópinn
Lagt fram erindisbréf vinnuhóps um plastpokalausa Borgarbyggð. Samþykkt að tilnefna Björk Jóhannsdóttur, Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur og Þorstein Eyþórsson í vinnuhópinn.
Fylgiskjal: Erindisbréf
Fylgiskjal: Erindisbréf
8.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði
1401099
Lagt fram breytt erindisbréf vinnuhóps ásamt því að skipað verður í hópinn
Lagt fram breytt erindisbréf vinnuhóps um stefnu varðandi þjónustu við ferðamenn. Byggðarráð samþykkir erindisbréfið með þeirri breytingu að sveitarstjóri starfar með vinnuhópnum. Skipan vinnuhóps er frestað þar til tilnefningar liggja fyrir.
Fylgiskjal: Erindisbréf
Fylgiskjal: Erindisbréf
9.Ársfundur Landbúnaðarsarfns 2016
1605048
Bjarni Guðmundsson forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands kemur á fundinn og fer yfir málefni safnsins.
Bjarni Guðmundsson og Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Landbúnaðarsafni Íslands komu á fundinn og fóru yfir málefni safnsins. Aðsókn að safninu hefur aukist og náði heildarfjöldi gesta 5000 á síðasta ári. Lýstu þau þeim möguleikum sem gömlu húsin á Hvanneyri og friðlandið geta falið í sér. Færði Bjarni sveitarfélaginu að gjöf tvær bækur sem safnið hefur gefið út, frá Hestum til hestafla og Íslenskir sláttuhættir, ennfremur ritið Nýting flæðiengja í Borgarfirði. Byggðarráð þakkar fróðlega kynningu og góðar gjafir. Byggðarráð samþykkir að endurskoða samning sveitarfélagsins við Landbúnaðarsafnið í aðdraganda næstu fjárhagsáætlunar.
10.Saga jarðvangur
1604084
Framlagt erindi frá stjórn Saga jarðvangur
Framlagt erindi frá stjórn Saga jarðvangur um tilnefningu í stjórn. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Gunnlaug A Júliusson og Huldu Hrönn Sigurðardóttur í stjórn Saga jarðvangs.
Fylgiskjal: Erindi frá Saga jarðvangur
Fylgiskjal: Erindi frá Saga jarðvangur
11.Kveldúlfsgata, viðhald 2015
1503003
Framlögð gögn er varða malbikun Kveldúlfsgötu.
Framlögð gögn er varða malbikun Kveldúlfsgötu. Með tilvísun í innkaupareglur er verkið útboðsskylt og samþykkir byggðarráð að hefja útboðsferli svo fljótt sem verða má.
12.Almenningssamgöngur á Vesturlandi
1605123
Framlagt bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi almenningssamgöngur.
Framlagt bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi almenningssamgöngur. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til vinnuhóps um almenningssamgöngur.
13.Frá nefndasviði Alþingis - 785. mál til umsagnar
1605125
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál.
Framlagt frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál.
14.Vinna barna og unglinga - dreifibréf
1605124
Framlagt bréf Vinnumálastofnunar varðandi vinnu barna og unglinga.
Framlagt bréf Vinnumálastofnunar varðandi vinnu barna og unglinga.
15.Rekstrarstyrkur vegna starfsemi Golfklúbbs Borgarness
1603098
Erindi Golfklúbbs Borgarness um rekstrarstyrk, framhald.
Erindi Golfklúbbs Borgarness um rekstrarstyrk. Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu þar sem styrkur vegna ársins hefur þegar verið greiddur.
16.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundur 31.5.2016
1605126
Framlögð fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 31.5.2016
Framlögð fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 31.5.2016
17.Árberg 4 - kauptilboð
1605114
Framlagt svar við gagntilboði Borgarbyggðar
Framlagt svar við gagntilboði Borgarbyggðar, að upphæð 16,2 millj. við tilboði í Árberg 4. Hefur því tilboði verið tekið. Byggðarráð samþykkir söluna.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Fylgiskjal: Frávikagreining