Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

407. fundur 02. mars 2017 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Ísorka - rafbílar

1702124

Lagt fram til kynningar bréf frá Ísorku er varðar uppsetningu á hleðslustöðinni sem Orkusalan ehf gaf Borgarbyggð sem og öðrum sveitarfélögum landsins seint á síðasta ári. Ísorka býður fram tengingu á stöðinni við kerfi sitt. Gera þarf ákveðnar breytingar á hleðslustöðinni til að hægt sé að tengja hana við rekstrarkerfi. Þar sem borist hafa upplýsingar frá öðrum sveitarfélögum um mikinn kostnað við uppsetningu stöðvarinnar þá er sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs falið að leggja mat á með starfsmönnum sviðsins hvaða kostir eru vænlegastir við uppsetningu stöðvarinnar hvað varðar staðsetningu og kostnað við uppsetninguna.

2.Skipan fulltrúa í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna

1702129

Lagt fram erindi frá Handverkssjóði Félags iðnaðarmanna um að Borgarbyggð skuli skipa einn aðalmann í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi til þriggja ára og einn varamann til sama tíma. Byggðarráð skipaði Ragnar Frank Kristjánsson sem aðalmann og Jónínu Erni Arnarsdóttur til vara. sem varamann til þriggja ára.

3.Viðhald sundlaugarmannvirkja

1702121

Viðhald íþróttalmannvirkja. Til fundarins mættu Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Ingunn Jóhannesdóttir, forstöðukona Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Kristján Finnur Kristjánsson, verkefnastjóri framkvæmdasviðs. Kynntu þau stöðu mála varðandi viðhald og framkvæmdir við íþróttamannvirki í Borgarbyggð sem nauðsynlegt er að fara í á næstunni. Byggðarráð þakkar kynninguna og felur þeim að kostnaðarmeta nauðsynlegar framkvæmdir. Ennfremur er hvatt til aukinnar upplýsingagjafar varðandi þjónustuframboð og viðhaldsmál.

4.Styrkur til þáttanna "Að vestan"

1702133

Lagt fram erindi frá Maríu Ingvadóttur f.h. N4, dags. 22. Febrúar sl. þar sem óskað er eftir stuðningi við gerð þáttanna „Að vestan“. Byggðarráð samþykkti að hafna erindinu.

5.Beiðni Flandra um frítt í sund

1702138

Lagt fram erindi Stefáns Gíslasonar dags. 24.2. 2017 f.h. hlaupahópsins Flandra um að þátttakendur í Flandrasprettum fái frítt í sund að keppni lokinni. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að útfærslu.

6.Kjaramál sveitarstjórnar

1612264

Kjaramál sveitarstjórnar. Tekið til umræðu erindi frá 23. 12. 2016 þar sem lögð voru fram gögn um greiðslur til sveitarstjórar og nefnda í kjölfar úrskurðar niðurstöðu Kjararáðs frá 30. október sl. Byggðarráð fellst ekki á niðurstöður kjararáðs. Byggðarráð óskar eftir nánari útlistunum á þeim leiðum sem rætt hefur verið um að fara, annars vegar tengingu við launavísitölu og hins vegar lækkun lækkun á hlutfalli af þingfararkaupi og felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs að útfæra þær nánar.

7.Fundur með Skotfélagi Vesturlands

1702139

Lögð fram fundargerð, dags. 23. febrúar frá fundi byggðarráðs með Skotfélags Vesturlands sem haldinn var í félagsaðstöðu Skotvest í Brákarey. Byggðarráð samþykkti að fara í skoðunarferð um svæðið.

8.Umsókn um lóð

1702147

Lögð fram umsókn Guðna Páls Sæmundssonar, kt. 2812784799, til heimilis að Árdal, 310 Borgarnesi, þar sem sótt er um lóð að Arnarflöt 3, Hvanneyri. Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til umsækjanda.

9.Gosbrunnur og stytta

1404090

Lögð fram kostnaðaráætlun um endurgerð styttu í Skallagrímsgarði sem Hrafnhildur Tryggvadóttir kynnti þann 17. febrúar sl. Í kostnaðaráætluninni kemur fram að heildarkostnaður við endurgerð hennar og uppsetningu hennar muni kosta rúmar 5.0 m.kr. að viðbættum vsk. Byggðarráð samþykkti að farið verði í viðgerð á styttunni sem er kr. 2 millj. skv. áætlun.

10.Gröf lnr. 134335 - stofnun lóðar, Gröf vegsvæði

1703005

Framlögð umsókn Vatnsendabúsins ehf um að stofna nýja lóð úr landi Grafar í Lundareykjadal lnr. 134335 er beri nafnið Gröf - vegstæði. Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.

11.Beiðni um styrk til menningar- og fræðsluferðar

1702153

Lagt fram erindi Neista, félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð, um stuðning við menningar- og fræðsluferð sem farin var sl. haust á Suðurland. Byggðarráð samþykkti 50 þús. kr. framlag.

12.Sorpurðun Vesturland - aðalfundarboð

1702149

Lagt fram fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður þann 29. mars n.k.

13.Fundargerð stjórnar OR dags. 20.02.2017

1702120

Lögð fram fundargerð stjórnar OR dags. 20. 2. 2017.

Fundi slitið - kl. 10:15.