Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Miðsvæði Borgarnes - breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022
1609111
Framlagt til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. maí 2017, þar sem Skipulagsstofnun staðfestir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 7. apríl 2017. Auglýsing um staðfestingu Skipulagsstofnunar mun birtast í B-deild stjórnartíðinda.
2.Minkaveiðar í Norðurá - erindi
1704170
Framlagt erindi Vasks á Bakka dags. 2. apríl 2017 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið greiði verðlaun fyrir alla minka sem veiðast í minkasíur á veiðisvæði Norðurár á árunum 2017 og 2018. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.
3.Ársreikningur Hafnasambands Íslands
1705023
Framlagður ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016.
4.Styrkur frá Sprotasjóði 2017
1705026
Framlögð tilkynning frá Sprotasjóði frá því í apríl um styrkveitingu til verkefnisins „Saman getum við meira“ að fjárhæð 1,8 m.kr. Byggðarráð lýsir ánægju með styrkveitinguna.
5.Erindi vegna umferðar dýra við Vallarás
1705044
Framlagt erindi Eðalfisks ehf dags. 7. maí 2017 þar sem vakin er athygli á þeim vandamálum óhreinindi frá húsdýrahaldi og umferð dýra við Vallarás geta valdið fyrirtækinu. Þess er óskað að dýraflutningar um Vallarás verði bannaðir ásamt því að hrossabeit verði hætt á þeim landspildum sem næstar eru Vallarási 7-9. Í undirbúningi er áhættumat vegna þessa af hálfu fyrirtækisins. Byggðarráð áréttar að umferð hrossa er þegar bönnuð og felur verkefnisstjóra umhverfismála að setja fram tillögur um nauðsynlegar aðgerðir byggðar á áhættumati.
6.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf - fundarboð 2017
1705041
Framlagt fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna 24.5.2017.
7.Borgarfjarðarbrúin - hópar og heimsmynd, ráðstefna - styrkumsókn
1705053
Framlagt erindi félags þjóðfræðinga á Íslandi dags. 7. maí 2017 um stuðning vegna ráðstefnu sem halda á í Borgarnesi þann 27. maí n.k. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Borgarfjarðarbrúin - hópar og heimsmynd“. Byggðarráð sér sér ekki fært að styrka ráðstefnuna.
8.Skotæfingasvæði - drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands
1406134
Framlögð tillaga um íbúakosningu um skotæfingasvæði í landi Hamars við Bjarnhóla sem vísað var til byggðarráðs af sveitarstjórn Borgarbyggðar á fundi hennar þann 11. maí sl. Byggðarráð ræddi tillöguna ítarlega. Guðveig lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Framsóknarflokks og Vinstri grænna:
"Fulltrúar Framsóknar og Vinstri grænna hafna þeirri tillögu að setja framkomna beiðni Skotvest um æfingasvæði í íbúakosningu. Undirrituð leggja til að boðað verði til aukafundar í sveitarstjórn hið fyrsta þar sem kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn taki málið til loka afgreiðslu."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga um kostnað við rafrænar kosningar og framkvæmd og reynslu annarra sveitarfélaga.
(GE situr hjá við afgreiðslu þessarar samþykktar).
Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi byggðarráðs.
"Fulltrúar Framsóknar og Vinstri grænna hafna þeirri tillögu að setja framkomna beiðni Skotvest um æfingasvæði í íbúakosningu. Undirrituð leggja til að boðað verði til aukafundar í sveitarstjórn hið fyrsta þar sem kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn taki málið til loka afgreiðslu."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga um kostnað við rafrænar kosningar og framkvæmd og reynslu annarra sveitarfélaga.
(GE situr hjá við afgreiðslu þessarar samþykktar).
Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi byggðarráðs.
