Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2018
1706078
2.Endurmenntunaráætlun fyrir starfsfólk Borgarbyggðar 2017-2018
1707001
Endurmenntunaráætlun fyrir starfsfólk Borgarbyggðar fyrir veturinn 2017 - 2018, sem unnin var af Fjölskyldusviði Borgarbyggðar lögð fram til kynningar. Byggðarráð lýsti ánægju með framlagða áætlun og þá fjölbreytni sem þar endurspeglast.
3.Umsjónarkerfi fyrir leikskóla
1706110
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 10. Júní 2017 varðandi tvö umsjónarkerfi leikskóla, Mentor og Karellen, ásamt tilboði í þau frá rekstraraðila. Lagt er til að kerfið Karellen verði tekið til notkunar. Áætlað verði fyrir stofnkostnaði og rekstrarkostnaði því samfara í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Byggðarráð samþykkti tillöguna. Stofnkostnaður kr. 800.000.- verði tekinn af liðnum 06-810-9194.
4.Fitjar 2 - lóð
1702085
Framlagðar teikningar að fyrstu hugmyndum forsvarsmanna Bjsv. Brákar að húsi á lóð sveitarinnar að Fitjum 2. Byggðarráð samþykkir að stærð hússins verði allt að 800 fm.
5.Svartolíu og ECA mál
1707005
Framlagt bréf Faxaflóahafna sf. dags. 28. Júní 2017 ásamt fylgigögnum. Í bréfinu er fjallað um aðgerðir vegna útblásturs og landtengingu skipa ásamt áskorun Alþjóðasiglingamálastofnunar um bann við notkun svartolíu á skipum sem sigla um norðurhöf í þeim tilgangi að draga úr umhverfisáhrifum slíkra siglinga. Byggðarráð lýsti yfir stuðningi við afstöðu stjórnar Faxaflóahafna sf. í málinu.
6.Örnefni í Borgarnesi - kort
1707006
Sveitarstjóri kynnti gjöf Landlína efh til Borgarbyggðar sem afhent var á Brákarhátíð þann 24. júní sl. Gjöfin er örnefnakort fyrir Borgarnes sem unnið er af Landlínum ehf. Byggðarráð þakkaði Landlínum ehf gjöfina og fól starfsmönnum Borgarbyggðar að koma henni fyrir á góðum stað í ráðhúsi sveitarfélagsins.
7.Græn svæði og leikvellir - umhirða
1707007
Rætt um skipulag sláttar í Borgarbyggð og fleira sem snýr að umhirðu opinna svæða s.s. Bjössaróló. Guðrún Hilmisdóttir umsjónarmaður opinna svæða mætti til fundarins. Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir 1.050.000 kr. til viðhalds og endurbóta Bjössaróló og leggur byggðarráð áherslu á að þeim fjármunum verði ráðstafað til þess verkefnis hið fyrsta.
Þar sem ekki hefur tekist að manna þau stöðugildi sem auglýst voru í áhaldahhúsi í sumar þá leggur byggðarráð áherslu á að þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru verði nýttir til verkkaupa vegna umhirðu opinna svæða.
Þar sem ekki hefur tekist að manna þau stöðugildi sem auglýst voru í áhaldahhúsi í sumar þá leggur byggðarráð áherslu á að þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru verði nýttir til verkkaupa vegna umhirðu opinna svæða.
8.Umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu - Brákarbraut 5.
1706087
Lögð fram beiðni Samgöngustofu, dags. 13. Júní 2017, um umsögn sveitarstjórnar vegna staðsetningar ökutækjaleigu að Brákarbraut 5 í Borgarnesi. Byggðarráð samþykkir staðsetningu ökutækjaleigunnar á tilgreindum stað.
9.Vinabæjamót í Borgarbyggð 2017
1510071
Sveitarstjóri greindi frá norrænu vinabæjarmóti sem haldið var dagana 30. júní - 2. júlí s.l. í Borgarbyggð. Fram kom að fulltrúar sveitarfélagsins Eystur í Færeyjum sýndu því mikinn áhuga að þróa frekara samstarf milli sveitarfélaganna sem gæti verið báðum þeirra hagfellt. Byggðarráð þakkar deild Norræna félagsins í Borgarbyggð þeirra aðkomu að mótinu.
