Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

448. fundur 16. apríl 2018 kl. 08:15 - 11:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Atvinnu - og kynningarmál

1804071

Jacob Ehrenkrona, fulltrúi Martin Miller´s Gin, visitor centre, mætti til fundarins. Til umræðu voru hugmyndir fyrirtækisins um móttöku- og kynningarmiðstöð fyrir vörur þess sem staðsett yrði í Borgarnesi. Vatn frá Borgarnesi hefur gefist það vel til framleiðslu á fyrrgreindri gintegund að fyrirtækið vill tengjast Borgarnesi enn betur til að kynna framleiðsluna á upprunastað vatnsins. Rætt um hvaða staðir í Borgarnesi væru hentugir fyrir slíka miðstöð. Niðurstaða fundarins var að sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðna á fundinum.

2.Ljósleiðaramál í Borgarbyggð 2018

1804005

Framlagt minnisblað frá Guðmundi Daníelssyni ráðgjafa um forsendur fyrir forgangsröðun áfanga í lagningu ljósleiðara um Borgarbyggð. Verkið er mjög umsvifamikið og eru vegalengdir lagna t.d. um 700 km. Verkinu er skipt upp í 18 áfanga og líklegt að það taki þrjú ár í framkvæmd miðað við styrkveitingar úr Fjarskiptasjóði og fjármögnun verkefnisins Ísland ljóstengt.
Mögulegir áhrifavaldar á forgangsröðun:
I.
Tenging grunnskóla og annarra mikilvægra stofnana sveitarfélagsins
II.
Tengja saman tengimiðjur ljósleiðarakerfisins svo tryggt sé að notendur hvers áfanga geti notið fjarskiptaþjónustu um leið og tilteknum áfanga er lokið
III.
Tengja eins marga notendur og kostur með sem minnstum tilkostnaði og skemmstum tíma
IV.
Nýta framkvæmdir annarra veitufyrirtækja og önnur tækifæri sem bjóðast sem leiða til minni heildarkostnaðar og aukinnar hagkvæmni
V.
Enginn hluti sveitarfélagsins verði í heild sinni aftarlega í framkvæmdarröð.

3.Áætlun um ljósleiðara, Reykholt - Húsafell

1804067

Framlögð tilkynning frá ferðaþjónustunni í Húsafelli um fyrirhugaða ljósleiðaralögn milli Reykholts og Húsafells. Guðmundi Daníelssyni ráðgjafa og sveitarstjóra falið að vera í samvinnu við forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í Húsafelli um að nýta þau samlegðaráhrif milli ferðaþjónustunnar og sveitarfélagsins sem verða fyrir hendi.

4.96. ársþing UMSB - samþykktir

1804020

Framlögð ársskýrsla UMSB fyrir árið 2017 ásamt fjórum samþykktum frá ársþingi UMSB sem haldið var 14. mars 2018 á Hvanneyri. Sveitarstjóra falið að tilnefna fulltrúa í faghóp á vegum UMSB sbr. samþykkt ársþingsins.

5.Aldursdreifing í sveitarfélögum 1998 - 2018

1804007

Framlögð skýrsla Hag- og upplýsignasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um aldursdreifingu í sveitarfélögum landsins á árunum 1998 og 2018. Tengill á skýrsluna er http://www.samband.is/media/tolfraedilegar-upplysingar/Aldursdreifing_piramidi_1998_2018.xlsx
Fram kemur m.a. í myndrænni framsetningu skýrslunnar að börnum og unglingum hefur fækkað hlutfallslega í sveitarfélaginu á þessu árabili en íbúum sem eru 50 ára og eldri hefur fjölgað hlutfallslega á sama tímabili.

6.Laugargerðisskóli - tilboð

1803144

Tilboð Eyja - og Miklaholtshrepps um kaup á Laugargerðisskóla tekið til umræðu.
Kauptilboð Eyja - og Miklaholtshrepps í eignahluta Snæfellsbæjar, Borgarbyggðar og Dalabyggðar í mannvirkjum og land í eigu Laugargerðisskóla tekið til umræðu. Byggðarráð samþykkti að ganga að tilboði Eyja - og Miklaholtshrepps.