9.Leikskóladvöl frá því að fæðingarorlofi lýkur
1705094
Framlagt minnisblað dags. 10. maí 2017 frá sviðsstjóra fræðslusviðs um leikskólapláss til handa ungabörnum þegar að loknu fæðingarorlofi. Lagt er til að börnum standi til boða leikskóladvöl eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur eða við 9 mánaða aldur frá og með hausti 2017. Byggðarráð samþykkti að gera tilraun með þetta fyrirkomulag sem stæði yfir í 12 mánuði til reynslu. Lögð er áhersla á að þetta verkefni verði kynnt vel fyrir íbúum sveitarfélagsins. Fræðslunefnd og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falin frekari útfærsla.
10.Safnahús Borgarfjarðar - Gjöf v. 150 ára afmælis.
1705133
Gjöf frá Safnahúsi Borgarfjarðar. Til fundarins mætti Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss og færði sveitarfélaginu veggspjald með myndum og texta um Björn Guðmundsson sem er hugmyndafræðingur og upphafsmaður að „Bjössaróló“, sem er af sumum talinn eitt best geymda leyndarmál Borgarness. Byggðarráð færði Guðrúnu Jónsdóttur og öðru starfsfólki Safnahússins þakkir fyrir þessa góðu gjöf sem komið verður fyrir i Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
11.Bókanir frá hátíðarfundi sveitarstjórnar - framgangur
1705123
Bókanir frá hátíðarfundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. ræddar. Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um framgang og stöðu einstakra samþykkta. Til fundarins mætti Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri.
12.Plastpokalaus Borgarbyggð.
1605008
Framlagt minnisblað Hrafnhildar Tryggvadóttur verkefnisstjóra frá 16. 5. 2017 um Plastpokalausa Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkir að hefja undirbúning að stofnun vinnuhóps um Burðarplastlausa Borgarbyggð.
13.Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar
1705054
Framlögð drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna dags 8. maí 2017 svo og bréf þjóðskjalavarðar vegna umsagnarferils. Byggðarráð leggur til að farið verði yfir ákvæði framkominna reglugerðardraga og lagt mat á hvort ástæða er til að senda inn umsögn áður en umsagnarfresti lýkur þann 16. júní.
14.Ársreikningur félags iðnaðarmanna 2016
1705056
Ársreikningur ársins 2016 fyrir Félag iðnaðarmanna í Borgarnesi framlagður.
15.Bréf dags. 29.3.2017 v. Arnarholt.
1705121
Framlagt bréf Brynjólfs Guðmundssonar dags. 29.3.2017 varðandi Arnarholt
Framlagt bréf Brynjólfs Guðmundssonar dags. 29.3.2017 varðandi Arnarholt. Einnig var lagt fram bréf Guðrúnar Hilmisdóttur sviðsstjóra frá 27. febrúar sl. vegna málsins. Sveitarstjóra falið að undirbúa tillögu um málsmeðferð sem kæmi fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
16.Kveldúlfsgata 29 - umsókn um lóð
1704190
Framlögð gögn vegna lóðar við Kveldúlfsgötu 29 sbr. afgreiðslu á 413. fundi byggðarráðs. „Byggðarráð samþykkir að úthluta lóð að Kveldúlfsgötu 29 til Ámunda Sigurðssonar, kt. 110857-2689, Þórunnargötu 1, 310 Borgarnesi skv. umsókn hans frá 21.4. 2017. Byggðarráð tekur þó fram að með hliðsjón af úrskurði Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála frá 23. september 2016 vegna Borgarbrautar 57-59 hafi sveitarfélagið ekki heimild til að horfa til byggingarmagns innan reita skipulags. Ljóst er að byggingarmagn á byggingarreit að Kveldúlfsgötu 29 samkvæmt gildandi deiliskipulagi er 1.0 og er það yfir því byggingamagni sem byggja má á lóðinni samkvæmt aðalskipulagi, sé fyrir miðað við fyrrgreindan úrskurð ÚUA. Leggur byggðarráð því til að aðalskipulagi verði breytt á þann hátt að hægt sé að byggja samkvæmt gildandi deiliskipulagi.“
17.Hvítárholt lnr. 218422 - stofnun lóðar, Hvítárholt 2
1705120
Framlögð umsókn Goðhamars ehf, kt. 620609-0560, dags. 11.5. 2017 um stofnun lóðar úr landi Hvítárholts lnr. 218422, Hvítárholt 2. Byggðarráð samþykkti erindið.
