Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

393. fundur 27. október 2016 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2016

1604088

Greining á frávikum frá rekstraráætlun jan - sept 2016
Lagt fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar fyrstu níu mánuði ársins 2016, greidd laun á sama tímabili svo og frávikagreining frá fjárhagsáætlun fyrir árið. Einnig var lagt fram yfirlit um framkvæmdir á árinu 2016. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlögð gögn. Einnig mættu Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs og Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna til fundarins og skýrðu út stöðu framkvæmda. Byggðarráð samþykkir miðað við framkomnar upplýsingar að gámaplan við Sólbakka 29 verði girt af þannig að unnt verði að taka það í notkun.

2.Fjárhagsáætlun 2017

1606055

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs dags. 25.10. vegna fjárhagsáætlunar 2017. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlögð gögn.

3.Ósk um langtímaleigusamning á langspildu

1610094

Framlagt erindi frá LAVA-Hótel Varmaland ehf varðandi langtímaleigusamning á landi á Varmalandi.
Framlagt erindi frá LAVA-Hótel Varmaland ehf dags. 19.10. 2016 þar sem lögð er fram beiðni um langtímaleigusamning á landi fyrir ofan og framan gamla húsmæðraskólann sem LAVA - hotel Varmaland hefur keypt. Einnig voru lagðar fram af hálfu LAVA - hotel Varmaland óskir um viðræður við sveitarfélagið um nýtingu á fleiri mannvirkjum á Varmalandi. Byggðarráð samþykkti að vísa þeim hluta erinddis sem snýr að landleigu til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar. Byggðarráð áréttar að sú stefna hefur verið mótuð að íbúðirnar verði seldar. Byggðarráð lýsir yfir áhuga á viðræðum við bréfritara um nýtingu á félagsheimilinu Þinghamri og sundlaug.

4.Rekstrarkostnaður á hvert heilsdagsígildi eftir stærð leikskóla

1610052

Framlögð skýrsla dags. 10. okt. 2016 um rekstrarkostnað á hvert heildagsígildi í leikskólum á árinu 2015 sem unnin hefur verið af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Byggðarráð þakkar skýrsluna og telur þær upplýsingar sem í henni felast vera gagnlegar inn í frekari umræðu um málefni leikskóla í Borgarbyggð.

5.Sorphirðuútboð 2016

1509075

Framlagt bréf dags. 18.10.2016 frá Akraneskaupstað þar sem gerð er grein fyrir opnun tilboða í Sorphirðu á Akranesi og Borgarbyggð. Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið. Hún skýrði út niðurstöður útboðsins. Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram með niðurstöður útboðsins í samvinnu við starfsmenn Akraneskaupstaðar.

6.Krafa um afturköllun byggingarleyfis að Borgarbraut 59.

1610105

Framlögð krafa frá Advel lögmönnum, f.h. Borgarlands ehf, dags. 19.10.2016 um afturköllun byggingarleyfis að Borgarbraut 59 og stöðvun framkvæmda við Borgarbraut 57. Guðrún Hilmisdóttir sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið. Hún skýrði frá viðbrögðum sveitarfélagsins við erindi Advel lögmanna þar sem kom fram að framkvæmdir við Borgarbraut 57 hefðu verið stöðvaðar og væri unnið að frágangi.

7.Eigendastefna - frumdrög 7.9.2016

1610022

Framlögð til kynningar drög að eigendastefnu Faxaflóahafna dags. 7.9.2016. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við drögin en lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem hefur átt sér stað í þessu efni.

8.Umsókn um stækkun lóðar/nýja lóð

1610097

Framlögð beiðni Kaupfélags Borgarfjarðar dags 19.10.2016 um stækkun lóðar við Egilsholt 1 eða að gerð verði ný lóð til hliðar við Egilsholt 1. Til frekari skýringar erindinu fylgdi afstöðukort af umræddu svæði við Egilsholt. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

9.Runkás á Mýrum - Ósk um tengingu við vatnslögn.