10.Faxaflóahafnir sf. - Arðgreiðslur 2017 -
1706101
Framlagt bréf Faxaflóahafna sf dags. 22.6.2017 þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu að upphæð 15.343.076 kr. til handa Borgarbyggð.
Framlagt bréf Faxaflóahafna sf dags. 22.6.2017 þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu að upphæð 15.343.076 kr. til handa Borgarbyggð.
11.Helluskógar II lóð 2 og 7 - umsókn um sameiningu
1706103
Framlögð umsókn Halldórs Atla Þorsteinssonar kt. 231183-3109 og Sólrúnar Bragadóttur kt. 080884-2819, til heimilis að Fryggjarbrunni, 113. Reykjavík, um sameiningu lóða nr. 2, (lnr. 17752), og 7 við Helluskóga II, (lnr. 190920). Byggðarráð samþykkti erindið.
12.Iðunnarstaðir lnr. 134341 - umsókn um stofnun landareignar, Reynibrekka
1706106
Framlögð umsókn Hjördísar Geirdal, kt. 160969-3509, dags. 27. Júní 2017, um stofnun lóðar (lands) úr landi Iðunnarstaða (lnr. 134341). Byggðarráð samþykkti erindið.
13.Athugasemdir við deiliskipulagsbreytingu v. Borgarbraut 55-59
1707010
Framlagt bréf Advel lögfræðiþjónustu, dags. 16.6.2017, þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59. Einnig voru lögð fram drög að svarbréfi við bréfi Advel. Byggðarráð fól sveitarstjóra að svara bréfi Advel lögfræðiþjónustu á grunni framlagðs svarbréfs.
14.Hraunfossar - minnisblað
1707008
Framlagt minnisblað verkefnastjóra á Umhverfis-og skipulagssviði Borgarbyggðar, dags. 4. Júli 2017, um aðkomu Borgarbyggðar að uppbyggingu og rekstri við Hraunfossa. Minnisblaðið var unnið í kjölfar umræðu um að hluti landeigenda við Hraunfossa hefur kynnt fyrirætlanir um að hefja gjaldtöku inn á svæðið.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Byggðarráð Borgarbyggðar mótmælir þeim fyrirætlunum landeigenda að Hraunási II í Borgarbyggð að hefja gjaldtöku við bílastæði við Hraunfossa. Fram hefur komið að fyrrgreindar fyrirætlanir um gjaldtöku eru settar fram án samráðs og samskipta og í andstöðu við Umhverfisstofnun, Vegagerðina, hinn landeigenda svæðisins, rekstraraðila þjónustuhúss og umsjónarmann svæðisins. Hraunfossar eru friðland sem er í umsjón Umhverfisstofnunar. Öll uppbygging við Hraunfossa hefur verið fjármögnuð með fjármagni frá opinberum aðilum. Þáverandi Borgarfjarðarsveit annaðist viðhald mannvirkja á svæðinu s.s. viðhald salernishúsa, útsýnispalls, gönguleiða og hreinlætistækja svo og rekstur salernishúsa á árunum 2003-2006. Eftir sameiningu Borgarfjarðarsveitar og Borgarbyggðar hefur sveitarfélagið í nokkur skipti lagt fram mótframlag við framlag Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar við Hraunfossa, annast viðhald mannvirkja ásamt því að annast viðhald og rekstur salernishúsa níu mánuði á ári. Þar fyrir utan hefur starfsmaður sveitarfélagsins annast umsóknir um styrki í ýmsa sjóði í samstarfi við UST og séð um umsýslu þeirra verkefna sem hafa hlotið styrki. Aðkoma og fjárframlög sveitarfélagsins til uppbyggingar og reksturs við Hraunfossa hafa verið innt af hendi með það að markmiði að byggja upp nauðsynlega aðstöðu í samvinnu við aðra hlutaðeigandi aðila til að taka á móti sívaxandi straumi ferðafólks að þessum merka stað án þess að hann verði fyrir skaða af sívaxandi umferð.