Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fyrirspurn v. Egilsgötu 6, grenndarkynning
1809093
Framlagt til kynningar bréf Umboðsmanns Alþingis frá 17. október sl. um niðurfellingu máls 9808/2018 er varðar kvörtunar Þorsteins Mána Árnasonar, Egilsgötu 4, Borgarnesi. Í fyrsta lagi beindist kvörtun ÞMÁ til embættis umboðsmannsins að því að hafa ekki notið grenndarréttar að grenndarkynningu vegna gistiþjónustu sem rekin er að Egilsgötu 6 og í öðru lagi að erindi sem beint var til Borgarbyggðar vegna málsins hafi ekki verið svarað. Eftir að Umboðsmaður Alþingis hefur leitað og fengið upplýsingar vegna málsins hjá sveitarfélaginu telur hann ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna þess og tilkynnir að athugun hans á málinu sé lokið.
2.Bréf og fjárhagsáætlun He.V fyrir árið 2019
1811013
Lögð fram fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2019. Áætlað er að framlag sveitarfélaganna hækki um 6,7% milli ára, sem er töluvert meiri hækkun en reiknað er með að verðlag hækki í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Einnig er kynnt þörf nefndarinnar að fjárfesta í bíl að fjárhæð 3,0 m.kr. Byggðarráð samþykkir framlagðar áætlun.
3.Bréf He.V. v. starfsleyfi Borgarbraut 55.
1807136
Til fundarins mættu framkvæmdastjóri og formaður Heildbrigðisnefndar Vesturlands. Rætt var um samskipti heilbrigðiseftirlitsins og Borgarbyggðar sl. sumar og haust vegna stöðu starfsleyfis fyrir Bifreiðaverkstæði Harðar að Borgarbraut 55 á. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
4.Viðhald fasteigna 2018
1811017
Viðhald fasteigna sveitarfélagsins. Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður eigna og Ragnar Frank Kristjánsson sviðstjóri sátu fundinn undir þessum lið. Lagt fram yfirlit um viðhald fasteigna sveitarfélagsins á árinu 2018 ásamt fyrirhuguðum viðhaldsframkvæmdum á árinu 2019.
5.Eignasjóður 2018 - yfirlit
1811045
Yfirlit um fasteignir sveitarfélagsins. Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður eigna og Ragnar Frank Kristjánsson sviðstjóri sátu fundinn undir þessum lið. Lagt fram yfirlit um fasteignir sveitarfélagsins.
6.Ljósleiðari Borgarbyggðar - opnun tilboða
1810071
Lagður fram tölvupóstur frá starfsmanni Ríkiskaupa, dags. a3. Nóvember 2018, þar sem tilkynnt er að tilboð SH Leiðarans ehf., kt. 550904-2920 hefur verið endanlega samþykkt og er því kominn á bindandi samningur milli aðila. Byggðarráð fól sveitarstjóra að skrifa undir samninginn og leggja hann síðan fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.
7.Straumfjörður lnr. 135948 - stofnun lóðar, Deildarás
1808021
Lagt fram erindi Óla Þórs Hilmarssonar, kt. 1812575989, þar sem óskað er eftir heimild til stofnunar lóðar í landi Straumfjarðar, lnr. 135948, sem bæri heitið deildarás. Umhverfis- og skipulagssvið mælir með jákvæðri afgreiðslu. Samþykki eigenda jarðarinnar liggur fyrir. Byggðarráð samþykkir erindið og leggur það fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.
8.Laxárholt 2 lnr. L136017 - stofnun lóðar, Stolt
1811055
Lagt fram erindi Unnsteins Smára Jóhannessonar, kt. 2908615789, dags. um stofnun nýrrar lóðar að Laxárholti 2, lnr. 136017. Nafn hinnar nýju lóðar skal vera Stolt. Jákvæð umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs liggur fyrir. Byggðarráð samþykkir erindið og leggur það fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.
9.Þriggja fasa rafmagn á Mýrum
1809007
Lagt fram svar við fyrirspurn Guðveigar Lind Eyglóardóttur á fundi sveitarstjórnar þann 8. nóvember sl. varðandi stöðu mála um skipan vinnuhóps til að hraða lagningu 3ja fasa rafmagns á Mýrum. Upplýsingar hafa borist í formi tölvupósts, dags. 13. nóvember 2018, frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hér segir:
„Við höfum verið með til skoðunar að fara með sérstakt minnisblað um málið fyrir ríkisstjórn en það hefur ekki enn komið til þess. Styðjum það að þið kallið til starfshóp og að við reynum að ná fram samlegð með ljósleiðaraverkefninu.
Starfshópurinn gæti t.d. verið skipaður þessum fulltrúum:
Borgarbyggð (formaður)
Búnaðarfélag Mýramanna
ANR
Samgönguráðuneytið (byggðamál)
RARIK
Fulltrúi frá ljósleiðaraverkefninu
Við erum með gagnlegar upplýsingar frá RARIK um stöðu mála á Mýrum og það er skýr vilji hér í húsi til að leggja áhersla á að flýta þrífösun þessara 14 kúabúa sem eru einfasa í dag (amk.).“
Sveitarstjóra falið að undirbúa erindisbréf fyrir starfshópinn og kalla eftir tilnefningum fyrrgreindra aðila í hann.
