Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

380. fundur 23. júní 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Erindi v. stöðvunarkröfu á framkvæmdir við Borgarbraut 57 - 59

1606036

Framlög krafa Advel lögmanna um frestun útgáfu byggingarleyfis á Borgarbraut 57 - 59.
Framlögð krafa Advel lögmanna um frestun útgáfu byggingarleyfis á Borgarbraut 57 - 59. Byggðarráð sér ekki ástæðu til að hlutast til um útgáfu byggingarleyfis þar sem leyfisveiting er á verksviði byggingarfulltrúa.

2.Fjárhagsáætlun 2017

1606055

Fjárhagsáætlun 2017
Rætt um næstu skref við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

3.Frá nefndasviði Alþingis - 764. mál til umsagnar

1606057

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar til¬lögu til þingsálykt¬un¬ar
um fram¬kvæmda¬áætl¬un í jafn¬rétt¬is¬mál¬um fyr¬ir árin 2016?2019, 764. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar
um framkvæmda áætlun í jafnréttsmálum fyrr árin 2016 - 2019, 764. mál.

4.Gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar 2016

1606054

Framlagðar tillögur að gjaldskrá, ásamt greinargerð, fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.
Framlagðar tillögur að gjaldskrá, ásamt greinargerð, fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar. Byggðarráð staðfestir gjaldskrána.

Fylgiskjal:

5.Gjöf til þjóðar

1606033

Framlagt erindi Grifflu, bókaforlags um styrk vegna radfrænnar útgáfu Íslendingasagna.
Framlagt erindi Grifflu, bókaforlags um styrk vegna rafrænnar útgáfu Íslendingasagna. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Skólaakstur, útboð 2017

1606064

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi útboð á skólaakstri.
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi útboð á skólaakstri. Byggðarráð samþykkir að viðhafa það verklag sem þar er lagt til.

Fylgiskjal:

7.Tryggingar sveitarfélagsins

1606052

Rætt um hvort bjóða eigi út tryggingar sveitarfélagsins og lagt fram minnisblað fjármálastjóra.
Rætt um hvort bjóða eigi út tryggingar sveitarfélagsins og lagt fram minnisblað fjármálastjóra. Byggðarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að undirbúa útboð á tryggingum sveitarfélagsins.

8.Umsókn um leikskólapláss

1606063

Framlögð umsókn um 1/2 leikskólapláss
Framlögð umsókn um 1/2 leikskólapláss. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar fjölskyldusviðs.

9.Breyting á skipan í usl-nefnd

1606058

Breyting á fulltrúum Vg í umhverfis - skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir tilnefnd aðalmaður í umhverfis - skipulags- og landbúnaðarnefnd, Sigríður Brynleifsdóttir til vara.

Samþykkt samhljóða.

10.Ritnefnd um ritun sögu Borgarness - erindi

1606040

Mál frá síðasta fundi.
Erindi ritnefndar um sögu Borgarness um rýmri tíma til frágangs og heimild til útgáfu í tveimur bindum lögð fram. Byggðarráð samþykkti að veita 1,5 millj. kr. til að verkið verði gefið út í tveimur bindum. Auk þess er staðfest að fengist hefur styrkur frá Mennta - og menningarmálaráðuneytinu til verksins.
Guðveig sat hjá við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við aðila máls.

11.Umferðaröryggismál

1603071

Fulltrúi Vegagerðar kemur til fundar skv. bókun á síðasta fundi byggðarráðs.
Fulltrúar Vegagerðarinnar, Ingvi Árnason og Pálmi Sævarsson koma til fundar til viðræðna um umferðaröryggismál í tengslum við þjóðveg 1 við Klettaborg, skv. bókun á síðasta fundi byggðarráðs. Byggðarráð þakkar þeim komuna og leggur áherslu á að úrbætur varðandi umferðaröryggi komist til framkvæmda sem allra fyrst. Byggðarráð felur framkvæmda - og skipulagssviði að hefja vinnu við undirbúning að umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.

