Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

394. fundur 03. nóvember 2016 kl. 08:15 - 10:35 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017

1606055

Fjárhagsáætlun 2017 - Undirbúningur fyrir 1. umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlögð gögn. Byggðarráð samþykkti að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu.

2.Tryggingar sveitarfélagsins

1606052

Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir tryggingar sveitarfélagsins
Lögð fram drög að gögnum fyrir útboð á tryggingum sveitarfélagsins. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlögð gögn. Byggðarráð samþykkti að láta fara fram útboð á tryggingum sveitarfélagsins á þeim grunni sem kynntur var.

3.Plan-B listahátíð - Fyrirspurn varðandi Sláturhús

1610153

Framlagt erindi dags. 25.10.2016 frá Sigríði Þóru Óðinsdóttur Skeggjagötu 15, 105 Reykjavík og Sigursteini Sigurðssyni f.h. Plan B - listahátíð varðandi hluta sláturhússins í Brákarey þar sem óskað er eftir samstarfi við Borgarbyggð um að vinna að samkomulagi um notkun hússins fyrir menningarstarfsemi og skapandi greinar. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara um hugmyndir þeirra um nýtingu á umbeðnu rými.

4.Erindi frá Bsv. Brák og Hollvinasamtökum Borgarness

1610234

Framlagt erindi dags. 26.10.2016 frá Kjartani Ragnarssyni Hamravík 18, 310 Borgarnesi, Björgunarsveitinni Brák og Hollvinasamtökum Borgarness um styrk til nýsköpunarverkefnis. Verkefnið snýst um að hanna og smíða flatbotna bát til siglinga með ferðafólk.
Byggðarráð finnst hugmyndin allrar athygli verð en sér sér ekki fært að leggja verkefninu til fjármagn.

5.Sorphirðuútboð 2016

1509075

Niðurstöður sameiginlegs útboðs Akranesskaupstaðar og Borgarbyggðar á sorphirðu í sveitarfélögunum voru lagðar fram og ræddar. Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að hafna báðum tilboðunum. Borist hafa mótmæli við þeirri ákvörðun. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar samþykkti einnig á fundi sínum þann 2. nóvember að hafna fyrirliggjandi tilboðum þar sem þau eru verulega hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Byggðarráð ræddi þá stöðu sem komin er upp í málinu.

6.Arnbjörg - umsókn um ljósastaura

1610253

Framlögð umsókn Gunnars Halldórssonar kt: 191177-3719 Arnbjörgum 311 Borgarbyggð, dags. 31.10.2016, um tvo ljósastaura við lögbýli sitt. Byggðaráð samþykkti erindið samkvæmt gildandi reglum þar um.

7.Tækjakaup í íþróttamiðstöð

1610255

Framlagt erindi frá Önnu Magneu Hreinsdóttur, dags. 31. Október 2016 um tilboð í 20 tveggja ára gömul spinninghjól fyrir þreksal í íþróttamiðstöð. Verð þeirra er 1.000.000 krónur. Byggðarráð samþykkti erindið.

8.Ráðningarnefnd

1610256

Rætt um tillögur um ráðningarnefnd fyrir sveitarfélagið. Byggðaráð samþykkti að fela sveitarstjóra að móta tillögur um verklag fyrir ráðningarnefnd. Markmiðið með því að setja á stofn ráðningarnefnd er að tryggja að allar nýráðningar séu vel ígrundaðar og í samræmi við fjárhagsáætlun.

9.3. fundur afmælisnefndar Borgarness

1611001

Framlögð fundargerð 3. fundar afmælisnefndar Borgarness frá 31.10.2016

10.Heilsueflandi samfélag

1610137

Framlögð umsókn Borgarbyggðar til Embættis landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi sveitarfélög ásamt níu skilgreindum markmiðum. Byggðarráð samþykkti að leggja umsóknina fram.

11.Sumarlist 2016 - skýrsla

1611002

Framlögð skýrsla um verkefnið Sumarlist 2016 frá Signý Óskarsdóttur og Michelle Bird. Byggðarráð þakkaði skýrsluna og lýsti ánægju sinni með verkefnið Sumarlist 2016.

12.Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029

1610055

Byggðarráð fór yfir drög að umsögn við Samgönguáætlun Vesturlands 2017 - 2029. Byggðarráð samþykkti umsögnina með áorðnum breytingum.

13.Umsögn um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

1610254

Framlögð umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28.10.2016 er varðar lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

14.Fundargerðir stjórnar OR - dags. 26.9 og 3.10.2016

1610252

Framlagðar fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 26.9. og 3.10. 2016

Fundi slitið - kl. 10:35.