Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2018
1706078
2.Arðgreiðsla Ehf. Spalar 2017
1706063
Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Spölur frá 12. júní 2017 þar sem tilkynnt er um 14% arðgreiðslu fyrir árið 2016. Arðgreiðsla til Borgarbyggðar er 142.767 kr. að frádregnum fjármagnstekjuskatti.
3.Rotþróarhreinsun - samningur, framlenging
1706069
Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs um að framlengja verksamningi við Holræsa og stífluþjónustu Suðurlands ehf, kt. 601004-3050, Miðtúni 14 Selfossi um tæmingu rotþróa í Borgarbyggð í þrjú ár samkvæmt heimild í útboðsgögnum eða fyrir árin árin 2018, 2019 og 2020. Byggðarráð samþykkti tillöguna.
4.Hraunsnef- Aðalskipulagsbreyting
1605031
Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir lýsingu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Hraunsnef. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinagerð dags 10. maí 2016 og felur meðal annars í sér að bætt verði við frístundabyggð ( F148) í landi Hraunsnefs 21 h, innan frístundasvæðis verður 1 íbúðarhús og 11 frístundahús. Skipulagslýsing var uppfærð eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu. Skipulagslýsing var auglýst í samræmi við 30. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
5.Merkingar v. ferðamanna
1706079
Byggðarráð ræddi nauðsyn þess að merkja sérstaklega þá staði í þéttbýli í Borgarbyggð þar sem brögð hafa verið að því að gistibílum af ýmsum toga hefur verið lagt næturlangt, oft með tilheyrandi óþrifum og óþægindum fyrir íbúa sveitarfélagsins og starfsfólk viðkomandi stofnana. Byggðarráð samþykkti að merkja sérstaklega valda staði sem þar sem óæskilegt er að bílum sé lagt til næturdvalar. Umhverfis- og skipulagssviði var falið að annast framkvæmd málsins.
6.Fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021
1706082
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 15. júní 2017 þar sem kynntur er undirbúningur að gerð þeim hluta samgönguáætlunar sem varðar hafnargerð fyrir árin 2018-2021. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindi Vegagerðarinnar eftir því sem nauðsynlegt þykir.
7.Grunnskólinn í Borgarnesi - úttekt á húsnæði, skýrsla
1706027
Gísli Karel Halldórsson sviðsstjóri umhverfis - og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið. Hann fór yfir aðgerðir sem nauðsynlegt er að grípa til í ljósi niðurstöðu Eflu varðandi ástand húsnæðis Grunnskólans í Borgarnesi. Stefnt er að því að niðurstöður lokaúttektar Eflu liggi fyrir um miðjan júlí.
8.Norrænt vinabæjarmót í Borgarbyggð 2017
1612103
Lögð fram dagskrá Norræna vinabæjarmótsins sem haldið verður í Borgarbyggð dagana 30. júní- 2. júlí n.k. Byggðarráð ræddi aðkomu sveitarfélagsins og kjörinna fulltrúa að mótinu.
9.Íbúafundir í júní 2017
1706083
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um efnisatriði umræðna á íbúafundum sem haldnir voru í Hjálmakletti, Lindartungu og Logalandi sí síðustu viku. Byggðarráð ræddi framkomin atriði auk ýmislegs annars sem varðar þessa umræðu.
10.Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa
1706084
Lagt fram til kynningar erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 19. Júní 2017 þar sem farið er yfir ábyrgðir og hlutverk umboðsmanna skemmtiferðaskipa.
11.Stefna v. úrskurðar Óbyggðanefndar, mál nr. 3/2014
1706085
Lögð fram til kynningar stefna Páls Arnórs Pálssonar f.h. Borgarbyggðar á hendur fjármálaráðuneytinu f.d. íslenska ríkisins vegna þjóðlendumála í Borgarbyggð. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Vesturlands 20. júní 2017. Fram kom að ríkið hefur tíma fram á haust að undirbúa vörn í málinu og líkur benda til að það verði dómtekið næsta vetur.
12.Andakílsá, umhverfisslys - framkvæmdaleyfi
1706091
Framlögð beiðni Orku Náttúrunnar dags. 21. júní 2017 um framkvæmdaleyfi vegna mótvægisaðgerða vegna umhverfisslyss í Andakílsá. Tilefnið er umhverfisslys sem átti sér stað í Andakílsá þegar opnað var fyrir botnloka stíflu Andakílsárvirkjunar og aur rann út í ána í miklu magni þann 15. maí sl. Byggðarráð samþykkir fyrir hönd sveitarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar að gefa út umbeðið framkvæmdaleyfi til aðgerðanna á grundvelli framlagðra gagna frá Orku Náttúrunnar og að fegnu samþykki hlutaðeigandi fagaðila, veiðifélags Andakílsár og landeigenda sem eiga land að Andakílsá.
13.Náttúruhamfarir á Grænlandi - söfnun
1706090
Lögð fram tillaga um að Borgarbyggð styrki landssöfnunina „Vinátta í verki“ sem stendur yfir á Íslandi vegna nýlegra náttúruhamfara í Nuugaatsiaq á Grænlandi. Byggðarráð samþykkti að styrkja söfnunina um kr. 100.000.-
14.Íbúðir á Varmalandi - tilboð
1705092
Framlög tvö kauptilboð í íbúðir í fjölbýlishúsi við Varmalandsskóla sem eru í eigu Borgarbyggðar. Byggðarráð ræddi tilboðin og fól sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu.
15.Frá nefndasviði Alþingis - 414. mál til umsagnar
1706070
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál.
16.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2017
1705124
Fundargerð byggingarnefndar Hnoðrabóls dags. 19.6.2017 framlögð ásamt grófri kostnaðaráætlun fyrir stakstæðan leikskóla á Kleppjárnsreykjum. Samþykkt að leitað verði álits fagaðila á áhrifum Kleppjárnsreykjahvers á fyrirhugan byggingarreit fyrir leikskólann.
17.Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr 158,16. Júní 2017
1706081
Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr 158 frá 16. Júní 2017 framlögð.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Byggðarráð ræddi forsendur áætlunarinnar ítarlega og sérstaklega hækkun fasteignamats og lóðagjalda og hvert álagningarhlutfall skuli vera. Byggðarráð samþykkti að vinna áfram að fjárhagsáætlunargerð miðað við framomnar forsendur.