18.Afskrift á útistandandi kröfum
1705119
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, lagði fram lista yfir útistandandi kröfur sem metnar eru óinnheimtanlegar af þeim sem annast innheimtu fyrir sveitarfélagið. Lagt er til að þær verði afskrifaðar þar sem fjárnám hafa reynst árangurslaus. Byggðarráð samþykkti að afskrifa kröfur að upphæð 8,6 millj.kr.
19.Ljósleiðari 2017 - Reykholtsdalur
1705125
Framlagt minnisblað og kort frá Guðmundi Daníelssyni verkefnisstjóra, dags. 16. 5. 2017, um lagningu ljósleiðararöra í Reykholtsdal í samvinnu við RARIK. Um er að ræða 15 km. langa leið sem skýrð er út á meðfylgjandi kortum. Kostnaður við verkið verður um 5,2 m.kr. Byggðarráð samþykkti að ráðast í þessa framkvæmd og lýsti ánægu sinni með að hægt sé að samnýta framkvæmdir sem RARIK vinnur að, ná þannig niður kostnaði við lagningu ljósleiðara á þessu svæði og hraða á þann hátt framkvæmd verksins.
20.Ljósleiðari, Andakíll - Skorradalur
1705126
Framlagt bréf frá Skorradalshreppi dags. 31.mars.2017 þar sem lagt er til að að Skorradalshreppur, Borgarbyggð og hlutaðeigandi aðilar sem eru metnir styrkhæfir af Fjarskiptasjóði sbr. úthlutun sjósins frá því í janúar sl. stofni með sér félag um lagningu ljósleiðara í Andakíl og Skorradal. Byggðarráð bókaði eftirfarandi:
„Borgarbyggð er að stíga fyrstu skrefin í lagningu ljósleiðarakerfis um sveitarfélagið í heild sinni. Stefnt er að því að verkefninu ljúki á árinu 2020 í samræmi við áætlanir ríkisstjórnar Íslands um framgang verkefnisins „Ísland ljóstengt“. Lagning ljósleiðara um Borgarbyggð er stórt verkefni og skiptir miklu að vel sé til vandað frá upphafi, það sé unnið heildstætt og jafnræðis gætt meðal íbúa sveitarfélagins þar sem sveitarfélagið á hlut að máli sem framkvæmdaaðili. Með hliðsjón af þeim forsendum þá metur byggðarráð Borgarbyggðar það svo að stofnun sérstaks félags sem Borgarbyggð ætti aðild að, nokkur fjöldi íbúa í Borgarbyggð og Skorradalshrepp ásamt sveitarfélaginu Skorradalshrepp um lagningu ljósleiðara í mjög afmarkaðan hluta sveitarfélagsins falli ekki að þeirri heildarstefnu sem unnið er eftir um lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið. Eðlilegt er hins vegar að Borgarbyggð og Skorradalshreppur hafi samstarf um lagningu ljósleiðara frá tengistöð á Hvanneyri svo langt sem það er báðum aðilum hagfellt.“
„Borgarbyggð er að stíga fyrstu skrefin í lagningu ljósleiðarakerfis um sveitarfélagið í heild sinni. Stefnt er að því að verkefninu ljúki á árinu 2020 í samræmi við áætlanir ríkisstjórnar Íslands um framgang verkefnisins „Ísland ljóstengt“. Lagning ljósleiðara um Borgarbyggð er stórt verkefni og skiptir miklu að vel sé til vandað frá upphafi, það sé unnið heildstætt og jafnræðis gætt meðal íbúa sveitarfélagins þar sem sveitarfélagið á hlut að máli sem framkvæmdaaðili. Með hliðsjón af þeim forsendum þá metur byggðarráð Borgarbyggðar það svo að stofnun sérstaks félags sem Borgarbyggð ætti aðild að, nokkur fjöldi íbúa í Borgarbyggð og Skorradalshrepp ásamt sveitarfélaginu Skorradalshrepp um lagningu ljósleiðara í mjög afmarkaðan hluta sveitarfélagsins falli ekki að þeirri heildarstefnu sem unnið er eftir um lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið. Eðlilegt er hins vegar að Borgarbyggð og Skorradalshreppur hafi samstarf um lagningu ljósleiðara frá tengistöð á Hvanneyri svo langt sem það er báðum aðilum hagfellt.“
21.Tillaga vegna lántöku hjá NIB
1705131
Framlög tillaga OR dags. 15. Maí 2017 varðandi fyrirhugaða lántöku fyrirtækisins hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB). Byggðarráð samþykkir lántökuna.
