Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

450. fundur 03. maí 2018 kl. 08:15 - 10:20 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 1

1804151

Viðauki við fjárhagsáætlun 2018.
Endanlegur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018 og áranna 2019-2021 lagður fram ásamt skriflegum skýringum á hverjar forsendur viðaukans eru. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti til fundarins og skýrði framlagðar tillögur. Byggðarráð samþykkti að hækka viðaukann um 2,5 millj. kr. vegna um kaupa á s.k. "ærslabelg". Byggðarráð samþykkti viðaukann og vísaði honum til afgreiðslu í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

2.Upplýsinga- og lýðræðisstefna

1705198

Framlögð drög að stefnu um upplýsingamál - og íbúasamráð fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð þakkaði nefndinni vel unnin störf og gott samráð við íbúa og áhugaverða niðurstöðu af starfi hennar. Byggðarráð leggur til að stefnunni verði vísað til komandi sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Vinna er þegar hafin við endurnýjun heimasíðu sveitarfélagsins þar sem upplýsingamiðlun til íbúa verður bætt enn frekar.

3.Íþrótta- og tómstundastefna Borgarbyggðar

1711075

Framlögð skýrsla nefndar sem vann íþrótta- og tómstundastefnu fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð þakkaði nefndinni fyrir vel unnin störf og gott samráð við íbúa í sinni vinnu. Byggðarráð leggur til að skýrslunni verði vísað til komandi sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

4.Umsókn um landsvæði til íþróttaiðkunar.

1804089

Framlögð umsókn Mótorsportfélags Borgarfjarðar, dags. 17. apríl 2018, undir land undir starfsemi nefndarinnar. Umsókn félagsins vísað til umfjöllunar hjá USL nefnd.

5.Lánasjóður sveitarfélaga - breytilegir útlánavextir 1. maí 2018

1804162

Framlögð tilkynning Lánasjóðs sveitarfélaga ohf um breytingar á vaxtakjörum sjóðsins sem taka gildi frá 1. Maí sl. Breytilegir vextir verðtryggðra útlána Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verða 2,60% frá og með 1. maí 2018.

6.Ísland - atvinnuhættir og menning 2012

1804163

Ísland - atvinnuhættir og menning 2012. Framlagt erindi Árna M. Emilssonar varðandi þátttöku Borgarbyggðar í bókaflokknum „Ísland - atvinnuhættir og menning“ sem fyrirhugað er að gefa út árið 2021. Byggðarráð hafnaði erindinu.

7.Vinnuhópur um fjallskilamál

1802059

Framlögð skýrsla vinnuhóps um fjallskilamál í Borgarbyggð. Byggðarráð þakkaði nefndinni vel unnin störf og vel unna skýrslu. Byggðarráð leggur til að skýrslunni verði vísað til komandi sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

8.Eigendastefna Faxaflóahafna

1511047

Eigendastefna Faxaflóahafna lögð fram. Byggðarráð fól sveitarstjóra að yfirfara stefnuna með hliðsjón af umræðum á fundinum.

9.Samgöngusafnið - framlenging leigutíma

1801191

Samningur við fornbílafélag Borgarfjarðar tekinn aftur til umræðu. Sveitarstjóri kynnti kynnti athugasemdir fulltrúa fornbílafélagsins við áður framlögð drög að samningi. Byggðarráð fól sveitarstjóra að ganga frá samningi við félagið miðað við þær forsendur að möguleikar sveitarfélagsins á að segja samningnum einhliða upp vegna meiri háttar breytinga taki ekki gildi fyrr en eftir tímamörk núgildandi samnings milli sveitarfélagsins og fornbílafélagsins vegna gúanós og fjárréttar sem nær fram til 31. mars 2025.

10.Erindi til Borgarbyggðar vegna færslu á Golfskála

1803112

Lögð fram umsókn Golfklúbbs Borgarness um fjárstuðning að upphæð 2,2 millj. kr. á ári í fimm ár til framkvæmda á Hamarsgolfvelli. Byggðarráð fagnar metnaðarfullri sýn á framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Byggðarráð telur ekki fært að binda hendur komandi sveitarstjórnar til svo langs tíma undir lok kjörtímabilsins. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samstarfi við GB um umhirðu grænna svæða. Sveitarfélagið áformar að leggja stíg frá Borgarnesi að Hamri á næstu misserum í samstarfi við Vegagerðina og eru 5 millj. kr. á áætlun þessa árs til þeirrar framkvæmdar.

Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun "Undirrituð telur að óskir Golfklúbbs Borgarnes um styrk til næstu 5 ára til uppbyggingar á vellinum og aðstöðu séu hóflegar, og eðlilegt sé að sveitarfélagið taki að einhverju marki þátt í þeim kostnaði sem fyrir liggur á þessu glæsilega skilgreinda íþróttamannvirki sveitarfélagsins."

11.Sveitarstjórnarkosningar 2018 - framlag til framboða

1805010

Kynntar reglur um fjárframlög Borgarbyggðar til framkominna framboða til sveitarstjórnarkosninga í maí 2018. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 er heimild til að verja samtals 1.0 m.kr. til stuðnings framboðum til sveitarstjórnar í Borgarbyggð. Fjárhæðinni verður skipt jafnt milli framkominna framboða þegar framboðsfrestur er útrunninn.

12.Skipulag haf- og strandsvæða

1804164

Framlögð umsögn Hafnasambands Íslands um frumvarp til laga um skipulag haf - og strandsvæða.

13.Fundargerð 5. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis 30.4.2018

1805006

Framlögð fundargerð 5. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis dags. 30.4.2018

14.Fundargerðir ráðningarnefndar 2018

1801097

Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 30.4.2018

15.Upplýsinga - og lýðræðisnefnd - fundargerðir 2018

1801057

Framlögð fundargerð upplýsinga - og lýðræðisnefndar frá 30. apríl 2018
Kynnt framkomið frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.). Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun: ?Byggðarráð Borgarbyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að öryggissjónarmið til verndar villtum laxastofnum sé haft í fyrirrúmi við mótun laga og reglna sem varða uppbyggingu fiskeldis í sjó og leyfisveitingar í því sambandi. Þetta sjónarmið verður að virða með hliðsjón af hinum gríðarlegu hagsmunum veiðiréttarhafa og landeigenda sem eru til staðar bæði í Borgarbyggð svo og víða um land vegna nýtingu villtra laxastofna í ám.?

Fundi slitið - kl. 10:20.