Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

462. fundur 20. september 2018 kl. 08:15 - 11:20 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Davíð Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1."Brúin til framtíðar" - 2018 - 2022

1808211

Framlögð áætlun frá KPMG vegna áframhaldandi vinnu við Brúna til framtíðar.
Lögð fram til kynningar verkefnatillaga KPMG um framhald verkefnisins „Brúin til framtíðar“ Árið 2015 vann KPMG úttekt á rekstri, greiningu og úrvinnslu í fjármálum Borgarbyggðar. Markmiðið með vinnunni var að ná fram niðurstöðum og aðgerðaráætlun sveitarstjórnar sem unnt er að vinna bæði til lengri og skemmri tíma. Á þennan hátt aðstoðaði KPMG lykilstjórnendur og kjörna fulltrúa við að setja fram drög að aðgerðaráætlun sem byggir á ákvörðunum sveitarstjórnar. KPMG hefur sett upp áþekka áætlun sem nær yfir árin 2019-2022. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með að verkefninu „Brúin til framtíðar“ verði framhaldið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við KPMG um verkið. Lögð er áhersla á að vinna við áætlunina hefjist sem fyrst. Byggðarráð leggur áherslu á að niðurstaða þessarar vinnu verði aðgengileg fyrir íbúa t.d. með myndrænni framsetningu á vef Borgarbyggðar.

2.Stígagerð í Borgarnesi

1808170

Sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs tillögu umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar að 5.0 millj. kr. fjárveiting til svokallaðs Hamarstígs verði frekar nýtt til áframhaldandi stígagerðar við Borgarvog. Byggðarráð telur rétt að fara yfir framkomnar hugmyndir um þetta mál með starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs áður en frekari ákvörðun verði tekin. Fyrirætlanir um lagningu stígs til golfvallarins á Hamri eru ekki lagðar til hliðar heldur kom í ljós að undirbúningur varð tímafrekari og flóknari en ætlað var. Byggðarráð samþykkir tillögu umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

Til afgreiðslu í sveitarstjórn

3.Ljósleiðari í Borgarbyggð - útboð

1809010

Útboð ljósleiðara í Borgarbyggð. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi mætti til fundarins. Einnig sat Eiríkur Ólafsson fundinn undir þessum lið. Guðmundur upplýsti um stöðu útboðs ljósleiðara í Borgarbyggð og fleiri atriði sem tengjast þessu verkefni. Búið er að breyta ákvæðum um hæfisskilyrði bjóðenda í útboðsgögnum á vef Ríkiskaupa.

4.Krókur í Norðurárdal - minnisblað

1809088

Með tilvísan til fyrirspurnar Guðveigar Eyglóardóttur um stöðu mála í gagnstefnu eigenda Króks í Norðurárdal á fundi sveitarstjórnar þann 13. september sl. lagði sveitarstjóri fram minnisblað um málið. Gagna hefur verið aflað bæði varðandi aðalstefnu og gagnstefnu og verður málið lagt fyrir héraðsdóm fyrir jól samkvæmt upplýsingum frá lögmanni sveitarfélagsins í þessu máli.

5.Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar - endurskoðun

1808212

Í tengslum við umræður um þörf fyrir endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar hvað varðar skipan nefnda sveitarfélagsins voru lögð fram minnisblöð frá sviðsstjórum þar sem þeir reifuðu sínar áherslur og ábendingar inn í umræðurnar. Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að tillögum um breytingar á samþykktum. Ennfremur felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna aðkomu ráðgjafa varðandi gæðamál og yfirferð á nefndaskipan.

6.Vatnsöflun við Norðurá - áætlun

1809019

Framlögð kostnaðaráætlun frá Verkís hf. vegna vatnsöflunar við Norðurá. Byggðarráð fagnar framkomnum upplýsingum og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

7.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag

1809086

Skipan fulltrúa sveitarfélagsins í stýrihóp um heilsueflandi samfélag. Silja Eyrún Steingrímsdóttir var skipuð fulltrúi Borgarbyggðar í hópinn.
Til afgreiðslu í sveitarstjorn.