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Byggðarráð Borgarbyggðar mótmælir þeim fyrirætlunum landeigenda að Hraunási II í Borgarbyggð að hefja gjaldtöku við bílastæði við Hraunfossa. Fram hefur komið að fyrrgreindar fyrirætlanir um gjaldtöku eru settar fram án samráðs og samskipta og í andstöðu við Umhverfisstofnun, Vegagerðina, hinn landeigenda svæðisins, rekstraraðila þjónustuhúss og umsjónarmann svæðisins. Hraunfossar eru friðland sem er í umsjón Umhverfisstofnunar. Öll uppbygging við Hraunfossa hefur verið fjármögnuð með fjármagni frá opinberum aðilum. Þáverandi Borgarfjarðarsveit annaðist viðhald mannvirkja á svæðinu s.s. viðhald salernishúsa, útsýnispalls, gönguleiða og hreinlætistækja svo og rekstur salernishúsa á árunum 2003-2006. Eftir sameiningu Borgarfjarðarsveitar og Borgarbyggðar hefur sveitarfélagið í nokkur skipti lagt fram mótframlag við framlag Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar við Hraunfossa, annast viðhald mannvirkja ásamt því að annast viðhald og rekstur salernishúsa níu mánuði á ári. Þar fyrir utan hefur starfsmaður sveitarfélagsins annast umsóknir um styrki í ýmsa sjóði í samstarfi við UST og séð um umsýslu þeirra verkefna sem hafa hlotið styrki. Aðkoma og fjárframlög sveitarfélagsins til uppbyggingar og reksturs við Hraunfossa hafa verið innt af hendi með það að markmiði að byggja upp nauðsynlega aðstöðu í samvinnu við aðra hlutaðeigandi aðila til að taka á móti sívaxandi straumi ferðafólks að þessum merka stað án þess að hann verði fyrir skaða af sívaxandi umferð.
15.Skýrslur um flóð á vatnasviðum Eyjafjarðarár, Héraðsvatna, Hvítár í Borgarfirði, Lagarfljóts og Skjálfandafljóts
1706088
Framlagður tölvupóstur frá Veðurstofu Íslands, dags. 20. Júní 2017, þar sem kynntar er skýrslur Veðurstofu Íslands um samantekt um orsakir, stærð og afleiðingar sögulegra flóða í nokkrum stórám á Íslandi, m.a. Hvítá í Borgarfirði. Byggðarráð þakkaði framlagðar skýrslur sem eru gagnlegar við vinnslu skipulagsmála í sveitarfélaginu.
16.Frá nefndasviði Alþingis - lengri umsagnarfrestur um tvö þingmál
1706108
Framlagður tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dags. 29. Júní 2017, þar sem tilkynnt er um framlengdan umsagnarfrest til byrjun septembermánaðar er varðar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar sérþarfir, 438. mál, og frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 439. mál.
17.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 157
1706004F
Fundargerð 157. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
18.Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd - 52
1706011F
Fundargerð 52. fundar umhverfis - skipulags - og umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
19.Fundir nr. 142 og 143, He.V
1707004
Framlagðar fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 142 og 143.
20.245. fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
1706089
Fundargerð 245. fundar stjórnar OR framlögð.
21.Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands 14.6.2017
1706099
Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 14. júní 2017 lögð fram.
22.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir
1611257
Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 27.6.2017
Fundi slitið - kl. 11:00.
Byggðarráð leggur áherslu á að við vinnslu fjárhagsáætlunar verði tekið mið af verulegri hækkun fasteignamats í sveitarfélaginu og álagningarhlutfall fasteignaskatts verði endurmetið með hliðsjón af því.
Byggðarráð felur svetarstjóra að við gerð fjárhagsáætlunar verði sjálfstæðar veitur á vegum sveitarfélagsins komið í sérstakt B hluta fyrirtæki.