Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

428. fundur 28. september 2017 kl. 08:15 - 11:05 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Ljósleiðari í Borgarbyggð

1602023

Staðan varðandi lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi mætti til fundarins. Hann fór yfir stöðu verkefnisins og framgang á því ári sem liðið er frá því það hófst formlega. Opnað verður fyrir næsta glugga til umsókna um styrk hjá Fjarskiptasjóði snemma í október.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að undirbúa samning við Guðmund Daníelsson um næstu áfanga í ljósleiðaraverkefninu.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þremur fyrstu liðum fundarins.

2.Samanburður fjárhags við fjárhagsáætlun 2017

1706051

Samanburður á niðurstöðutölum úr fjárhagsbókhaldi við fjárhagsáætlun fyrir fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs fer yfir fjárhag Borgarbyggðar fyrstu 8 mánuði ársins miðað við fjárhagsáætlun 2017. Niðurstaða þess er að reksturinn er í góðu jafnvægi miðað við niðurstöður úr fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Sérstaklega var bent á að launakostnaður er mjög nærri fjárhagsáætlun í heildina tekið. Þó eru frávik sem þarf að skoða betur.

3.Lánamál 2017

1709113

Framlagt yfirlit um lánasafn sveitarfélagsins, vaxtastig einstakra lána, lánveitendur og fjárhæðir. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs fór yfir upplýsingarnar og skýrði þær. Verið er að skoða hvort skynsamlegt sé að greiða dýrustu lánin hraðar upp en lánaskilmálar segja til um.

4.Fundarboð-aukaaðalfundur SSV

1709094

Framlagt fundarboð aukaaðalfundar SSV þann 11. október n.k ásamt tillögu að lagabreytingu á lögum SSV. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með fyrirhugaða lagabreytingu.

5.Haustþing SSV 2017

1709082

Framlagt fundarboð og dagskrá haustþings SSV sem haldið verður á Akranesi 11. október n.k. Fulltrúar Borgarbyggðar eru Björn Bjarki Þorsteinsson, Helgi Haukur Hauksson, Magnús Snorrason, Ragnar Frank Kristjánsson og Gunnlaugur A. Júlíusson.

6.Velferðarvaktin - niðurstöður könnunar um kostnaðarþátttöku v. skólagagna

1709083

Framlagðar niðurstöður könnunar sem Velferðarvakt Velferðarráðuneytis gerði í júlí - ágúst 2017 um kostnaðarþátttöku grunnskólanema vegna skólagagna. Borgarbyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem tekur þátt í þessu verkefni.

7.Förgun dýraleifa

1709085

Framlagt minnisblað verkefnisstjóra umhverfis - og landbúnaðarsviðs, dags. 20. september 2017 um förgun dauðra dýra m.a. byggt á fyrirkomulagi og reynslu Skagfirðinga. Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri mætti til fundarins og fór yfir þær upplýsingar sem hún hefur aflað sér um málið. Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

8.Samningur við Vesturlandsstofu 18.5.2017

1709086

Framlagður samningur milli Borgarbyggðar og Vesturlandsstofu um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Vesturlands fyrir árið 2017. Alls greiðir Borgarbyggð 2,7 m.kr. á árinu til Vesturlandsstofu vegna samningsins sem er sama fjárhæð og á fyrra ári. Byggðarráð samþykkti samninginn.

9.Innkaup sveitarfélaga - minnisblað frá umræðufundi

1709092

Framlagt minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu niðurstöður frá upplýsinga - og umræðufundi um innkaupamál sveitarfélaga sem haldinn var þann 14. September 2017. Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði sem komu fram á fundinum. Skipaður var tengiliðahópur sveitarfélaga í kjölfar fundarins sem skyldi vinna að innkaupamálum sveitarfélaganna. Sveitarstjori Borgarbyggðar situr í hópnum.

10.Heilsueflandi samfélag

1610137

Framlögð áfangaskýrsla 2017 frá því í júlí 2017 um framgang verkefnisins Heilsueflandi samfélag. Sviðsstjóri fjölskylusviðs vann skýrsluna. Formaður Byggðarráðs skýrði út framgang verkefnisins.

11.Beiðni um fund v. málefni FEBBN.

1709057

Franmlagt bréf frá félgi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni þar sem óskað er eftir fundi með byggðarráði og fleirum.
Sveitarstjóra falið að boða til fundar hið fyrsta.

