Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

451. fundur 17. maí 2018 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Skipulagsskilmálar Borgarbrautar 55

1805151

Framlagt bréf Bifreiðaþjónustu Harðar og Grana ehf. dags. 11. Maí 2018. varðandi lóðarréttindi að Borgarbraut 55. Til fundarins mættu Þórir Haraldsson, forstjóri Líflands og Sigurður Einarsson í Hellubæ, stjórnarformaður Bifreiðaþjónustu Harðar. Einnig mætti Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs til fundarins. Sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs falið að vinna að samkomulagi við lóðarhafa Borgarbrautar 55.

2.Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland - tillaga

1805135

Framlögð tillaga Lögreglustjórans á Vesturlandi að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland ásamt fylgigögnum. Byggðarráð lýsir vilja til áframhaldandi vinnu að sameiginlegri lögreglusamþykkt.

FL situr hjá við afgreiðslu málsins.

3.Innheimta bílastæðagjalda við Hraunfossa

1805169

Framlögð bókun varðandi innheimtu bílastæðagjalda við Hraunfossa.
Innheimta veggjalda við Hraunfossa. Sveitarstjóri reifaði málið og skýrði út aðstæður. Byggðarráð bókaði eftirfarandi: "Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi. Einnig ber Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu. Vegagerðin hefur lagt veg að svæðinu fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Borgarbyggð hefur einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hefur Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil. Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt."

4.Rauðsgilsrétt

1805170

Sveitarstjóri ræddi stöðu Rauðsgilsréttar og viðhorf eigenda jarðarinnar Rauðsgils gagnvart henni. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði um stöðu réttarinnar.

5.Viðhaldsframkvæmdir 2018

1805178

Kynning á fyrirhuguðum viðhaldsframkvæmdum. Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, mætti til fundarins og kynnti fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir. Byggðarráð samþykkir að s.k. ærslabelgur verði settur niður við Arnarklett.

6.Kjörskrá v. kosninga til sveitarstjórnar 2018

1805138

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 lögð fram. Byggðarráð samþykkti kjörskrána án athugasemda, skv. umboði frá fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 14. maí sl.

7.Eignir og land við Egilsholt - kaupsamningur

1805174

Framlagður samningur milli Borgarbyggðar og Kaupfélags Borgfirðinga um kaup Borgarbyggðar á bröggum og landi við Egilsholt. Byggðarráð samþykkti samninginn.

8.Kleppjárnsreykjabraut 5 - kauptilboð

1805167

Framlagt kauptilboð í Kleppjárnsreykjabraut 5 á Kleppjárnsreykjum.
Framlagt kauptilboð í Kleppjárnsreykjabraut 5 á Kleppjárnsreykjum frá Þóru Magnúsdóttir. Byggðarráð samþykkti kauptilboðið.

9.Hamar í Þverárhlíð - fjallskilagjöld

1805050

Framlagður póstur frá Jóhannesi Helgasyni Hamri í Þverárhlíð vegna greiðslu fjallskilagjalda þar sem óskað er eftir endurgreiðslu fjallskilagjalds. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

10.Jafnréttisfréttir frá evrópskum sveitarfélögum

1805150

Framlagt til kynningar yfirlit um jafnréttisfréttir frá evrópskum sveitarfélögum sem dreift er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 269. mál til umsagnar

1805044

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál

12.Fundargerð 402. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1805013

Fundargerð stjórnar Hafnasambandsins nr. 402 lögð fram til kynningar

13.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 11. maí 2018 Fundur nr. 168

1805149

Fundargerð Faxaflóahafna sf. 11. maí 2018 Fundur nr. 168 framlögð

14.Fundargerð 403. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1805014

Fundargerð stjórnar Hafnasambandsins nr. 403 lögð fram.

15.Fundargerð 859. fundar stjórnar sambandsins

1805016

Fundargerð 859. fundar stjórnar sambandsins lögð fram.

16.Eldriborgararáð - fundargerð dags. 15.5.2018

1805175

Framlögð fundargerð Eldriborgararáðs frá 15.maí 2018

Fundi slitið - kl. 10:15.