22.Sala eigna 2017
1705127
Staða mála í sambandi við fyrirhugaða sölu eigna hjá Borgarbyggð rædd. Á fundinn mætti umsjónarmaður eignasjóðs. Samþykkt að vísa fyrirhugaðri sölu Valfells til húsnefndar hússins til umsagnar. Ennfremur samþykkt að auglýsa íbúðir á Varmalandi og parhús á Kleppjárnsreykjum til sölu.
23.Borgarbraut 65a - 6. bæð, breytingar
1705132
Framlögð, til kynningar, grunnmynd tveggja íbúða á efstu hæð Borgarbrautar 65a ásamt kostnaðaráætlun Nýhönnunar ehf. Byggðarráð samþykkir að halda áfram vinnu skv. tillögu 2 og felur umsjónarmanni eignasjóða að vinna áfram að málinu.
24.Lyngbrekka - ósk um áframhaldandi leigu og viðhald.
1705043
Framlagður tölvupóstur dags. 7. maí 2017 frá formanni leikdeildar Umf. Skallagríms þar sem óskað er eftir samningi um áframhaldandi leigu á Lyngbrekku og leyfi til að fara í ákveðna tiltekt og hreinsun til að nýta plássið í húsinu betur. Einnig koma fram ábendingar um nauðsynlegt viðhald hússins. Byggðarráð lýsir yfir vilja til að framlengja samning við leikdeild Skallagríms um áframhaldandi notkun deildarinnar af húsinu. Sveitarstjóra er falið að ganga frá framlengingu leigusamnings og umsjónarmanni eignasjóðs falið að fara yfir viðhaldsmál hússins með hliðsjón af undirbúningi fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár.
25.Íbúðir á Varmalandi - tilboð
1705092
Framlagt tilboð Lava Hótels á Varmalandi, dags. 9. maí 2017 í fjórar íbúðir sem sveitarfélagið á og eru staðsettar á Varmalandi. Tilboðinu var hafnað þar sem íbúðirnar hafa enn ekki verið auglýstar til sölu.
26.Frá nefndasviði Alþingis - 190. mál til umsagnar til ungmennaráða sveitarfélaganna
1705090
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir ungmennaráðum (þeirra sveitarfélaga sem hafa skipað í ungmennaráð) til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál.
27.Frá nefndasviði Alþingis - 190. mál til umsagnar
1705035
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál.
28.Til umsagnar 439. mál frá nefndasviði Alþingis
1705036
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál.
29.Frá nefndasviði Alþingis - 438. mál til umsagnar
1705037
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál.
30.Ráðninganefnd Borgarbyggðar - fundargerðir 2017
1705122
Framlagðar fundargerðir ráðninganefndar Borgarbyggðar frá 8. og 15. maí.
31.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2017
1705124
Framlögð fundargerð 1. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls.
32.Fundargerð nr. 186
1705020
Framlögð fundargerð 186. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.
33.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir
1611257
Fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 27.4.2017 framlögð.
34.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 24.4.2017
1705128
Byggðarráð samþykkir að næsti fundur byggðarráðs verði haldinn föstudaginn 26. maí n.k.
Fundi slitið - kl. 10:57.