12.Öryggisstefna Borgarbyggðar

1709098

Framlögð ýmis gögn, m.a. erindisbréf öryggisnefndar vegna vinnu við gerð öryggisstefnu Borgarbyggðar. Sveitarstjóri kynnti framgang verkefnisins. Bjarni Júlíusson ráðgjafi kynnti útfærslu á öryggisstefnu í tölvumálum Borgarbyggðar sl. föstudag. Verkið er mjög langt komið og einungis eftir lokafrágangur. Koma verður á fót öryggisnefnd sem fer yfir ákveðin grunnatriði árlega. Öryggisstefna varðar alla starfsmenn sveitarfélagsins. Því þarf að kynna hana í öllum stofnunum þess. Öryggisstefna sveitarfélagsins tengist væntanlegum reglum um persónuvernd. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með að þetta mikilvæga öryggisatriði sé komið í höfn og leggur áherslu á að kynna stefnuna innan sveitarfélagsins, bæði kjörinna fulltrúa og starfamanna.

13.Ársfundur Jöfnunarsjóðs - fundarboð og dagskrá

1709106

Framlagt fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 4. október n.k að Hilton Hotel Nordica. Fundurinn hefst kl. 16:00.

14.Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum

1705010

Undirbúningur að byggingu leikskólans Hnoðrabóls að Kleppjárnsreykjum.
Framlögð úrsögn Sigurðar Guðmundssonar úr byggingarnefndinni dags. 25. september 2017. Staða byggingarnefndar rædd. Farið yfir stöðu undirbúnings að byggingu leikskólans Hnoðrabóls.
Sigurði eru þökkuð vel unnin störf í byggingarnefndinni.
Jónína Erna víkur af fundi kl. 10:40.

15.Stefnumótunarfundur 21. október

1709110

Framlagt fundarboð frá Háskólanum á Bifröst vegna stefnumótunarfundar sem haldinn verður þann 21. október n.k. Óskað er eftir innleggi frá fulltrúa Borgarbyggðar í upphafi fundarins. Sveitarstjóra falið að sækja fundinn.

16.Svignaskarð 31-46, lnr. 210912 - 16 matseiningar, umsókn

1709112

Framlögð umsókn Eflingar - stéttarfélags dags. 4.september 2017 um heimild til að stofna 16 matseiningar (sumarhúsalóðir) á lóð sinni Svignaskarði 31 - 46, lnr. 210912. Eftirfarandi var bókað varðandi erindi Svignaskarðs - landnúmeri 210912:
„Stéttarfélagið Efling og Rekstrarfélags orlofsbúða Svignaskarði, sækja um að stofnaðir verði 16 matshlutar á landnúmeri 210912, samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Vísað er til fyrirkomulags í eldri byggðinni í Svignaskarði þar sem eru 30 hús hvert með sitt fastanúmer og matshlutanúmer.
Ástæða þess að óskað er eftir þessu fyrirkomulagi er fyrst og fremst að forðast það að viðkomandi hús / húseigendur girði af sínar lóðir og geti plantað nýjum tegundum af trjám og öðrum gróðri.
Efling, sem eigandi landsins, og Rekstrarfélagi orlofsbúðanna, sem er leigutaki þessara landspila, er mjög umhugað um að vernda hinn náttúrulega birkiskóg sem er ríkjandi á þessu svæði sem orlofsbyggðin stendur á.“
Byggðaráð samþykkti erindið.

17.Minningarmót Þorsteins Péturssonar

1709111

Framlögð umsókn Ágústs Þorsteinssonar f.h. Bridgefélags Borgarfjarðar, dags. 22. september 2017, um styrk vegna minningarmóts Þorsteins Péturssonar. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

18.Vindás 10 - stækkun lóðar, fyrirspurn

1709090

Framlögð fyrrispurn Verkís ehf um það hvort leyft yrði að stækka lóð hesthúss við Vindás 10.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis - skipulags - og lndbúnaðarnefndar.

19.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir

1701202

Framlögð fundargerð Stýrihóps um heilsueflandi samfélag dags,. 21.9.2017

20.190. fundur í Safnahúsi

1709084

Framlögð fundargerð 190. fundar starfsmanna safnahúss Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkir að næsti byggðarráðsfundur verði haldinn miðvikudaginn 4. október kl. 8:15.

Fundi slitið - kl. 11:05.