Fylgiskjal:

12.Breyting á skipan í yfirkjörstjórn

1606068

Breytingar á yfirkjörstjórn Borgarbyggðar lagðar fram til samþykktar.
Breytingar á kjörstjórn Borgarbyggðar vegna forsetakosninga lagðar fram til samþykktar. Byggðarráð samþykkir tímabundna breytingu á kjörstjórn sem felur í sér að Þórir Páll Guðjónsson verði varamaður Sigríðar H. Skúladóttur í stað Skúla Ingvarssonar og Unnsteinn Elíasson verði varamaður Sveins G Hálfdánarsonar.

13.Skotæfingasvæði - drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands

1406134

Viðræður við forsvarsmenn um framhaldið
Forsvarsmenn Skotfélags Borgarfjarðar, þeir Þórður Sigurðsson, Kristján Pálsson og Stefán Ólafsson mættu til fundar um aðstöðu fyrir skotæfingasvæði. Eins sat fundinn Pálmi Blængsson framkvæmdastjóri UMSB. Byggðarráð þakkar þeim komuna og mun áfram vinna að málinu.

14.Mótorsportfélag Borgarfjarðar

1502085

Viðræður við forsvarsmenn um framhald máls.
Forsvarsmenn Mótorsportfélags Borgarfjarðar, Bergur Jónsson og Magnús Heiðarsson mættu til fundar um aðstöðu fyrir mótorkrossbraut. Einnig sat fundinn Pálmi Blængsson framkvæmdarstjóri UMSB. Kynnt var minnisblað þar sem fram komu athugasemdir Mótorsportfélags Borgarfjarðar við skýrslu um hljóðmælingar. Byggðarráð þakkar þeim komuna og mun áfram vinna að málinu.

15.150 ára afmæli Borgarness

1606069

Skipan afmælisnefndar vegna 150 ára afmælis Borgarness rædd.
Skipan afmælisnefndar vegna 150 ára afmælis Borgarness rædd. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að erindisbréfi fyrir nefndina.

16.Starfsmannamál

1603005

Rætt um starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.

17.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundur 21.06.2016

1606073

Fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 21.06. lögð fram.
Fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 21.06. lögð fram.

18.Kveldúlfsgata, viðhald 2015

1503003

Umræður um framhald framkvæmda við Kveldúlfsgötu
Umræður um framhald framkvæmda við Kveldúlfsgötu.
Byggðaráð samþykkir að ganga til samninga við Borgarverk um malbikun Kveldúlfsgötu og endurnýjun undirlag. Framkvæmdin verði unnin í beinu framhaldi af endurnýjun lagna sem nú er að ljúka og áður en vinna hefst við malbikun gangstétta.

Í útboðs og verklýsingu frá júní 2015 var tekið fram að endurnýja skuli gangstéttir og setja nýjan kantstein en ekki verður endurnýjað malbik í götu nema þar sem lagfæra þarf eftir skurði lagna/strengja. Verkinu átti að ljúka 15. október 2015 en verklok hafa tafist um 8 mánuði af ýmsum ástæðum. Nú sér fyrir endann á endurnýjun lagna og ljóst er að malbika þarf götuna í heild sinni og efnisskipta undirlagi.

Í 13. Grein Innkaupareglna Borgarbyggðar er fjallað um samningskaup án undnagenginnar útboðsauglýsingar. Í h lið segir að "Þegar um er að ræða viðbótarverk eða viðbótarþjónustu sem ekki var gert ráð fyrir í áður umsömdu verki og nauðsynlegt er, vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna, að sami aðili sjái um, enda sé ekki unnt að skilja verkið eða þjónustuna frá áður umsömdu verki af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum án stórfelldra vandkvæða fyrir kaupanda. Sama á við ef viðbótarverk eða viðbótarþjónusta er óhjákvæmileg til að ljúka áður umsömdu verki eða þjónustu. Samanlegt verðgildi samning um viðbótarverk eða viðbótarþjónustu skal ekki nema hærri fjárhæð en helmingi af upphaflegri samningsfjárhæð."

Á framkvæmdaáætlun fyrir 2016 voru 10 milljónir ætlaðar í malbikun á Kveldúlfsgötu. Viðauki verður gerður vegna þeirra fjármuna sem upp á vantar ef framkvæmdafé verður að fullu nýtt innan ársins.

Fundi slitið - kl. 10:00.