Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

426. fundur 07. september 2017 kl. 10:00 - 12:04 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Minnisblað til sveitarstjórnar

1709003

Framlagt minnisblað frá starfsmönnum Safnahúss Borgarfjarðar dags. 1.9.2017. Byggðarráð bókaði eftirfarandi:

"Bókun byggðarráðs frá 24. ágúst felur í sér að fá eigi utanaðkomandi fagaðila í safnamálum til að vinna að framtíðarskipan safnamála í Borgarbyggð. Markmið slíks verkefnis er að greina þá möguleika sem felast til lengri tíma litið í safnastarfi í Borgarbyggð, auknu samstarfi safna í sveitarfélaginu, skoðun á staðsetningu þeirra og hvað læra megi af öðrum sveitarfélögum í þessu sambandi. Það að slík vinna fari fram án þess að fjárhagslegir erfiðleikar kalli á uppstokkun eða breytingar gerir það að verkum að hægt er að hafa faglega umræðu í fyrirrúmi við stefnumótun inn í framtíðina.“

Framlögð drögað verkefnalýsingu.

2.Golfklúbbur Borgarness - staða mála, minnisblað

1707029

Framlagt minnisblað í framhaldi af fyrri umræðum
Byggðarráð bókaði eftirfarandi "Samþykkt að styrkja Golfklúbb Borgarness um kr. 1.000.000.- vegna umhirðu útivistarsvæða í Hamarslandi. Upphæðin er flutt af lið vinnuskólans þar sem ekki tókst að fullmanna hann í sumar."
Frekari umræðu um stuðning sveitarfélagsins við umhirðu golfvallar er vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

3.Samningur um húsnæði - Íþróttamiðstöð

1709007

Framlögð drög að samningi milli Gagnaveitu Reykjavíkur og Borgarbyggðar um afnot af húsnæði í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fyrir miðstöð fyrir ljósleiðarastöð. Byggðarráð samþykkti samninginn.

4.Tónlistarskóli Borgarfjarðar - 50 ára afmæli

1709020

Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 50 ára afmæli sínu fimmtudaginn 7. sept. 2017. Byggðarráð bókaði eftirfarandi: „Byggðarráð Borgarbyggðar færir Tónlistarskóla Borgarfjarðar hugheilar árnaðaróskir með hálfrar aldar starfsafmælið. Starfsemi tónlistarskólans hefur markað djúp spor í menningarsögu Borgarfjarðar á starfstíma sínum. Með starfi sínu hefur hann skapað sér virðingu langt út fyrir héraðið. Í tilefni afmælisins samþykkir byggðarráð að færa skólanum hljóðfæri að gjöf.
Jónína Erna Arnardóttir kemur á fundinn að lokinni afgreiðslu þessa liðar.

5.Menntaskóli Borgarfjarðar - 10 ára afmæli

1709021

Menntaskóli Borgarfjarðar fagnar 10 ára afmæli sínu 8. september 2017. Byggðarráð bókaði eftirfarandi: „Byggðarráð Borgarbyggðar færir Menntaskóla Borgarfjarðar hugheilar hamingjuóskir með 10 ára starfsafmælið. Á þeim tíma sem menntaskólinn hefur starfað hefur það komið skýrt í ljós hve mikilvægt það er að hafa slíka skólastofnun staðsetta í sveitarfélaginu. Byggðarráð óskar Menntaskóla Borgarfjarðar alls góðs í náinni framtíð og væntir mikils af starfsemi hans. Í tilefni afmælisins samþykkir byggðarráð að færa skólanum gjöf.

6.Umsókn í Fjarskiptasjóð v. ljósleiðara

1709022

Framlagður tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Fjarskiptasjóðs frá 1. 9. 2017 þess efnis að tilkynnt verði um úthlutun byggðastyrks vegna ljósleiðaravæðingar vegna 2018 fyrir miðjan september og nákvæmar dagsetningar, vegna umsóknargagna í Fjarskiptasjóð verða sendar út síðar í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða úthlutunar úr samkeppnispottinum liggi fyrir í lok október / byrjun nóvember. Byggðarráð fól sveitarstjóra að annast framgang umsóknar í Fjarskiptasjóð þegar eyðublöð sjóðsins hafa verið send út á grunni þeirrar hönnunarvinnu sem unnið hefur veri að á undanförnum mánuðum.