1609029

Framlagt erindi dags. 7.9.16 frá Jóni Einarssyni kt 021267-5469, Guðnýju Jóhannsdóttur kt 060467-5289 vegna sumarhúsalóðarinnar Sælukots landnúmer 223555 og Magnúsi Waage kt 041269-4569 og Fríðu Jóhannsdóttir kt 200772-5209 vegna sumarhúsalóðarinnar Heiðarbóls landnúmer 223556 um tengingu við Vatnsveitu Álftaness. Þessar lóðir eru í frístundabyggð við Runkás á Mýrum. Eigendur hafa fram til þessa notast við bráðabirgðaíveruhúsnæði en komið er að byggingu varanlegra sumarhúsa á lóðunum. Byggðarráð samþykkti að vísa þessum lið til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndr.

10.Sauna við sundlaugina í Borgarnesi

1610083

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs dags. 18.10.16. varðandi útisauna við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Óskað er eftir leyfi til að ganga frá kaupum á útisauna fyrir sundlaugina í Borgarnesi á þessu ári. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til fræðalunefndar.

11.Erindi til sveitarstjóra dags. 9.10.2016

1610086

Framlagt bréf frás IKAN ehv. varðandi stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Framlagt bréf frá IKAN ehf. dags. 9. 10. 2016 er varðar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sveitarstjóri skýrði viðbrögð við erindinu. Búið er að senda bréf og gögn til Umboðsmanns Alþingis og IKAN ehf.

12.Stígamót, fjárbeiðni fyrir árið 2017

1610098

Framlagt bréf Stígamóta dags 10.10.2016 varðandi styrk til starfsemi félagsins ársins 2017. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til velferðarnefndar.

13.Nýr rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila

1610122

Framlögð tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 24.10.2016 varðandi nýjan rammasamning um þjónustu hjúkrunarheimila. Skrifað var undir rammasamning um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila þann 21. október sl. Þetta er fyrsti heildstæði samningurinn hér á landi um þjónustu hjúkrunarheimila. Samningurinn tók gildi þann 1. október sl. og er gildistími hans til ársloka 2018 með heimild til framlengingar til ársloka 2020. Ef öll hjúkrunarheimili segja sig á samninginn munu greiðslur ríkisins vegna þjónustunnar hækka samtals um 1,5 ma. kr. á ársgrundvelli. Þá felst hluti samkomulagsins um rammasamninginn í að ríkið yfirtekur rúmlega 3 ma.kr. lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila á vegum sveitarfélaga. Byggðarráð lýsti ánægju með gerðan samning og telur hann mikilvægt upphafsskref á þeirri vegferð að færa rekstur hjúkrunarheimila til eðlilegs horfs.

14.Heilsueflandi samfélag

1610137

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs dags 24.10.2016 um heilsueflandi samfélag ásamt gögnum frá embætti landlæknis. Í minnisblaðinu er lagt til að Borgarbyggð gerist aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Verkefnið heyrir undir landlækni sem ber ábyrgð á heilsueflingu og að unnið sé heildstætt með helstu áhrifaþætti heilbrigðis. Byggðarráð samþykkti að hefja undirbúning að þátttöku í verkefninu og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna fyrstu drög að aðgerðaráætlun og leggja fyrir byggðarráð.

15.Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindás ehf. 2016

1610135

Framlagt fundarboð dags. 25.10.2016 á aðalfund Reiðhallarinnar Vindás ehf sem haldinn verður þann 2.11.2016 í fundarsal Vírnet ? Límtré Borgarnesi. Einnig var lagður fram ársreikningur Reiðhallarinnar fyrir árið 2015. Byggðarráð samþykkti að Eiríkur Ólafsson yrði fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundinum.

16.Kóðinn 1.0 og smátölvan Micro:bit

1610026

Framlagt kynningarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytis á verkefninu Kóðinn 1.0 sem unnið er í samstarfi við Samtök Iðnaðarins, Ríkisútvarpið og Menntamálastofnun. Verkefnið felst í því að Micro:bit, forritanleg smátölva, verður gefin öllum grunnskólabörnum í 6. og 7. bekk og þeim þannig veitt tækifæri á að forrita. Skólastjórar sækja um tölvurnar fyrir hönd skóla sinna á www.mms.is. Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með framtakið og hvetur alla skóastjóra í Borgarbyggðar að nýta þennan möguleika.

17.175. fundur í Safnahúsi - fundargerð

1610095

Fundargerð 175. fundar starfsmanna í Safnahúsi Borgarfjarðar frá 18. okt. lögð fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.