„Við höfum verið með til skoðunar að fara með sérstakt minnisblað um málið fyrir ríkisstjórn en það hefur ekki enn komið til þess. Styðjum það að þið kallið til starfshóp og að við reynum að ná fram samlegð með ljósleiðaraverkefninu.
Starfshópurinn gæti t.d. verið skipaður þessum fulltrúum:
Borgarbyggð (formaður)
Búnaðarfélag Mýramanna
ANR
Samgönguráðuneytið (byggðamál)
RARIK
Fulltrúi frá ljósleiðaraverkefninu
Við erum með gagnlegar upplýsingar frá RARIK um stöðu mála á Mýrum og það er skýr vilji hér í húsi til að leggja áhersla á að flýta þrífösun þessara 14 kúabúa sem eru einfasa í dag (amk.).“
Sveitarstjóra falið að undirbúa erindisbréf fyrir starfshópinn og kalla eftir tilnefningum fyrrgreindra aðila í hann.
10.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2019
1811012
Lagt fram erindi Stígamóta dags. 31. október 2018, þar sem farið er fram á fjárframlag til reksturs samtakanna. Byggðarráð samþykkir að styrkja Stígamót í samræmi við umræður á fundinum.
11.Umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2019 Kvennaathvarfið
1811003
Lagt fram erindi Samtaka um kvennaathvarf, dags. 2. Október 2018, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir samtökin. Erindinu var vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn þann 8. nóvember sl. Byggðarráð samþykkir að styrkja samtökin í samræmi við umræður a fundinum.
12.Útgreiðsla hlutafjár og greiðsla arðs 2018
1810190
Lagt fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf og Spalar ehf frá 24. Október sl. þar sem kynnt er að hlutverki Spalarsamstæðunnar sé lokið. Innborgar hlutafé verður greitt út við slit félaganna. Hlutur Borgarbyggðar verður vegna innborgaðs hlutafjár er 1.143.223.- kr. og vegna arðs á tímabilinu 1. Jan. 2018 til 30 sept. 2018 108.280.- kr. Byggðarráð þakkaði forsvarsmönnum og starfsfólki Spalarsamstæðunnar fyrir vel unnin störf að uppbyggingu og rekstri Hvalfjarðarganga. Tilvist þeirra hefur haft í för með sér stóraukin lífsgæði og ótalin sóknarfæri fyrir Vesturland.
13.Reglugerð um Jöfnunarsjóð - til umsagnar
1811025
Framlagt til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 1. Nóvember 2018, þar sem kynnt eru drög að breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Byggðarráð fól sveitarstjóra að yfirfara framlögð drög og leggja mat á hvort Borgarbyggð eigi að senda inn umsögn um þau.
14."Brúin til framtíðar" - 2018 - 2022
1808211
Lagður fram samningur milli KPMG og Borgarbyggðar, dags. 1. Október 2018, um ráðgjöf KPMG um uppfærslu á verkefninu „Brúin til framtíðar“. Byggðarráð samþykkti samninginn og vísar honum til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
15.Stefna v. Borgarbraut 57 - 59
1710066
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Kristni Bjarnasyni hrl, dags. 7. Nóvember 2017, þar sem kemur fram að aðalmeðferð í máli Húss & Lóða ehf gegn Borgarbyggð muni eiga sér stað þann 11. janúar n.k.
16.Ungmennaráð 2018-2019
1810122
Byggðrráð samþykkir að visa þessum lið til fræðslunefndar.
17.Kosning varamanns í fræðslunefnd
1811060
Byggðarráð tilnefnir Guðveigu Lind Eyglóardóttur sem varamann fræðslunefnd í stað Sigrúnar Ástu Brynjarsdóttur.
18.Frá nefndasviði Alþingis - 5. mál til umsagnar
1811041
Lögð fram til umsagnar tillaga Velferðarnefndar Alþingis til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum.
19.Umsögn um fjárlagafrumvarp 2019
1811037
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til fjárlaga 2019.
20.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundur 152 _29.okt 2018
1811018
Lögð fram til kynningar fundargerð 152 fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 29. október 2018.
21.Stjórn Snorrastofu - fundargerð 6.11.2018
1811029
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Snorrastofu frá 6. nóvember sl.
22.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir 2018
1801086
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. Fundar stýrihóps um Heilsueflandi samfélag frá 11. október sl.
23.Fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerð
1811015
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vesturlandi frá 24. október sl.
24.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir
1806018
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 15 og 16 og 18 - 20. verkfundar byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi.
25.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 9. nóvember 2018 Fundur nr. 174
1811049
Lögð fram til kynningar fundargerð Faxaflóahafna sf. frá 9. nóvember 2018.
26.Fundargerd_406_hafnasamband
1811050
Lögð fram til kynningar 407. fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 24. október sl.
27.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir
1810004
Lagðar fram fundargerðir 2. - 4. fundar byggingarnefndar Leikskólans að Hnoðrabóli.
Fundi slitið - kl. 14:45.