Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

416. fundur 26. maí 2017 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Viðbygging Grunnskólans í Borgarnesi - áætlanir

1705163

Framlögð af hálfu byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi drög að kostnaðaráætlun vegna viðbyggingar GB dags. 17. Maí 2017. Verkfræðistofurnar Verkís og Zeppelin unnu kostnaðaráætlunina. Pálmi Þór Sævarsson formaður byggingarnefndar sat fundinn og kynnti áætlunina. Stefnt er að útboði jarðvinnu og burðarvirkis í júní. Innan - og utanhússfrágangur boðinn út í september.

2.Mótorsportfélag Borgarfjarðar

1502085

Umsókn Mótorsportfélags Borgarfjarðar um land undir braut fyrir mótorcross tekin til umræðu. Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn félagsins um svæði vestan Ölduhryggs.

3.Golfklúbbur Borgarness - umsókn um rekstrarstyrk 2017 - 2023

1612016

Umsókn Golfklúbbs Borgarness dags. 4. 12. 2016 um rekstrarstyrk fyrir árin 2017-2023 tekin til umræðu. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

4.Bjössatorg - tillögur

1705152

Framlagt bréf Hollvinasamtaka Borgarness dags. 17.5.2017 þar sem lagðar eru fram tillögur um um útfærslu á torgi við Brákarsund sem hefur fengið vinnuheitið Bjössatorg. Byggðarráð þakkar fyrir bréfið og samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefnd í tengslum við deiliskipulagsvinnu.

5.Íbúakosning um skotsvæði

1705162

Tillaga frá sveitarstjórnarfundi þann 11. Maí 2017 um íbúakosningu vegna æfingasvæði fyrir Skotvest tekin til umræðu. Framlagt minnisblað sveitarstjóra um framkvæmd og kostnað við íbúakosningar í fjórum sveitarfélögum. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar þann 8. júní.

6.Salernismál hjá Glanna og fl.

1705158

Framlagt bréf Hreðavatns ehf og Golfklúbbsins Glanna sem barst með tölvupósti þann 16. Maí sl. varðandi salernisaðstöðu við Glanna og fl. Hrafnhildur Tryggvadóttir umhverfisfulltrúi mætti til fundarins. Í gildi er samstarfssamningur um rekstur salernisaðstöðu og viðhalds mannvirkja við Norðurá hjá Glanna og Paradísarlaut frá 2011 þar sem fram kemur í 5. grein um rekstur salernishúsa að eigendur Hreðavatns ehf tryggja að almenningur fái aðgang að salernisaðstöðu á svæðinu. Þeir hafa umsjón með rekstri salernis og sjá um að þau séu þrifin. Eigendur Hreðavatns ehf sjá um viðhald á salernisaðstöðunni í samráði við Borgarbyggð.

7.Aðalfundur 31.5.2017

1705156

Framlagt fundarboð v., aðalfundar í Veiðifélagi Norðurár sem haldinn verður þann 31.5.2017. Byggðarráð tilnefndi Kristján Axelsson til að sitja fundinn f.h. Borgarbyggðar.

8.Ferjukot lnr. 135034 - stofnun lóðar, Ferjukot 4.

1705159

Framlögð umsókn Hebu Magnúsdóttur, kt. 0511251-3669, Ferjukoti 311, Borgarnes, lnr. 135034 um stofnun lóðar í landi Ferjukots; Ferjukot 4. Byggðarráð samþykkti umsóknina.

9.Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness

1703072

Skipun fulltrúa í vinnuhóp um umhverfi miðsvæðis Borgarness. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur tilnefnt Helenu Guttormsdóttur, lektor við LBHI í vinnuhópinn. Fulltrúar byggðarráðs eru þau Björk Jóhannsdóttir og Sigríður G Bjarnadóttir. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar starfar með hópnum. Beðið er tilnefningar Hollvinasamtaka Borgarness.

10.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016

1611375

Framlögð skýrsla Borgarbyggðar varðandi bókun 1 í kjarasamningi FK og LNS frá 2016.
Sveitarstjóri kynnti niðurstöður skýrslunnar. Byggðarráð þakkar fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið lögð fram í tengslum við þessa skýrslu.

11.Unglingalandsliðmenn - styrkbeiðni

1705161

Framlagt bréf Sigríðar G Bjarnadóttur dags. 23.5. 2017 þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna landsliðsverkefna þriggja landsliðmanna úr Borgarbyggð sem hafa verið valdir í unglingalandslið í körfuknattleik. Byggðarráð samþykkti að styrkja hvern og einn um kr. 25.000.- Björn Bjarki Þorsteinsson vék af fundi.

12.Reglur um bann við netaveiði á göngusilungi - bréf

1705174

Framlagt bréf Fiskistofu dags. 17.5.2017 vegna væntanlegs banns við netaveiðar á göngusilungi í sjó 2017 - 2018.
Erindinu vísað til umhverfis - og skipulagssviðs til afgreiðslu.

13.Daníelslundur - sorpílát, beiðni

1705169

Framlagt bréf Skógræktarfélags dags. 23.5.2017 Borgarfjarðar með beiðni um stórt sorpílát við Daníelslund félaginu að kostnaðarlausu.
Bygggðarráð telur jákvætt í erindið og felur verkefnisstjóra að vinna að útfærslu.

14.Til umsagnar 206. mál frá nefndasviði Alþingis

1705165

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um landgræðslu, 406. mál.

15.Til umsagnar 407. mál frá nefndasviði Alþingis

1705166

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál.

16.Til umsagnar 408. mál frá nefndasviði Alþingis

1705167

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.

17.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2017

1705124

Framlögð fundargerð 2. fundar byggingarmefndar dags. 18.5.2017 ásamt kostnaðaráætlun til kynningar.

18.Fundargerð Eldriborgararáðs dags. 18.5.2017

1705150

Framlögð fundargerð Eldriborgararáðs frá 18.5.2017.

Fundi slitið - kl. 10:45.