Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

422. fundur 03. ágúst 2017 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason varamaður
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Samanburður fjárhags við fjárhagsáætlun 2017

1706051

Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram samanburð á rekstrarkostnaði sveitarfélagsins fyrstu sex mánuði ársins við fjárhagsáætlun fyrir sama tímabil.
Rekstrarkostnaður er heldur minni en áætlun gerir ráð fyrir. Byggðarráð leggur áherslu á að eftirlit með rekstri sé stöðugt og virkt.

2.Slökkvilið Borgarbyggðar - stefnumótun

1707037

Bjarni Kr. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri mætti til fundarins. Hann fór yfir ýmis mál sem varða verkefni og starfsemi slökkviliðsins, bæði hvað varðar verkefni innan Borgarbyggðar svo og sem varðar samstarf um þjónustu slökkviliðsins við nágrannasveitarfélög. Nauðsynlegt sé að huga að stefnumótun í ýmsum málum til næstu ára.
Byggðarráð ræddi framkomnar upplýsingar.

3.Beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um ábyrgð vegan styrks frá INEA

1707042

Lögð fram beiðni OR dags. 19.07. 2017 um einfalda hlutfallslega eigendaábyrgð Borgarbyggðar í samræmi við eignarhlut sveitarfélagsins í Orkuveitu Reykjavíkur. Óskað er eftir ábyrgðinni í tengslum við umsókn til OR um styrk frá ESB til vísindaverkefna. Ábyrgð Borgarbyggðar vegna þessa verkefnis mun nema rúmlega 5.000 Evrum.
Byggðarráð samþykkti erindið.

4.Tilkynning um fasteignamat 2018

1707046

Lögð fram tilkynning um nýtt fasteignamat frá Þjóðskrá. Samkvæmt matinu hækkar almennt fasteignamat milli ára í Borgarbyggð um 16,4% og lóðamat um 41,4%.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókun um að skattbyrði á íbúðarhúsnæði hækki ekki þrátt fyrir hækkun fasteignamatsins.

5.Beiðni um byggingu skjólveggs/hljóðmúrs við Hrafnaklett

1707044

Lagt fram erindi íbúa átta húsa við Stöðulsholt (22-36), dags. 6. júlí 2017, þar sem óskað er eftir því að reistur sé skjólveggur/hljóðmúr fyrir aftan götuna Hrafnaklettsmegin.
Byggðarráð vísaði erindinu til umhverfis- og skipulagssviðs til umfjöllunar.

6.Tilkynning um skógrækt að Rauðsgili

1707056

Lagt fram erindi Skógræktar ríkisins, dags. 20. júlí 2017, þar sem tilkynnt er um gerð skógræktarsamnings á jörðinni Rauðsgil, lnr. 134509, í Borgarbyggð. Samningurinn tekur til 53 ha lands og er samliggjandi landi skv. eldri skógræktarsamningi og skógræktarsvæði á samliggjandi jörð.
Vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

7.Hvítárholt 2 - beiðni um umsögn

1707062

Framlögð beiðni Ingvars Þórs Jóhannssonar, kt. 230571-5709 og Jóhönnu Erlu Jónsdóttur, kt. 250974-4699, til heimilis að Hlöðutúni, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um stöfnun lögbýlis að Hvítárholti 2. Með fylgir afrit af þinglýstum kaupsamning.
Byggðarráð samþykkti að gefa jákvæða umsögn um erindið.

8.Lóðarleigusamningur v. Gleym mér ei

1707061

Lagður fram nýr lóðarleigusamningur Borgarbyggðar við Sædísi Guðlaugsdóttur, kt. 240663-7169, dags. 26. júlí 2017, v. gróðrarstöðvarinnar „Gleym mér ei“.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

9.Plan B - afnot af húsnæði 2017, samningar

1708001

Lagðir fram samningar milli Borgarbyggðar og Sigríðar Óðinsdóttur, kt. 030981-5129, um afnot af Óðali og félagsheimilinu Valfelli vegna undirbúnings að listahátíðinni Plan B.
Byggðarráð samþykkti samningana og veitir Plan B styrk sem nemur sömu upphæð og leigugjald er fyrir afnot af Óðali og Valfelli þann tíma sem samið er um afnot Plan B af þeim.

10.Framkvæmdir og viðhaldsmál 2017

1708002

Til fundarins mætti Guðrún Hilmisdóttir verkefnastjóri. Hún gaf yfirlit um framkvæmd stærri viðhaldsmála það sem af er árinu og hvað er framundan í þeim efnum.

11.Samningar um skólaakstur 2017-2021

1707059

Lagðir fram samningar um skólaakstur á árunum 2017-2021.

12.Hallkelsstaðahlíð lnr. 136048 - stofnun lóðar, Steinholt 2

1708004

Lögð fram umsókn Skútu ehf um stofnun 1,97 ha lóðar úr landi Hallkelsstaðahlíðar lnr. 136048. Lóðin fær nafnið Steinholt 2.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.

13.Eingreiðsla skv. kjarasamningum - bréf

1708008

Lagt fram bréf Evu Láru Vilhjálmsdóttur dags. 02.08.'17 varðandi kjaramál.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi málið.

14.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 31. júlí s.l.

Fundi slitið - kl. 10:30.