Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

456. fundur 28. júní 2018 kl. 08:15 - 10:50 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Skipulagsskilmálar Borgarbrautar 55

1805151

Tekin til umræðu lóðamál við Borgarbraut 55 og lagning götu að bílastæðum á baklóð Borgarbrautar 57 og 59. Til fundarins mættu Þórir Haraldsson forstjóri Líflands, Þórarinn V. Þórarinsson stjórnarmaður og Sigurður Einarsson frá Bifreiðaþjónustu Harðar. Rætt um mál Borgarbrautar 55. Niðurstaða fundarins var að halda viðræðum áfram og stefna að fundi í næstu viku.

2.Skólamötuneyti á Hvanneyri - minnisblað

1806107

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 19. Júní 2018, varðandi fyrirkomulag mötuneytismála á Hvanneyri. Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra að skoða leiðir og kostnað við flutning á mat milli stofnana áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

3.Ljósleiðari í uppsveitum Borgarbyggðar

1806069

Framlagður tölvupóstur frá Ferðaþjónustunni Húsafelli svohljóðandi „Það tilkynnist hér með að Ferðaþjónustan Húsafelli ehf hefur dregið til baka áform sín um rekstur ljósleiðaranets á svæðinu Reykholtsdalur Hálsasveit og Hvítársíða. Við munum hins vegar leggja streng frá Reykholti að Húsafelli til afnota fyrir Húsafellssvæðið.

Í streng okkar verður nægilegur forði til að tengja við bæi austan Reykholts óski Borgarbyggð eftir því síðar að fá afnot af þráðum til tengingar við eigið kerfi.“

Byggðarráð þakkar póstinn og felur sveitarstjóra og Guðmundi Daníelssyni að kanna möguleika á samstarfi sem vísað er til í póstinum.

4.Húsbúnaðarkaup - aukafjárveiting

1806131

Framlagt bréf skólastjórnenda í Grunnskólanum í Borgarnesi með beiðni um fjármagn til húsbúnaðarkaupa í tengslum við endurbætur á húsnæði skólans. Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

5.Þjónusta sveitarfélagsins - athugasemdir

1806136

Framlagt bréf félags frístundasvæðis í Þórdísarbyggð, dags. 25. Júní 2018, varðandi þjónustu sveitarfélagsins við veg að frístundahúsasvæðinu. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hefur farið yfir málið með hlutaðeigandi. Ekki liggur fyrir enn hvaða fjármagn kemur frá Vegagerðinni til verkefna af þessu tagi. Byggðarráð samþykkt að vísa úrvinnslu málsins til sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs.

6.Hraðatakmörk á Borgarbraut - tillaga

1806167

Framlögð tillaga Lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 21. Júní 2018, um lækkun hámarkshraða á neðri hluta Borgarbrautar úr 50 km hraða í 30 km. hraða frá gatnamótum Þorsteinsgötu/Böðvarsgötu að gatnamótum við Egilsgötu. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs að vinna áfram að málinu í samstarfi við vegagerðina. Byggðarráð telur mikilvægt að bæta öryggi á umræddum vegarkafla og skoða í því sambandi merkingar um öryggi vegfarenda.

7.Persónuverndarstefna Borgarbyggðar

1806135

Framlögð drög að persónuverndarstefnu Borgarbyggðar. Persónuverndarfulltrúi kynnti drögin. Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi drög og vísaði þeim til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Námsferð til Danmerkur 2.-6. september

1806117

Framlögð kynning á námsferð á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til Danmerkur dagana 2 - 6. sept. n.k. Sveitarstjóri lagði til að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tæki þátt í ferðinni. Byggðarráð samþykkti það og einnig að kanna möguleika á því að einn kjörinn fulltrúi taki þátt í ferðinni.

9.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 28.6.2018

1806173

Framlagt fundarboð, dags. 20. Júní 2018, á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur, sem haldinn verður þann 28. Júní 2018, ásamt fyrirliggjandi tillögum. Byggðarráð samþykkti að sveitarstjóri sæti fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

10.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 22. júní 2018 Fundur nr. 169

1806132

Framlögð fundargerð Faxaflóahafna sf. 22. júní 2018 Fundur nr. 169.
Næstu fundir byggðarráðs ákveðnir þann 19. júlí, 2. ágúst og 20. ágúst.

Fundi slitið - kl. 10:50.