Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

446. fundur 22. mars 2018 kl. 08:15 - 10:55 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Borgarbyggð - þriggja fasa rafmagn 2018

1803022

Framlagður listi frá RARIK yfir þá sem ekki hafa aðgang að 3ja fasa rafmagni ásamt áætlun um rafstrengjalagnir í Borgarbyggð 2018.
Framlagður listi frá RARIK, dags. 2. mars 2018, yfir heimili og vinnustaði sem ekki hafa aðgang að 3ja fasa rafmagni ásamt áætlun um rafstrengjalagnir í Borgarbyggð 2018. Alls eru 206 staðir tilgreindir á fyrrnefndum lista. Bjorn Sverrisson svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi mætti á fundinn og fór yfir áform fyrirtækisins og svaraði fyrirspurnum.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun: "Byggðarráð Borgarbyggðar skorar á stjórn RARIK að stórauka hjá sér fjárfestingar í innviðum raforkukerfis á landsbyggðinni, einkum og sér í lagi að hraða lagningu þriggja fasa rafmagns. Skortur á þrífasa rafmagni stendur beinlínis atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum.
Allur nútíma rafbúnaður í landbúnaði er gerður fyrir 3ja fasa rafmagn og atvinnurekendur í héraðinu búa því við misjöfn skilyrði til framþróunar í atvinnurekstri. Rekstur RARIK skilar umtalsverðum hagnaði eða 2,5 milljarði 2017, félagið á til handbært fé sem nemur 2,6 milljörðum, 65% eiginfjárhlutfall og býr yfir mikilli umfram fjárfestingagetu sem nýta mætti til að byggja hraðar upp innviði raforkukerfisins í dreifðum byggðum landsins þar sem skortur er á þriggja fasa rafmagni. Byggðarráð skorar á stjórnvöld að framfylgja ákvæðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að hraða þrífösun rafmagns og tryggja að flutnings - og dreifikerfi raforku mæti betur þörfum atvinnulífs og almennings"

2.Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2017.

1803131

Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2017 lagður fram.
Ársreikningur Borgarbyggðar og B-hluta fyrirtækja fyrir árið 2017 lagður fram. Til fundarins mætti Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi KPMG. Hann skýrði út reikningana og helstu niðurstöður þeirra. Ennfremur sat fundinn undir þessum lið Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs. Byggðarráð vísaði framlögðum reikningum til umfjöllunar og afgreiðslu hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar.

3.Aðalfundur Háskólans á Bifröst 9.5.2018

1803056

Framlagt fundarboð vegna aðalfundar Háskólans á Bifröst ásamt gögnum vegna tilnefningar í stjórn.
Framlagt fundarboð vegna aðalfundar Háskólans á Bifröst sem haldinn verður þann 9. maí kl. 14:00. Á Bifröst. Einnig voru framlög fundargögn ásamt upplýsingum um tilnefningar í stjórn skólans. Byggðarráð tilnefndi eftirfarandi aðila í stjórn háskólans: Aðalmaður til þriggja ára: Inga Dóra Halldórsdóttir. Varamaður til eins árs: Sigurður Guðmundsson.
Fulltrúi í fulltrúaráð Háskólaráðs á Bifröst: Helgi Haukur Hauksson, til vara Bjarki Grönfeldt

4.Kálfhólar lnr. 211777 - samruni lóða, umsókn.

1803107

Framlögð beiðni Lárusar Jóns Guðmundssonar, dags. 14. Mars 2018, f.h. móður sinnar, Unnar Einarsdóttur, kt. 1206344889, eig. Stóra-Fjalls í Borgarbyggð og Einars Magnússonar,, kt.: 2806625269, eigenda Túns í Borgarbyggð um að fimm óbyggðar sumarhúsalóðir verði sameinaðar undir nafni Kálfhóla lnr. 211777. Kálfhólar eru sameign landeigenda Stóra-Fjalls (50%) og Túns (50%). Einnig lagt fram óundirritað samrunaskjal vegna málsins. Byggðarráð samþykkti erindið.

5.Faxaflóahafnir ársreikningur 2017

1803111

Ársreikningur Faxaflóahafna fyrir árið 2017 lagður fram.