8.Sjónarhóll, ný landareign (Ölvaldsstaðir 1)

1809026

Lögð fram umsókn um stofnun lóðar í landi Ölvaldsstaða, lnr. 135193, af hálfu eigenda jarðarinnar, Önnu S. Hallgrímsdóttir, kt. 230460-7369. Umhverfis- og skipulagssvið hefur lagt mat á umsóknina og gerir ekki athugasemd. Byggðarráð samþykkti umsóknina.
Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Langárfoss lnr. 135938 - breyting aðalskipulags

1809045

Lögð fram til kynningar greinargerð um fyrirætlanir eigenda Langárfoss um breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Langá sem fela í sér færslu á vegi, skipulagningu lóða og byggingu þjónustumiðstöðvar og fyrirhugaða skógrækt. Fyrirhugaðar breytingar fela í sér nauðsyn á breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Langá. Fyrirtækið Landvit, ráðgjöf og mat vann greinargerðina. Byggðarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að taka við málinu.

10.Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða

1809048

Lagt fram til kynningar erindi SSV frá 12. september sl. þar sem skýrt er frá því að nýverið hefði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skýrt frá að opnaði hefði verið fyrir umsóknir landshlutasamtaka í verkefni sem skilgreint er í byggðaáætlun sem "sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða". Í þessum potti eru 120 m.kr. til úthlutunar sem landshlutasamtökin sjö á landsbyggðunum geta sótt í. Ráðuneytið hefur útbúið reglur um úthlutun úr þessu verkefni, auk þess sem í auglýsingu er skilgreint hvaða forsendur séu lagðar til grundvallar við úthlutun. Þar kemur fram að horft verði sérstaklega til eftirfarandi atriði: Sérstök áhersla verður lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem eru líkleg til að hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með fyrrgreint verkefni og fól sveitarstjóra að undirbúa viðbrögð Borgarbyggðar við erindinu sem verði lagt fyrir byggðarráð.
Sveitarstjóri fer af fundi kl 11.

11.Tilnefning í Stjórn SSV

1809100

Byggðarráð tilnefnir eftirtalda í stjórn SSV: Lilju Björg Ágústdóttur og Guðveigu Eyglóardóttur. Til vara: Davíð Sigurðsson og Magnús Smári Snorrason.
Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

12.Upptökur fyrir sjónvarpsþáttaseríu.

1809050

Sveitarstjóri skýrði frá viðræðum við kvikmyndafyrirtæki sem hefur hug á að fá aðstöðu í Ráðhúsi Borgarbyggðar til upptöku á hluta af sjónvarpsþáttarseríu. Um væri að ræða tökur innanhúss samtals í þrjá daga í októbermánuði n.k. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með nýstárlegt verkefni og fól sveitarstjóra að annast samskipti við forsvarsaðila verkefnisins. Leitast yrði við að raska sem minnst starfsemi ráðhússins á meðan á tökum stæði.

13.Almannavarnanefnd á Vesturlandi - stofnskjöl

1809082

Lögð fram til kynningar stofnskjöl fyrir nýskipaða almannavarnarnefnd Vesturlands. Sveitarstjóri og slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar sitja í nefndinni. Nefndin hefur þegar haldið fyrsta fund sinn.

14.Hafnasambandsþing 2018

1809024

Framlagt fundarboð á Hafnasambandsþing 2018

15.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlagðar fundargerðir byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi nr. 10, 11, 12 og 13.

16.Fundargerð 862. fundar stjórnar sambandsins

1809025

Fundargerð 862. fundar stjórnar sambandsins lögð fram.

17.Fundargerd_405_hafnasamband

1809023

405. fundargerð Hafnasambands Íslands lögð fram.

18.208. fundur í Safnahúsi

1809022

Fundargerð starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar nr. 208 framlögð.

19.Aðalfundur 2018 - 4.maí 2018

1804152

Framlögð fundargerð aðalfundar Veiðifélags Norðurár sem haldinn var þann 4. maí s.l.

Fundi slitið - kl. 11:20.