7.Ársfundur Brákarhlíðar 26.4.2018 - fundarboð

1804048

Framlagt fundarboð á aðalfund Brákarhlíðar sem haldinn verður 26.4.2018.

8.Aðalfundur 24.4.2018 - fundarboð

1804049

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítá sem haldinn verður 24.4.2018.
Byggðarráð samþykkti að tilnefna Helga Hauk Hauksson til að vera fulltrúa Borgarbyggðar á fundinum.

9.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2017

1804078

Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrri árið 2017 lagður fram.

10.Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness

1703072

Máli vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn.
Framlögð skýrsla vinnuhóps um umhverfi miðsvæði Borgarness. Vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn. Byggðarráð samþykkti að leggja til að hafist verði handa við framkvæmdir á þeim hluta skýrslunnar sem fjalla um gróðursetningu í græn svæði á Miðsvæði Borgarness. Byggðarráð leggur áherslu á að unnið verði sérstaklega að útfærslu skjóllundar við Hjálmaklett umfram það sem fram kemur í skýrslu. Undir þessum lið var tekið til umræðu skipulag varðandi Borgarbraut 55, 57 og 59 sbr. umræður og bókun á fundi sveitarstjórnar þann 12. apríl sl.

Guðveig leggur fram eftirfarandi bókun:" Undirrituð telur að ekki rúmist með góðu móti annað fjölbýlishús á Borgarbraut 55 og muni slík bygging hafa neikvæð áhrif á ásýnd á eitt af helstu kennileitum svæðisins, kletta og holt og leggur því til að breyting verði gerð á deiliskipulagi á Borgarbraut 55-59. Unnið verði að því að samþætta umhverfissjónarmið og atvinnulíf á svæðinu með það fyrir augum að skapa skilyrði fyrir atvinnu- og þjónustustarfsemi eins og hún er í dag á Borgarbraut 55."

11.Reglur um stöðuleyfi

1804040

Framlögð tillaga að reglum um stöðuleyfi gáma í dreifbýli og þéttbýli í Borgarbyggð sem vísað var til byggðarráðs á 169. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 12. apríl sl. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Byggðarráð samþykkti framlagðar reglur um stöðuleyfi gáma.

12.Hamingja og vellíðan Íslendinga

1804062

Framlögð gögn frá málþingi um hamingju og vellíðan Íslendinga sem unnin voru í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum.

13.Stýrihópur um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra.

1801016

Framlögð til kynningar bæklingur um stefnu Borgarbyggðar í málefnum eldri eldri borgara. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með stefnuna og þá vinnu sem hún byggir á.

14.Atvinnupúlsinn - þættir á N4

1804064

Framlagt erindi N4 um samstarf við Borgarbyggð um þáttagerð um atvinnulíf. Byggðarráð fól sveitarstjóra að ganga frá samningi við N4 um fyrrgreinda þáttagerð. Nokkuð var rætt um áherslur í efnistökum og lagði byggðarráð áherslu á að áherslur í þáttagerðinni yrðu mótaðar í samráði við fulltrúa sveitarfélagsins.

15.Rjúpuflöt 10 - Umsókn um lóð

1804008

Framlögð Elísabetar Hrannar Fjóludóttur um lóðina Rjúpuflöt 10 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti erindið.

16.Fundargerðir ráðningarnefndar 2018

1801097

Fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 9.apríl lögð fram.

17.Aðalfundur 15.3.2018

1802057

Framlögð fundargerð félags - og aðalfundar veiðifélags Gljúfurár sem haldinn var 15.3.2018.

18.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir 2018

1801086

Framlögðfundargerð 10. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

19.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 13. apríl 2018 Fundur nr. 167

1804079

Fundargerð Faxaflóahafna sf.fundur nr. 167 frá 13. apríl 2018 framlögð

Fundi slitið - kl. 11:45.