6.Erindi til Borgarbyggðar vegna færslu á Golfskála

1803112

Framlagt erindi Golfklúbbs Borgarness, dags. 16. mars 2018 varðandi ósk um fjárhagslegan stuðning til framkvæmda við golfvöllinn sem myndi dreifast yfir næstu fimm ár. Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

7.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2. maí 2018

1803113

Framlögð tilkynning um aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem halda á 2. maí n.k.
Framlögð tilkynning um aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem halda á 2. maí n.k. Byggðarráð tilnefndi eftirfarandi aðila í stjórn skólans:

Vilhjálmur Egilsson, Varamaður Lilja Björg Ágústsdóttir

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, varamaður Hanna Kristín Þorgrímsdóttir

Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, varamaður Bragi Þór Svavarsson

Inga Björk Bjarnadóttir, varamaður Sólveig Heiða Úlfsdóttir

8.Borgarbraut 55 - lóðarleigusamningur

1803114

Framlagðir minnispunktar sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs, dags. 16. Mars 2018, varðandi stöðu lóðarleigusamnings og starfsleyfis vegna núverandi starfsemi á Borgarbraut 55 í Borgarnesi. Byggðarráð áréttaði að núverandi starfsemi á lóð að Borgarbraut 55 er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag á umræddu svæði. Lóðarleigusamningur rennur út í apríl á næsta ári.
Björn Bjarki Þorsteinsson vék af fundi.

9.Spölur hf. - aðalfundur 23. mars 2018

1803115

Framlagt fundarboð vegna aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. Sem haldinn verður þann 23. mars.2018. Fundurinn verður haldinn kl. 11:00 í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Byggðarráð tilnefndi sveitarstjóra til að sitja fundinn.

10.Kvíaholt 29 lnr. 191133 - Umsókn um lóð

1803126

Framlögð umsókn Jóns Axels Jónssonar, kt. 0404664529, til heimilis að Sæunnargötu 4, Borgarnesi um lóðina Kvíaholt 29 í Borgarnesi. Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni samkv. fyrrgreindri umsókn.

11.Húsafell 2, Steinharpan 105/2016 - beiðni um endurupptöku

1712014

Framlagður bráðabirgðaúrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála dags. 15. mars 2018, vegna kröfu eigenda Húsafells 1 um stöðvun framkvæmda við legsteinasafn á lóð Bæjargils í Húsafelli. Niðurstaða nefndarinnar var að kröfu eigenda Húsafells 1 um stöðvun framkvæmda var hafnað.

12.Kæra álagningar fráveitugjalds

1602077

Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála, dags. 15. Mars 2018 vegna kæru IKAN ehf vegna álagningar fráveitugjalds á Egilsgötu 4. Niðurstaða nefndarinnar var að hafnað var kröfu kærenda um ógildingu á álagningu fráveitugjalds vegna ársins 2016 á fasteignina að Egilsgötu 4.

13.Niðurstaða Úrskurðarnefndar Umhverfis- og Auðlindamála

1802111

Framlagt svar úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála dags. 14. mars.2018 við bréfi sveitarstjóra dags. 23. febrúar 2018 varðandi málsskotsrétt gagnvart úrskurðum nefndarinnar. Í svari formanns ÚUA kemur m.a. fram að kæra á úrskurði nefndarinnar til dómstóla muni ekki breyta niðurstöðu í úrskurði nefndarinnar. Einnig kom fram í svari formanns að í engum tilfellum hafi verið höfðað dómsmál til að ógilda úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

14.Bréf til byggðarráðs 11. mars 2018

1803081

Framlögð tillaga sveitarstjóra að svari við bréfi Ikan ehf frá 11. mars sl. Byggðarráð samþykkti bréfið eins og það var uppsett og fól sveitarstjóra að afgreiða það.

15.Húsafell 3 lnr. 134495 - stofnun lóðar, Húsafell 3 lóð

1803109

Framlögð beiðni Ferðaþjónustunnar Húsafelli 3 um stofnun lóðar, Húsafell 3 lóð.
Byggðarráð samþykkir erindið.

16.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 9. mars 2018.

1803110

Fundargerð Faxaflóahafna sf. frá 9. mars 2018 framlögð

Fundi slitið - kl. 10:55.