Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2016
1604088
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnir samanburð við fjárhagsáætlun fyrir fyrstu 7 mánuði ársins.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, kynnti rekstrarniðurstöður fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Helstu niðurstöður voru að rekstur fyrstu sjö mánuði ársins er í jafnvægi miðað við fjárhagsáætlun. Gæta þarf þó að launakostnaði einstakra málaflokka.
2.Fjármál 2016 - sex mánaða uppgjör
1609044
Sex mánaða uppgjör fyrir sveitarfélagið lagt fram.
Haraldur Reynisson fulltrúi KPMG mætti til fundarins. Hann lagði fram niðurstöður úr sex mánaða uppgjöri fyrir Borgarbyggs fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstöður uppgjörsins eru á þann veg að niðurstöður rekstrar eru í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
3.Þjónusta við aldraða
1607129
Þjónusta við aldraða - máli vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn 8.9.2016
Lagt fram samantekt Rósu Marinósdóttur, dags. 7. september 2016, þar sem koma fram upplýsingar um fjölda þeirra sem eru í bið eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð Borgarnesi og einnig þá sem eru í bið eftir hvíldarinnlögnum þar. Einnig koma fram í erindinu upplýsingar um fjölda þeirra sem eru í dagdvöl í Brákarhlíð. Erindinu var vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn á fundi hennar þann 8. september sl. Til fundarins mættu Magnús B. Jónsson formaður stjórnar Brákarhlíðar og Rósa Marinósdóttir yfirhjúkrunarfræðingur HVE.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun: "Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur heilbrigðisráðherra til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og dagdvalarrýmum í hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð. Biðlisti eftir dvöl í Brákarhlíð er langur og hefur orðið til þess að fólk þarf að leyta í önnur héruð til dvalar eða er fast á sjúkrahúsum vegna heilsubrests. Varðandi dagdvalarrými þá er heimild einungis fyrir 4 rýmum og eru þau algerlega fullnýtt og margir um hvert rými, byggðarráð telur mörg rök hníga í þá átt að þeim verði einnig fjölgað. Vakin er athygli á því að aðeins er boðið upp á heimahjúkrun á virkum dögum í Borgarbyggð, ekki um helgar eða á helgidögum, sú staða er óviðunandi og styður m.a. þá ósk byggðarráðs að fyrrgreindum rýmum verði fjölgað á árinu 2016".
Byggðarráð samþykkir ennfremur að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra um stöðu mála sbr. bókun.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun: "Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur heilbrigðisráðherra til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og dagdvalarrýmum í hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð. Biðlisti eftir dvöl í Brákarhlíð er langur og hefur orðið til þess að fólk þarf að leyta í önnur héruð til dvalar eða er fast á sjúkrahúsum vegna heilsubrests. Varðandi dagdvalarrými þá er heimild einungis fyrir 4 rýmum og eru þau algerlega fullnýtt og margir um hvert rými, byggðarráð telur mörg rök hníga í þá átt að þeim verði einnig fjölgað. Vakin er athygli á því að aðeins er boðið upp á heimahjúkrun á virkum dögum í Borgarbyggð, ekki um helgar eða á helgidögum, sú staða er óviðunandi og styður m.a. þá ósk byggðarráðs að fyrrgreindum rýmum verði fjölgað á árinu 2016".
Byggðarráð samþykkir ennfremur að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra um stöðu mála sbr. bókun.
4.Ljósleiðari í Borgarbyggð
1602023
Framhald umræðna um ljósleiðara og undirbúningur samnings við Guðmund Daníelsson.
Til fundarins mætti Guðmundur Daníelsson ráðgjafi. Hann fór yfir ýmis atriði sem varða undirbúning að lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð, uppsetningu að umsókn um styrk í Fjarskiptasjóð og samskipti við fjarskiptafyrirtæki í þessu sambandi. Eins sat fundinn undir þessum lið Eiríkur Ólafsson.
Byggðarráð samþykkti að ganga til samninga við Guðmund Daníelsson um frumhönnun og kostnaðarmat á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
Byggðarráð samþykkti að ganga til samninga við Guðmund Daníelsson um frumhönnun og kostnaðarmat á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
5.Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga
1609042
Framlagt bréf Mílu ehf dags. 10.9.2016 þar sem fram kemur áhugi á því að koma að lagningu ljósleiðara um hinar dreifðu byggðir Íslands.
Framlagt bréf Mílu ehf dags. 10. september 2016 þar sem fram kemur áhugi fyrirtækisins á að koma að lagningu ljósleiðara um hinar dreifðu byggðir Íslands og samstarfi við sveitarfélög landsins um það verkefni.
6.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerð 9.9.2016.
1609038
Fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 9.9.2016 lögð fram.
Fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 9.9.2016 lögð fram.
7.Fundargerð 842. fundar, dags 2.9.2016
1609037
Framlögð fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 2.9.2016
Framlögð fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 2.9.2016
8.Hótellóð í Brákarey - umsókn
1609032
Framlagt bréf Landnámsseturs íslands dags. 1.9.2016 varðandi lóð undir hótel í Brákarey.
