Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

401. fundur 05. janúar 2017 kl. 08:15 - 09:50 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Kjaramál sveitarstjórnar

1612264

Lögð fram samantekt, sem Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur unnið, um þróun ýmissa greiðslna fyrir störf að sveitarstjórnarmálum í Borgarbyggð á liðnum árum. Samantektin var gerð í tengslum við umræðu um þróun launakjara sveitarstjórnarmanna í framhaldi af niðurstöðu kjararáðs frá því í október sl. Laun sveitarstjórnarmanna taka mið af þingfararkaupi, nú 14%. Byggðarráð ræddi niðurstöður samantektarinnar og fól sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum fyrir næsta fund. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

2.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 2016

1701020

Lagt fram yfirlit um greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem barst þann 30. des. Sl. Framlag til Borgarbyggðar eykst um 130 millj vegna hækkunar útgjaldajöfnunarframlaga og um 10 millj. vegna framlags til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og skýrði út ýmislegt sem varðaði samskipti við JS og hvernig greiðslur sjóðsins eru reiknaðar út. Sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs var falið að skoða möguleika á innágreiðslu lána í ljósi bættrar lausafjárstöðu.

3.Starfsmannamál 2017

1701044

Framlögð drög að auglýsingu eftir mannauðsstjóra Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti auglýsinguna með áorðnum breytingum.

4.Bréf dags 14.12.2016 v. IKAN ehf - fyrirspurn um meðferð máls

1612196

Lagt fram bréf Umboðsmanns Alþingis dags. 28. Des. 2016 þar sem hann tilkynnir að afskiptum embættisins af máli nr. 9136/2016 sem varðar samskipti Borgarbyggðar og IKAN ehf sé lokið eftir að embættinu bárust afrit af viðbrögðum sveitarfélagsins.

5.Starfsemi og útköll slökkviliðs Borgarbyggðar 2016 - yfirlit.

1701017

Lögð fram skýrsla slökkvistjóra Borgarbyggðar um yfirlit um útköll slökkviliðsins á árinu 2016. Byggðarráð þakkar greinargóða skýrslu.

6.Framtíðarsýn og markmiðssetning fyrir Borgarbyggð

1701019

Framtíðarsýn og markmiðssetning fyrir Borgarbyggð. Formaður byggðarráðs opnaði umræðu um stefnumörkun, markmiðssetningu og skipulag fyrir Borgarbyggð til lengri framtíðar. Byggðarráð ræddi framkomnar hugmyndir og ákvað að visa málinu til áframhaldandi vinnu innan sveitarstjórnar.

7.Ásgarður fnr.221045 - stofnun lóðar, Leynigarður

1611086

Framlögð ódagsett umsókn Elísabetar H. Pálsdóttur, kt. 250562-4389 um stofnun lóðar úr landi Ásgarðs fnr. 221045, Leynigarður. Byggðarráð samþykkti erindið.

8.Ásgarður fnr.221045 - stofnun lóðar, Galdragarður

1611087

Framlögð ódagsett umsókn Elísabetar H. Pálsdóttur, kt. 250562-4389 um stofnun lóðar úr landi Ásgarðs fnr. 221045, Galdragarður. Byggðarráð samþykkti erindið.

9.Ásgarður fnr.221045 - stofnun lóðar, Dvergasteinn

1611082

Framlögð ódagsett umsókn Elísabetar H. Pálsdóttur, kt. 250562-4389 um stofnun lóðar úr landi Ásgarðs fnr. 221045, Dvergasteinn. Byggðarráð samþykkti erindið.

Fundi slitið - kl. 09:50.