Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

399. fundur 22. desember 2016 kl. 08:15 - 09:55 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2016

1604088

Lagt fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar yfir tímabilið jan-okt ásamt samanburði við fjárhagsáætlun 2016. Helstu niðurstöður eru að heildarniðurstaða er innan áætlunar þó launaliðir fari 4% umfram áætlun. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlagðar upplýsingar.

2.Tryggingar sveitarfélagsins

1606052

Lögð fram drög að samningi um heildartryggingar sveitarfélagsins við VÍS. VÍS var lægstbjóðandi í tryggingar Borgarbyggðar í opnu útboði fyrr í haust. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlögð drög að samningi. Byggðarráð samþykkti að ganga frá samningi við VÍS á framlögðum forsendum. Samningurinn gildir í tvö ár frá og með 1. jan. 2017 með sex mánaða uppsagnarfresti.

3.Kjaramál tónlistarkennara - ályktun

1612216

Framlögð ályktun dags 19.12.2016 frá kennurum Tónlistarskóla Borgarfjarðar varðandi stöðuna í kjaramálum tónlistarkennara. Samningsumboð sveitarfélagsins varðandi þennan kjarasamning liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eins og í öðrum kjarasamningum sem gerðir eru á vegum sveitarfélagsins. Byggðarráð lýsir yfir áhyggjum yfir þeirri stöðu sem er uppi í þessum kjaraviðræðum og bindur vonir við að samningsaðilar nái að semja um niðurstöðu í viðræðunum hið fyrsta.

4.Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi

1503031

Rætt um stöðu mála er varðar hönnun viðbyggingar við Grunnskólans í Borgarnesi. Anna Magnea fræðslustjóri sat fundinn undir þessum lið (óvíst um aðra). Hún skýrði frá upplýsingum um stöðu verksins og kynnti teikningar þar að lútandi sem lagðar voru fram á fundi byggingarnefndar þann 19. des. sl. Fram kom að unnið er að undirbúningi samnings um byggingareftirlit vegna verksins við VERKÍS.

5.Fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 7.12.16

1612110

Fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 7. desember sl.framlögð

6.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um fjölfarna ferðamannastaði nr. 5. dags. 14.nóv. 2016 og nr. 6.dafgs 28. nóv. 2016 .

7.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 20.12.2016 ásamt aðaluppdráttum frá Arkitektastofunni Zeppelin

Fundi slitið - kl. 09:55.