7.Álagning fasteignaskatts 2018 á frístundabyggð

1708169

Framlagt bréf Félags sumarhúsaeigenda í landi Munaðarness dags. 29.8.2017 varðandi álagningu fasteignaskatts árið 2018.
Byggðarráð vísaði erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

8.Fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum

1708168

Framlögð skýrsla SSV, nr. 1 2017, um Fjarbúa og fasteignamarkað á landsbyggðunum. Gefin út í ágúst 2017. Höfundur Vífill Karlsson. Byggðarráð þakkar skýrsluna.

9.Samgönguþing 2017

1708167

Framlögð dagskrá Samgönguþings 2017 sem haldið verður í Hótel Örk í Hveragerði þann 28. sept.n.k.

10.Félagsheimilið Lyngbrekka - leigusamningur

1709023

Framlagður samningur milli Leikdeildar Umf. Skallagríms og Borgarbyggðar, Umf. Björns Hítdælakappa og Umf. Egils Skallagrímssonar um leigu á félagsheimilinu Lyngbrekku til næstu þriggja ára frá 1. jan. 2018 að telja. Byggðarráð samþykkti samninginn.

11.Bréf 4 til byggðarráðs 4.9.2017

1709025

Framlagt bréf Ásgeirs Sæmundssonar dags. 4.9.2017 varðandi skipulagsmál í Húsafelli 1 og er árétting fyrri bréfa.
Gísli Karel Halldórsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Sveitarstjóra og sviðsstjóra Umhverfis - og skipulagssviðs falið að svara bréfritara.
Guðveig vék af fundi kl. 11:30

12.Skýrsla fuglafræðinga um fuglaskoðunarsvæði í Andakíl

1709029

Framlögð skýrsla fuglafræðinga um fuglaskoðunarsvæði í Andakíl frá júlí 2017. (Guidelines for the provision of birdwatching and bird study facilities in Hvanneyri.). Ragnar Frank Kristjánsson fylgdi skýrslunni eftir og skýrði út efni hennar. Byggðarráð þakkar framkomna skýrslu og telur mikil tækifæri felast í uppbyggingu á fuglaskoðunarsvæði á Hvanneyri.

13.Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindás ehf 14.9.2017

1709041

Framlögð tilkynning um aðalfund Reiðhallarinnar Vindás ehf sem haldinn verður þann 14. Sept. N.k. kl. 16:00. Byggðarráð tilnefndi Eirík Ólafsson, Kveldúlfsgötu 11 Borgarnesi, sem aðalmann og Hrafnhildi Tryggvadóttur, Mávakletti 8, Borgarnesi, sem varamann.

14.188. fundur í Safnahúsi

1708153

Fundargerð 188. fundar Safnahúss lögð fram

15.186. fundur í Safnahúsi 2.5.2017

1708154

Fundargerð 186. fundar Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram.

16.187. fundur í Safnahúsi

1708155

Fundargerð 187. fundar Safnahúss Borgarfjarðar frá 14. júní lögð fram.

17.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2017

1705124

Framlögð fundargerð fra 7. fundi byggingarnefndar Hnoðrabóls frá 31.8.2017.

18.Aðalfundur 31.5.2017

1705156

Framlögð fundargerð aðalfundar Veiðifélags Norðurár sem haldinn var 31. maí s.l.

19.Ráðninganefnd Borgarbyggðar - fundargerðir 2017

1705122

Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 4. sept. 2017

20.Fundargerð 132. fundar stjórnar SSV

1709002

Fralögð fundargerð 132. fundar stjórnar SSV dags. 23.8.2017.

21.189. fundur í Safnahúsi

1709037

Framlögð fundargerð 189. fundar Safnahúss Borgarfjarðar dags. 5.9.2017

22.Fundargerð 852. fundar stjórnar sambandsins

1709039

Fundargerð 852. fundar stjórnar sambandsins frá 1. 9.2017 framlögð.

Fundi slitið - kl. 12:04.