Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

382. fundur 07. júlí 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Atvinnumál

1602066

Ftamlagðir tölvupóstar frá Reginn Grímssyni f.h. Fibra hópsins.
Framlagðir tölvupóstar frá Reginn Grímssyni f.h. Fibra hópsins. Byggðarráð fagnar áhuga fyrirtækisins á því að hefja starfsemi í sveitarfélaginu felur svetarstjóra að vera áfram í sambandi við bréfritara.

2.Fjárhagsáætlun 2017

1606055

Lögð fram tillaga að skiptingu á milli málaflokka í rekstraráætlun 2017
Lagðir fram útreikningar að skiptingu milli málaflokka í rekstraráætlun 2017 að teknu tilliti til fyrirsjáanlegra launa - og verðlagsbreytinga.

3.Fundargerð 841. fundar stjórnar sambandsins

1606115

Fundargerð 841. fundar stjórnar sambandsins framlögð.
Fundargerð 841. fundar stjórnar sambandsins framlögð.

4.S.Þ. úttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi

1606106

Framlögð úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda í aðildarríkjunum.
Framlögð úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda í aðildarríkjunum.

5.Samkomulag um umsýslu með útleigu

1607007

Lagður fram viðauki við samkomulag milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar um umsýslu með útleigu á húsnæðinu að Borgarbraut 54
Lagður fram viðauki við samkomulag milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar um umsýslu með útleigu á húsnæðinu að Borgarbraut 54. Byggðarráð samþykkir samkomulagið.

6.Skógarkerfill

1607008

Framlagt tölvubréf frá Guðbrandi Brynjúlfssyni Brúarlandi varðandi útbreiðslu skógarkerfils.
Framlagt tölvubréf frá Guðbrandi Brynjúlfssyni Brúarlandi varðandi útbreiðslu skógarkerfils. Byggðarráð þakkar bréfið og samþykkir eftirfarandi:

"Sveitarfélaginu hefur borist ábending um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér ef kerfill nær að dreifa óhindrað úr sér innan sveitarfélagsins. Byggðaráð deilir þessum áhyggjum og telur brýnt að brugðist sé við þessari þróun áður en hún verður illviðráðanleg. Það er hins vegar ekki á valdi sveitarfélagsins að stöðva þessa þróun heldur er hér um að ræða samfélagslegt verkefni íbúa og félagasamtaka í sveitarfélaginu. Byggðaráð skorar því á alla þá sem málið varðar, hvort sem er um að ræða einstaklinga eða félagasamtök að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að uppræta kerfilinn þar sem mögulegt er og leggja þannig sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu en orðið er. Sveitarfélagið mun birta nánari upplýsingar á heimasíðu sinni um málið."

7.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

1606112

Framlögð auglýsing frá Orkusjóði vegna styrkja til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Framlögð auglýsing frá Orkusjóði vegna styrkja til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

8.Styrkur til framkvæmda við Grímshús

1606118

Lagður fram samningur um styrk til framkvæmda við Grímshús
Lagður fram samningur um styrk frá Minjastofnun til framkvæmda við Grímshús að upphæð 7 millj. kr. Byggðarráð lýsir ánægju sinni með aðkomu Minjastofnunar að endurgerð hússins.

9.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

1606117

Framlögð auglýsing frá Minjastofnun um styrki til að undirbúa verndarsvæði í byggð.
Framlögð auglýsing frá Minjastofnun um styrki til að undirbúa verndarsvæði í byggð. Byggðarráð samþykkir að vísa auglýsingunni til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

10.Reykholtssókn - styrkbeiðni

1607009

Framlögð beiðni frá sóknarnefnd Reykholtskirkju um styrk vegna 20 ára afmælis kirkjunnar.
Framlögð beiðni frá sóknarnefnd Reykholtskirkju um styrk vegna 20 ára afmælis kirkjunnar. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

11.Fundur nr. 147

1607010

Framlögð fundargerð 147. fundar stjórnar Faxaflóahafna.
Framlögð fundargerð 147. fundar stjórnar Faxaflóahafna.

12.Reglur um gistingu í Borgarbyggð utan skipulagðra tjaldsvæða

1607012

Framlögð drög að reglum um gistingu í Borgarbyggð utan skipulagðra tjaldsvæða
Framlögð drög að reglum um gistingu í Borgarbyggð utan skipulagðra tjaldsvæða. Byggðarráð samþykkir að vísa þessum lið til umfjöllunar í umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

13.Bréf dags. 4. júlí 2016

1607011

Framlagt bréf Ikan ehf. varðandi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis
Framlagt bréf Ikan ehf. varðandi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfritara. Byggðarráð tekur alvarlega þær ábendingar sem koma fram í bréfi Umboðsmanns Alþingis frá 21. júní sem snúa að málshraða og afgreiðslu mála. Sveitarstjóra falið að yfirfara verkferla við afgreiðslu erinda og leggja fram minnisblað fyrir byggðarráð í ágúst.

14.Grímarsstaðir - stofnun lóðar, Grímarsstaðir 5

1607013

Framlögð umsókn um stofnun lóðar, Grímarstaðir 5, úr landi Grímarsstaða.
Framlögð umsókn um stofnun lóðar, Grímarsstaðir 5, úr landi Grímarsstaða. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

15.Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd - 36

1607001F

Fundargerðin lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

Fundi slitið - kl. 10:00.