Lagt fram bréf Kjartans Ragnarssonar, forstöðumanns Landnámssetursins, þar sem Landsnámssetrið í Borgarnesi lýsir yfir áhuga sínum um að reisa hótel í Brákarey. Það svæði sem tiltekið er í bréfinu er á hafnarsvæðinu í Brákarey og nefnist í daglegu tali Gamla bryggjan.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefnd.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefnd.
9.Umsókn um lóð - Lóuflöt 3
1609015
Framlögð umsókn Magnúsar Jónssonar, dags 31.8.2016 um lóð að Lóuflöt 3 á Hvanneyri
Framlögð umsókn Magnúsar B. Jónssonar, kt. 2408423279, til heimilis að Ásvegi 7 Hvanneyri, dags 31.8.2016 um lóð að Lóuflöt 3 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til umsækjanda.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til umsækjanda.
10.Íbúðir á Varmalandi - fyrirspurn
1609033
Framlagt bréf Stefnis Þórs Kristinssonar dags. 6.9.2016 er varðar kaup á íbúðum á Varmalandi.
Framlagt bréf Stefnis Þórs Kristinssonar, dags. 6. September 2016 þar5 sem hann lýsir yfir áhuga sínum á að fá að gera tilboð í fjölbýlishús með fjórum íbúðum á Varmalandi. Vísað er til fundarsamþykktar frá fundi nr. 129 þann 11. Júní 2015. Fram kom að eignaskiptasamningur er ekki frágenginn en hann er forsenda þess að hægt sé að selja íbúðirnar.
Byggðarráð samþykkti að auglýsa íbúðirnar til sölu þegar eignaskiptasamningur liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkti að auglýsa íbúðirnar til sölu þegar eignaskiptasamningur liggur fyrir.
11.Kosningavakning ungs fólks
1609008
Hvatningarbréf, dags. 29.8.2016 vegna verkefnisins "kosningavakning" lagt fram.
Framlagt bréf innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra dags. 26. Ágúst 2016, þar sem kemur fram hvatning til grunn- og framhaldsskóla í tilefni alþingiskosninga sem framundan eru að skólarnir stuðli að eflingu lýðræðisvitundar barna og ungmenna með upplýstri umræðu um kosningar og lýðræði og mikilvægi þess að hver einstaklingur nýti sér kosningaréttinn.
Byggðarráð tekur undir hvatningu innanríkis- og mennta- og menningarmálaráðherra í þessu efni.
Byggðarráð tekur undir hvatningu innanríkis- og mennta- og menningarmálaráðherra í þessu efni.
12.Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna
1609003
Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna lögð fram.
Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna lögð fram.
13.Sorpurðun Vesturlands - stjórnarfundir dags. 13.6 og 24.8. 2016
1609002
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 13.6 og 24.8. 2016.
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 13.6 og 24.8. 2016.
14.Hamars- og Kárastaðaland - rammaskipulag
1609043
Fyrstu skref í skipulagningu Hamars- og Kárastaðalands.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis - og skipulagssviði að hefja undirbúning að vinnu við rammaskipulag Hamars - og Kárastaðalands.
15.Úttekt slökkviliða 2016 - Borgarbyggð
1609041
Framlagðar niðurstöður úttektar Mannvirkjastofnunar dags. 5.9.2016 á Slökkviliði Borgarbyggðar.
Framlög úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Vesturlands sem framkvæmd var vorið 2016. Í úttektinni kom fram yfirlit um ýmis atriði sem betur megi fara í framkvæmd og búnaði Slökkviliðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð þakkar úttektina og vísar þeim athugasemdum til fjárhagsáætlunar sem krefjast fjárfestinga. Öðrum athugasemdum sem varða um framkvæmd og verklag er vísað til slökkvistjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð þakkar úttektina og vísar þeim athugasemdum til fjárhagsáætlunar sem krefjast fjárfestinga. Öðrum athugasemdum sem varða um framkvæmd og verklag er vísað til slökkvistjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar.
16.Alþingiskosningar okt. 2016
1609004
Framlagt minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sveitarfélögum í komandi alþingiskosningum.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. Ágúst 2016, þar sem skýrðar eru niðurstöður tilraunaverkefnis sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélag Íslands stóðu að í sambandi við forsetakjör sl. vor. Verkefnið átti að auka möguleika kjósenda á að kjósa utankjörstaðakosningu og auka þar með kosningaþátttöku. Almennt var reynsla verkefnisins góð og voru flest þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt í því tilbúin að halda slíku verklagi áfram.
17.Fundur í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarstjóra þann 7. september nk. í Borgarnesi
1608094
Framlögð fundargerð frá fundi lögreglu og sveitarstjóra dags. 7. sept. 2016.
Framlögð fundargerð frá fundi lögreglu og sveitarstjóra dags. 7. sept. 2016.
18.Póstdreifing á Hvanneyri
1609036
Umræður um póstdreifingu á Hvanneyri -
Á Hvanneyri er pósti dreift þrisvar í viku. Unnið er að því að afla upplýsinga um póstdreifingu á þéttbýlisstöðum á landinu sem hafa áþekkan íbúafjölda og Hvanneyri. Niðurstöður liggja ekki fyrir.
Byggðarráð samþykkti að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
Byggðarráð samþykkti að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 10:00.